Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.04.1997, Page 3

Stúdentablaðið - 01.04.1997, Page 3
APRÍL 1997 3 STÚÐENTABLAÐIÐ Frá vinstri: Tómas Hallgrímsson, útibússtjóri Landsbankans í Vesturbæ, Sigurbjörg Benediktsdóttir frá Landsbréf um, Soffía Haraldsdóttir vinningshafi og sonur hennar. Dregið úr verðlaunagetraun Á framadögum Háskóla Islands 7. mars síðastliðinn efndu Lands- banki íslands og Landsbréf hf. til verðlaunagetraunar og hefur nú verið dregið úr réttum lausnum. Sú heppna er Soffía Haraldsdóttir, nemi á fjórða ári í Viðskiptafræði I Háskóla Islands. Verðlaunin eru AST margmiðlunartölva frá EJS.I háskólafréttir Verkefnastyrkur FS Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta var veittur 11. febrúar síðastliðinn. Það var Bene- dikt Halldórsson sem hlaut styrkinn að þessu sinni fyrir M.S. ritgerð sína, „Um útbreiðslu jarð- skjálftabylgna og áhrif þeirra á lagnakerfi.“ Benedikt lauk M.S. prófi 1. febrúar síðastliðinn með ágætiseinkunn frá verkfræðideild Hl. Umsjónarnefnd námsins skipuðu prófessorarnir Páll Ein- arsson, Júlíus Sólnes og Ragnar Sigurbjörnsson sem var formaður nefndarinnar og aðalleið- beinandi. Verkefnastyrkur FS er veittur þrisvar á ári. Tveir við útskrift að vori, einn í október og einn I febrúar. Nemendur sem skráðir eru til útskriftar hjá Hl og þeir sem eru að vinna verkefni sem veita 6 einingar eða meira í greinum þar sem ekki eru eiginleg lokaverkefni geta sótt um styrkinn. Markmiðið með verkefnastyrk FS er að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri lokaverkefna. Jafnframt að koma á framfæri og kynna frambærileg verkefni. Styrkurinn nemur kr. 100.000. Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnarformaður og Bernhard A. Peter- sen framkvæmdastjóri FS afhentu styrkinn. | Auglýsing um | árlega skráningu Árleg skráning fyrir næsta háskólaár fer fram I í Nemendaskrá 21.-26. apríl 1997 I Stúdentar eru minntir á að árleg skráning í námskeið á haust- og vormisseri háskólaársins 1997-98 fer fram í Nemenda- ■ skrá í Aðalbyggingu H.f. dagana 21. - 26. apríl 1997. Saman fer skráning og greiðsla skráningargjalds, kr. 24.000.- (Stúd- entum verða sendir greiðsluseðlar). | Á skráningartímabilinu verður nemendaskráin opin kl. 9 -17:00 og opið verður í hádeginu. Skrásettir stúdentar háskólans framvísi stúdentaskírteinum við skráningu. Þcir sem ekki hafa skírteini snúi sér sem fyrst til Nemendaskrár. I Gætið sérstaklega að því að í árlegri skráningu skal skrá sig í námskeið bæði á haust- og vormisseri háskólaársins 1997- 1998. | Athugið að skráningu í sumatpróf skal vera lokið 20. júní 1997. Ath! Stúdentar geta komið í Nemendaskrá og fengið leyninúmer vegna upplýsinga um úrslit prófa. I Deildir mæti til árlegrar skráningar á eftirtöldum dögum: I I I Verkfræðideild: Raunvísindadeild: | Viðskipta- og hagfræðideild: Félagsvísindadeild: | Guðfræðideild: Lagadeild: Heimspekideild: Læknadeild (læknisfr., lyfjafr., hjúkrunarfr., sjúkraþjálfun): Tannlæknadeild: Aukadagur: Mánudag 21. apríl Mánudag 21. apríl 1‘riöjudag 22. apríl Þriðjudag 22. apríl Miðvikudag 23. apríl Miðvikudag 23. apríl Miðvikudag 23. apríl Föstudaginn 25. apríl Föstudaginn 25. aprfl Laugardag 26. apríl Þeir sem af óviðráðanlegum ástæðum geta ekki komið til skráningar á ofangreindum dögum, hafi samband við Nemenda- skrá áður en árleg skráning hefst, ekki eftir að henni lýkur. Sími Nemendaskrár er 525 4309.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.