Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Side 4

Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Side 4
drottnun auðmagnsins. Það er þó að sönnu meginhlutverk þess í þeim skilningi að það gegnsýrir alla aðra starfsemi rikisins. Hlutverk íslenska auðvaldsrikisins, eins og það hefur þróast, skiptist einkum í tvo meginþætti, aðra en áðurnefnt kúgunarhlutverk. í fyrsta lagi er það hlutverk ,,sam- eiginlegs auðherra“, samtryggingar- og þjónustustofnun auðstéttarinnar. Þar eð sjálfstætt innlent ríkisvald óx nokkurn veginn samstiga auðstétt- inni hefur það tekið að sér mikil- vægt hlutverk í framleiðslunni sem einkakapítalinu hefur verið um megn til þessa. Hér má nefna ríkisbanka og ýmsa framkvæmdasjóði, sam- göngur, orkufyrirtæki og beina þátt- töku í ýmsum stærri framleiðslu- og þ j ónustufyrirtæ kj um. í öðru lagi hefur íslenska ríkið fengið það hlutverk að sjá fyrir fé- lagslegri þjónustu af ýmsu tagi við þegnana. Hér má einkum nefna heil- brigðis- og tryggingakerfið, skóla- kerfið og samgöngukerfið (einkum í smærri afskekktum byggðarlögum). Það væri rangt að halda því fram að þessi félagslega þjónusta og kerfið sem hana veitir þjóni einvörðungu hagsmunum alþýðufólks, en hitt er engu skárri alhæfing að segja það þjóna fyrst og fremst kúgunarhlut- verki. T.d. má benda á að menntun hefur ekki aðeins aukist vegna þess að auðstéttin þarf á æ menntaðra vinnuafli að halda við framleiðslu og dreifingu, heldur hefur eftirsókn og barátta alþýðunnar haft veruleg á- hrif. Sama máli gegnir t.d. um al- mannatryggingar og heilsugæslu. 4. Verkalýdsbylting og sóslalískt samfélag 4.1 Sögulegar og samfélagslegar forsendur verka- lýðsbyltingar Stéttabarátta öreigastéttarinnar er ,,djúp- tækust“ allra sögulegra athafna fram á okk- ar daga. Hún tekur til allra lágstétta, og er fyrsta hreyfingin sem er í samræmi viö raunverulega hagsmuni fjöldans, allt frá þeirri stundu er þjóðfélagið skiptist í stéttir. Því er upplýsing fjöldans hvað varðar verk- efni hans og aðferðir, óhjákvæmilegt sögu- legt skilyrði sósíaliskra athafna, á sama hátt og vanþekking fjöldans var á fyrri tímum skilyrði athafna drottnandi stétta. (Rosa Luxemburg, sbr. Tony Cliff: State Capitalism in Russia, bls. 285, Pluto Press, 1974). í þessum orðum Rósu Luxemburg kemur fram ákveðin afstaða klassísks marxisma. Hún byggir á þeirri skoð- un að sósíalísk bylting og uppbygg- ing sósíalisks samfélags sé ófram- kvæmanleg nema þar sem kapítalísk- ir framleiðsluhættir hafa rutt sér til rúms, með arðránsafstæðum sínum, einkaeign framleiðslutækja og fjöl- mennri verkalýðsstétt. Jafnframt er lögð áhersla á nauðsyn virkni fjöld- ans til að koma þessu ferli í kring. Af ofansögðu og fleiru leiðir að fullyrða má að skilyrði verkalýðsbylt- ingar eru: A. Upplýsing/stéttvísi fjöldans. Al- þýða manna hafi nægjanlega stéttvísi til að berjast gegn hinu gamla skipu- lagi og taki þátt í að byggja upp nýtt sem byggist á almennri þátttöku verkalýðsins á hinum ýmsu sviðum Rósa Luxemburg. stjórnkerfisins. B. Stéttarleg forysta/leiðsögn bylt- ingarsinna. í byltingunni er nauðsyn- leg forysta einbeittra byltingarsinna sem ávinna sér traust alþýðu. Annars er útilokað að samhæfa aðgerðir fjöldans og byggja upp samhæft sós- íalískt þjóðskipulag. C. Allsherjarkreppa á öllum svið- um stéttarvalds borgarastéttarinnar. Bylting verkalýðsins er því aðeins möguleg að kreppa sé á öllum svið- um hins borgaralega þjóðfélags; efnahagsleg og stjórnmálaleg kreppa. Þannig verður auðvaldsskipulagið að bregðast á efnahagssviðinu, auk þess sem borgarastéttin verður að vera ófær um að stjórna þjóðfélaginu pólitískt og alþýðan að hafa komið auga á aðrar leiðir. Sósíalískur, marxískur byltingar- flokkur getur ekki haft forystu um slíka byltingu nema öll skilyrði séu til staðar. Valdarán lítils hóps byltingar- sinna í nafni fjöldans getur aldrei leitt sjálfkrafa til sósíalisma. Alþýðan verður að taka meðvitaðan þátt í uppbyggingu hins nýja samfélags. Það er ekki nóg að hún framfylgi skipunum „alviturra leiðtoga sinna.“ 4.2 Forsendur sóslalisks samfélags Forsendur sósíalisma eru að ýmsu leyti aðrar en forsendur sjálfrar valdatökunnar. Þær eru helstar: A. Viðskiptahættir vöruframleiðslu séu allsráðandi (þar með hverfandi sjálfsþurftarbúskapur, notkun pen- inga almenn, framleiðsluafstæður kapítalískar). B. Almennt menntunar- og menn- ingarstig það hátt að ,,ómenntaður“ maður geti tileinkað sér án mikillar fyrirhafnar þá þjóðfélagslegu þekk- ingu sem ríkjandi stétt hefur einkum fyrir sig eða nýtir sér. Valdataka er eitt verkefni verka- lýðsfjöldans og hvorki það eina né það mikilvægasta. Til að kollvarpa stéttarvaldi auðstéttarinnar er ekki nóg að sigrast á ríkisvaldi hennar. Fyrsta verkefni sigursællar sósíal- ískrar samfélagsbyltingar er að taka valdatækið af arðræningjunum, að undangengu miklu stefnumótunar-, fræðslu- og skipulagningarátaki. Ef

x

Verkalýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.