Eintak - 01.05.1970, Side 7
KENNSLUFRÆÐI
Athugaðir eru myndstílar í barnateiknun frá kroti 2ja ára barns
til loka skyldunáms og þeir tengdir listsögulegum timabilum.
Athugaður er teiknialdur með fyrirlestrum, mynddæmum
og heimsóknum í dagheimili, barnaskóla og gagnfræðaskóla.
Leiðbeint er um notkun hvers konar efnis og áhalda til
teiknikennslu.
SÁLAR- OG UPPELDISFRÆÐI
Sálar- og uppeldisfræði er kennd með tilliti til barnateiknunar.
NÁMSKEIÐ
I. Teiknun, málun og föndur barna.
Fyrra námskeið frá 1/10—20/1, síðara námskeið
21/1—30/4. (Hvort námskeið nál. 70 barnaskólastundir.)
1. fl. 6—8 ára mánud. og föstud. kl. 10.20—12.00 árd.
2. fl. 8—12 ára mánud. og fimmtud. kl. 4.00—5.40 síðd.
3. fl. 12—14 ára þriðjud. og föstud. kl. 5.20—7.00 síðd.
4. fl. 14—16 ára þriðjud. og föstud. kl. 8.00—9.40 síðd.
II. Teiknun og málun unglinga og fullorðinna.
Fyrra námskeið frá 1/10—20/1, síðara námskeið
21/1—30/4. (Hvort námskeið nál. 75 klst.)
Mánudaga og fimmtudaga kl. 8.00—10.15 síðdegis.
III. Bókband.
Fyrra námskeið frá 1/10—20/1, síðara námskeið
21/1—30/4. (Hvort námskeið nál. 75 klst.)
1. flokkur mánudaga og fimmtudaga kl. 5.00—7.15 síðd.
2. flokkur mánudaga og fimmtudaga kl. 8.00—10.15 síðd.
3. flokkur þriðjudaga og föstudaga kl. 5.00—7.15 síðd.
4. flokkur þriðjudaga og föstudaga kl. 8.00—10.15 síðd.
IV. Almennur vefnaður.
Fyrra námskeið frá 1/10—20/1, síðara námskeið
22/1—30/4. (Hvort námskeið nál. 150 klst.)
Mánudaga, þriðjudaga og föstudaga kl. 7.00—10.00 síðd.
V. Undirbúningsnámskeið (allan veturinn).
Teiknun fyrir nemendur menntaskólans og stúdenta til
undirbúnings tæknináms (arkitektur, verkfræði). Kennt alls nál.
100 klst. Mánudaga kl. 8.00—10.15 síðd. Laugardaga kl.
2.00—4.15 síðd.
VI. Keramiknámskeið fyrir börn 8—12 ára.
Fyrra námskeið 1/10—20/1, síðara námskeið
21/1—30/4. Þriðjudaga og föstudaga kl. 5.00—6.40 síðd.
LISTKYNNING
Fastur liður í starfi skólans er hvers konar listkynning.
Listamenn eru fengnir í heimsókn og verk þeirra kynnt. Síðan fara
fram umræður. Farið er á listsýningar og söfn í fylgd kennara.