Eintak - 01.05.1970, Side 2
MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS
Skipholti 1
Reykjavík
Sími 19821
Skrifstofa skólans er opin frá 15. september til 31. mai,
alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 16—18.
ANNÁLLSKÓLANS
Haustið 1939 stofnaði Lúðvíg Guðmundsson Handíðaskólann,
sem svo hét þá, og rak hann sem einkaskóla í þrjú ár.
9. maí 1942 var skólanum breytt úr einkaeign í sjálfseignarstofnun.
Að stofnun hins nýja skólafélags stóðu átta skólastjórar og sjö
aðrir áhugamenn um verkmennt og myndlist. Nafni skólans var
einnig breytt, og hét skólinn nú Handíða- og myndlistaskólinn.
Árið 1965 voru samþykkt lög um skólann, þar sem hann var felldur
inn í skólakerfi íslenzka ríkisins og lýtur yfirstjórn Menntamála-
ráðuneytisins; einnig veitir Reykjavíkurborg skólanum ríflegan
stuðning.
Með lögunum var nafni hans breytt, og heitir hann nú Myndlista- og
handíðaskóli íslands.
Handíðaskólinn var kvöldskóli í upphafi, en 1942, við breytta
nafngift, verður hann dagskóli, og stofnuð er myndiistardeild það
ár. Stofnaðar eru kennaradeildir í verklegum greinum: Smíði 1939,
teiknun 1941, handavinnu kvenna 1947 og í vefnaði 1957.
Auglýsingadeild er sett á laggirnar 1962 og leirkerasmíð og
myndvefnaðardeild 1969. Handavinnudeild kvenna og karla var
flutt til Kennaraskóla islands árið 1951.
TILGANGUR SKÓLANS
í lögum skólans segir, að tilgangur hans sé: 1. að veita kennslu
og þjálfun í myndlistum, 2. listiðnum, 3. búa nemendur undir
kennarastörf í vefnaði, teiknun og öðrum greinum myndrænna
lista, sem kenndar eru í skólum landsins.
SKÓLASTJÓRN
Menntamálaráðuneytið fer með yfirstjórn skólans.
Skólastjórn er skipuð skólastjóra og föstum kennurum skólans.
SKÓLASTJÓRI
Hörður Ágústsson, Laugavegi 135, ReyKjavík.
YFIRKENNARI
Sigurður Sigurðsson listmálari, Fögrubrekku 5, Kópavogi.