Dvöl - 10.01.1901, Blaðsíða 3
6 3 0 0 2
1. ÁR.
REYKJAVÍK, JANÉAIt 1901.
mi. 1.
FTIR langa dvöl — því í 7 ár hefl ég ekk-
ert gefið út eftir sjálfa mig —, heilsa ég
nú nýju öldinni með blaði þessu; ég hef
að sönnu lengi haft í huga að gefa út blað, og jafnvel
verið svo langt komin, að ég hefi ætlað að gefa út
boðsbréf og verið búin að fá ioforð úm liðveizlu
ýmsra veiunnara, en þá kom eitthvað i veginn, svo
áformið fórst fyrir að því sinni.
„Dvöl“ þessi kemur því út án alls fyrirvara, og
treystiég mínum fyrri skilvísu útsölumönnum ogkonum,
sem hafa reynst már vei, að veita henni eins ijúfa
móttöku og hinum fyrri ritverkum mínum, þó hún sé
í öðrum búningi. Ég mun við tíð og tækifæri gefa
þau út eftir sem áður.
Ég hefi áður fyrri í mörg ár sagt til í hannirð-
um, bæði hinum fornu og nýju, en er nú hætt því
fyrir löngu. En ég ætla í þessu blaði, sem kemur út
mánaðarlega, að gefa smámsaman út nákvæmar upp-
lýsingar, sumpart með myndum, — þar sem þær
verða nauðsynlegar — hvernig megi læra þær, enn
fremur um silki, bronce og olíumálverk og fleira, sem
ég hefi lært og varið til miklum tíma og peningum.
Svo verður og fleira í því t. d. ráðleggingar, fræðandi
greinar, sögur og merkilegar frásagnir, sem bæði geta
skemt körlum og konum.
Fyrst um sinn kemur blaðið út einu sinni í rnán-
uði, en sjái ég mér það fært, mun það koma oftar út.
„Það er hverjum lyst, sem liann leikur", segir
gamalt máltæki, og eins og þeir menn stirðna svo
mjög, sem hætta að vinna um lengri eða skemri tíma,
að þeim verður næsta erfitt að byrja á henni aftur,
þannig er því og varið með hinar andlegu gáfur, að
þær leggjast í nokkurs konar dvala, ef þær hafa lengi
verið bornar ofurliða af umstangi lifsins, en að eins í
dvala, við nýja ároynslu vakna þær til starfa, og eins
og nýrrar tilveru.
Með þeirri von til drottins, að hann leiðbeini anda
mínum nú sem fyrri að nýtu starfi, sendi ég Dvölina
frá mér í fang hinnar upprunnu aldar, með þeirri árn-
aðar ósk, að hún verði gott og fræðandi rit og ferðist
lengur með henni en ég sjálf get búist við að veita
henni forsjá, því ég tek mér í munn orð skáldsins:
„Hver var ég þá uppkom öld
enda nú sem hefur,
hver verð ég við hennar kvöld
ef herrann fleiri gefur.“
Kraftur viljans.
Lauslega þýtt úr ensku.
Hversu miklu þú getur áorkað er undir því komið,
hvaða manngildi er í þér fóigið, og hvort þú leggur
þig allan í líma. Sértu lítilhæfur mun lífsstaif þitt
bera þess ljósan vott. En sértu þar á móti göfug-
lyndur,þrekmikill,hreinhjartaður og góðgjarn, þá geturðu
unnið þrekvirki, leiðbeiningar og eftirdæmi þitt hafa
þá sannfærandi áhrif í sér fólgin — í einu orði sagt,
þú getur framkvæmt hvað sem þú vilt. Hver sem
helzt staða þín kann að vera í lífinu þá býr í þér
ómótstæðilegt afl, göfugur andi, sem menn bæði heiði a
og viðurkenna. Margir leggja alla áherzluna á lífið
hinu megin grafar, og í sannleika er ekki mögulegt að
bera of mikla umhyggju fyrir þeirri huldu framtíð,
því á þessu augnabliki standa eflaust sumir af okkur
á barmi hennar, en ég vildi beina athyglinu að því,
að hagnýta sem bezt þetta yfirstandandi líf, sem stend-
ur i svo nánu sambandi við hitt.
Ég vil að ungu mennirnir þegar þeir fara að eiga
með sig sjálfa álíti göfugt innræti innstæðufé sitt
(character as a capital) miklu líklegra til að borga sig,
en nokkurn annan fjárhlut, og sem aldrei hefir í för
með sér ótta né óhöpp, en ávaxtar sig þegar allar
aðrar bjargir eru bannaðar, og hefir jafn óbrigðult
fyrirheit fyrir þetta og hið tiíkomanda líf.
Franklín átti ekki happasæld sína að þakka skarp-
leika eða málsnild — því hann var gæddur hvorugu
meira on í meðallagi, en sinni alþekta ígrundun og
ráðvendni.
„Þess vegna var það“, segir hann sjálfur, „að
samborgarar mínir möttu mig svo mikils. Ég var
lélegur ræðumaður, varð oft að hugsa mig um orð og
talaði naumlega hreint mál (harðly correct in language).
Samt sem áður kom ég vanalegu mínu fram.“ Göfugt
innræti vekur traust, hver sem lífsstaðan er.
Éað koma oft fyrir raunir og hættuleg tilfelli í
lífinu, og þá synir sig bezt, hversu ómetanlegt göfugt
innræti er (valuable and important a good character
is), hve traustur stafur að styðja sig við, þegar alt
annað svíkur. Það er eins og Akropólis, sem stend-
ur grefkyrt og leita má hælis upp á, þegar öll önnur
varnarvirki eru komin í hendur óvinanna. Hinar
hærri stöður í lífinu eru undirorpnar svikum og hætt-
um, en þær lægri tálmunnm af ymsu tagi. Yér get-
um þá aðeins staðið óhultir í þeim, of vér með rétt-
læti og flekklausu framferði ávinnum oss góðan
orðstýr. I’að veitir oss sjálfum hugdirfð og traust
annara.
Hreinskilni, ráðvendni og gæzka — eiginleikar,
sem ekki falla í hvers manns hlutskifti — eru grund-
völlur hins göfuga innrætis, eða eins og einn af vorum
fornu rithöfundum kemst að orði: „Ilin meðskapaða
undirgefni við dygðina án launa.“