Eintak - 01.05.1970, Side 6

Eintak - 01.05.1970, Side 6
BÓKNÁM LISTSAGA Listsaga er kennd með fyrirlestrum og sérverkefnum í öllum deildum skólans. FORSKÓLI I Námið hefst með skýringum grundvallarhugtaka í listum, en síðan er farið yfir listsöguna frá eldri steinöld og til miðalda, egypzka, kríteyska, gríska, rómverska og frumkristna list. FORSKÓLI II Haldið er áfram þar sem frá var horfið í Forskóla I og farið yfir listsögu rómanska, gotneska, endurreisnar, barokk og rókokó- tímans. Leitazt er við að hafa jafnan hliðsjón af þjóðfélagsháttum hvers tíma og listmenningu á öðrum sviðum. FRAMHALDSDEILDIR í framhaldsdeildum, á 3. og 4. ári, er farið yfir list 19. aldar og allt til okkar daga. Hinar ýmsu stefnur eru kynntar í Ijósi sögulegra orsaka og tengdar öðrum menningarfyrirbærum sama tímabils. Nemendur á 4. ári vinna sérstök æfingarverkefni, sem þeir flytja í fyrirlestraformi með skuggamyndum. Listsögunáminu lýkur með prófi. VEFNAÐARKENNARADEILD OG DEILD MYNDVEFNAÐAR í þeim deildum er farið yfir hannyrða- og vefnaðarsögu með tilliti til almennrar myndlistar. Lokapróf byggist bæði á þekkingar- könnun og sérstökum rannsóknarverkefnum, sem nemendur leysa af hendi. LISTIÐNADEILDIR: Nemendur listiðnadeilda fylgja kennslu í almennri listsögu, en vinna jafnframt að verkefnum sem lúta að sérgrein þeirra. ÍSLENZKA Islenzka er kennd í öllum deildum skólans og árgöngum, nema í Forskóla I. Lesnar eru bókmenntir, eldri og yngri, hafðar æfingar í stafsetningu og framsetningu ritaðs máls, oft í sambandi við listsöguna. Lesið er valið efni, t. d. biblíulegt eða úr fornsögum, er hefur að geyma sígild myndræn minni. Námi í íslenzku lýkur með prófi. ENSKA Enska er kennd í öllum deildum skólans og árgöngum nema Forskóla I.

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.