Eintak - 01.05.1970, Blaðsíða 4
UMSÓKNARFRESTUR
Umsókn um skólavist skal senda fyrir ágústlok ár hvert til
skrifstofu skólans í Skipholti 1, Reykjavík.
Umsókn um námskeið skal senda fyrir 20. september ár hvert.
Umsóknareyðublöð fást í bókabúðum Lárusar Blöndal,
Skólavörðustíg og Vesturveri, og á skrifstofu skólans.
Kennsla hefst 1. október og lýkur 15. maí. Lokapróf standa
þó til 1. júní.
Námskeið hefjast 1. október og lýkur 30. apríl.
Dagleg kennsla er frá kl. 9—12 og 13.30—16, og 17—19 eftir
deildum, nema laugardaga, þá er kennt til kl. 12.
SKÓLAGJÖLD
Skólagjald í forskóla, myndlistardeild og listiðnadeildum
er 3.000,00 kr., en i kennaradeildum 800,00 kr.
Efnis- og áhaldagjald er 3.000,00 fyrir alla nemendur dagdeilda.
DEILDIR SKÓLANS
I skólanum eru þessar deildir:
A. Forskóli. B. Myndlistadeildir. C. Kennaradeildir.
D. Listiðnadeildir. E. Bóknám. F. Námskeið.
FORSKÓLINN
Tilgangur forskólans er að veita nemendum alhliða undirbúnings-
menntun í almennum myndlistum. Námstími í forskóla er tvö ár.
Á fyrra ári er í upphafi lögð áherzla á teiknun frumforma og
beitt er um leið mismunandi teikniaðferðum. Síðan eru nemendur
látnir greina þessi frumform í ríki náttúrunnar og þau teiknuð
með mismunandi hætti. Teiknað er eftir mannslíkamanum. Nem-
endur fá einnig huglæg verkefni. Kennd eru grundvallaratriði
myndskipunar og litfræði.
Á öðru ári er haldið fram sem horfir, en þessum greinum bætt
við: Hraðteiknun, lit- og formfræði, myndmótun, anatomíu, grafík,
letrun og fjarvíddarteiknun.
MYNDLISTADEILD
FRJÁLS MYNDLIST
I þessari deild er myndlistarnámið eflt og dýpkað, ný efni notuð
og ýmis konar tilraunir gerðar með þau. Málað er eftir upp-
stillingum, landslagi, húsum og mannslíkamanum. Frjáls mynd-
skipun iðkuð og verkefni gefin með hliðsjón af þvf að örva
sjálfstæð vinnubrögð. Þá er myndgreining á verkum eldri og
yngri meistara í myndlistum fastur liður í þessari deild. Þessi deild
myndar einnig kjarnann ( ýmsum sérnámsdeildum.
Nýstofnað er listaháskólastig ( frjálsri myndlist fyrir þá sem lokið
hafa 4 ára námi við skólann.