Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 5

Verkalýðsblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 5
Afskiptum rikisvaldsins af málefnum þjóOa Sovétrikjanna er sannarlega ekkl lokið framangreindar forsendur eru fyrir hendi og valdataka hefur farið fram eru skilyrði til að hefja síðan upp- byggingu sósíalísks samfélags. 4.3 Frá alræði öreiganna til kommúnisma Milli kapítalisma og lægsta stigs kommúnisma (sósíalisma skv. hefð- bundinni hugtakafræði marxista) beitir verkalýðsstéttin ríkisvaldi sinu meðvitað sem stéttarvaldi á flestum sviðum þjóðlífsins — einkum með þjóðnýtingu atvinnutækja og baráttu á hugmyndafræðilega og félagslega sviðinu. Þetta er í marxískum bók- menntum kallað tímabil „alræðis ör- eiganna“. í fyrsta sinn, sem ríkið gerír eitthvað á vegum þjóðfélagsheildarinnar, þ.e. slær eign sinni á framleiðslutækin í nafni hennar, inn- ir það jafnframt af hendi síðasta hlutverk sitt sem slikt. Afskiptum ríkisvaldsins af málefnum þjóðfélagsins verður ofaukið á hverju sviðinu á fætur öðru og það lognast út af sjálfkrafa. (F. Engels: Úrvalsrit Marx og Engels, 1. bindi, bls. 119, Heimskringla, Rvík 1968). Þegar allir standa jafnir gagnvart framleiðslutækjunum, þ.e. enginn einn einstaklingur eða hópar einstak- linga geta tileinkað sér afurðir vinn- unnar á grundvelli eignar eða um- ráða yfir framleiðslutækjunum hætta þjóðfélagsstéttir að vera til í þeim skilningi sem nú er lagður í orðið. Þannig breytist stéttarvald ör- eigastéttarinnar í sjálfræði samfélags- heildarinnar; alræði öreiganna breyt- ist í stéttlaust samfélag kommúnisma. En hafa verður í huga að þótt þjóðfélagsstéttir (með tilliti til afstöðu til framleiðslutækja) hverfi vegna með- vitaðra athafna stéttarvalds öreiganna er önnur grundvallarforsenda stéttskipt- ingar enn fyrir hendi og verður svo um ófyrirséðan tíma. Sú er þjóðfélagsleg verkaskipting, s.s. milli andlegrar og líkamlegrar vinnu, sveita og bæja, kvenna og karla, svo það helsta sé nefnt. Fyrsta stig kommúnismans, sósíalisminn, er þannig stéttlaust þjóðfélag jafnframt því að fela i sér mörg einkenni fyrri stéttaþjóðfélaga. Síðara stig kommúnisma, sem á okk- ar tímum virðist fjarlæg stað- leysa (útópia), mun hins vegar, eins og unnt er um það að spá, einkenn- ast m.a. af því að siðastnefndu mót- hverfurnar hafa verið yfirunnar. Þótt skilgreiningarnar hér að ofan á „alræði öreiganna“, sósíalisma og kommúnisma séu í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar í ritum marxista verður að leggja meifi á- herslu á þróunina frá byltingunni til æðra stigs kommúnismans sem sam- fellt ferli; ferli, þar sem ekki er auð- velt að greina nákvæmlega hvenær þjóðfélagið færist af einu stigi yfir á annað. 4.4 Sósiallsmi og „vanþróuð“ þjóðfélög Þrátt fyrir það sem áður sagði um afstöðu ,,klassísks“ marxisma hefur það verið viðtekin hefð allt frá tíma Stalíns að segja að þjóðfélagskerfi sé sósíalískt ef iðnaður er í samfé- lagslegri eign (yfirleitt ríkiseign) og landbúnaður skipulagður í einhvers konar samyrkju eða stefnir í sam- yrkju. Jafnframt hefur verið ríkjandi sú skoðun að „vanþróuð“ þjóðfélög (þjóðfélög þar sem kapítalískir fram- leiðsluhættir hafa ekki rutt sér til rúms í verulegum mæli) geti hafið sósíalíska þróun eftir að kommúnist- ar hafa, samfara valdatöku sinni, framkvæmt svokallaða nýlýðræðis- byltingu. Um afstöðu til þessa er, enn sem

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.