Dvöl - 10.01.1901, Blaðsíða 5
D V Ö L.
3
Ribs-vefnaður.
Hentugur á stóla og legubekki vanalega haíður
dökkrauður.
Dregið í höföldin í röð, byrjað á aftasta skaftinu
o. s. frv.
Uppbindingin:
Snærið úr insta hafaldaskaftinu, í insta hliðar-
skaft og úr því í yztu skammel vinstra megin o. s.
frv.; bæði yztu skammelin stigin fyrst svo bæði mið-
skammeliu.
Miðað við þá vefstóla sem hafa 4 hliðarsköft.
Kniplinga gluggatjöld (globe)
ætti aldrei að járndraga, en eftir að búið er að þvo
þau og stífa — borax duft 1 matskeið er látin í sið-
asta vatnið — á 'að breiða þau annaðhvort á hreint
gólf eða rúm og næla þau niður með 2— 3 þumlunga
millibili og láta þorna vel. í Ameriku eru þau oft,
þurkuð á grind eins langri og breiðri og þau eru og
með smá nöglum með 2—3 þuml. millibili.
Smávegis.
í Windsor kastala eru nokkur herbergi, sem hirð-
prestur (cháplain) Yiktoríu drotningar hefir. Sérstakur
gangur er á milli herbergja hennar og skrifstofu hans
og gengur drotningin oft inn til hans að spyrja hann
til ráðs í ýmsum áríðandi máium.
Einhverju sinni gekk hún þaðan af málfundi kall-
aði páfagaukur þá úr búri sínu, sem var á ganginum,
einhver orð í önugum róm. Drotningin skildi það ekki
sneri því aftur og spurði prestinn hvað fuglinn
hefði sagt.
fað kom fát á hann og sagði: „Sé það ekki á
móti yðar hátign, þá vil ég hafa mig undanþeginn að
endurtaka það.“
„En hvað var það?“ spurði hún.
„I3að var nokkuð, sem ég er hræddur um að yðar
hátign mislíki og þess vegna iangar mig tii að þurfa
ekki að segja það.“
Forvitni drotningar jókst við þetta, og hún sagði:
„Segið mér það, ég krefst þess.“
Hirðpresturinn hneigði sig djúpt og svaraði:
„Fyrst yðar hátign krefst að vita það, þá sagði fuglinn:
,Farðu burtu, gamla, ljóta kona‘“.
Viktoria drotning hló dátt að þessu og sagði:
„Jæja, mér þykir vænt um að heyra að það er að
minsta kosti ein raust í ríkinu, sem vogar að segja
mér álit sitt um mig“. (Tit Bits.)
Murellos1 * lærisveinn.
(Þýtt úr ensku.)
Einn fagran sumarmorgun, fyrir löngu síðan,
komu nokkrir ungir rnenn út úr ýmsum strætum í
1) Murillos, fæddur 1018, dáinn 1682, var einn af hin-
um mestu málurum heimsius.
borginni Seville, og fóru að húsi hins nafnfræga mál-
ara Murillos. Þar mættust þeir, heilsuðu livor öðrum
hlýlega með nafni, flýttu sér þá inn, upp stigann, og
í vinnustofu sína. Kennarinn var ekki kominn, og
þeir fóru að líta eftir verki sínu, hvort litirnir væru
orðnir vel þurrir.
„Hamingjan hjálpi mér!“ hrópaði Istures. „Hver
af ykkur fór héðan seinastur í gærkvöldi."
„Þú ert víst ekki vel vaknaður enn þá“, svöruðu
þeir Fernandes og Cardova honum, „annars mundii'
þú muna. að við fórum allir heim undir eins“.
Hér er þó eitthvað skrítiðum að vera“, sagði Istures,
auðsjáanlega í illu skapi. Því áður en ég fór í gær,
varði ég að minsta kosti heilum klukkutíma, til að
þurka litaspjaldið og burstana rnína, og núna Jeka úr
þeim litirnir."
„Sjáðu þai-na! Líttu bara á!“ kallaði Carios:
„Hérna kemur annað ofurlítið andlit einmitt í horninu
á minni mynd, og það er heldur ekki illa gert. Carajo!
Hver heldurðu, að sé að skemta sér við að mála
þessar myndir, bæði á léreftið og veggina? í gæi'
var búið að rnála eina á léreftið þitt, Fernandes. “
„Hver annar skyldi hafa gert það en Istures;
lítaspjaldið hans kemur upp um hann!“ sagði Fern-
andes.
„Nei, því fer fjarri. Heilög móðir María veit að
ég hefi ekki gert það,“ sagði Isturez.
„Yertu ekki að sverja þig um þetta“, greip Carlos
frammí. „Þvílikt, andlit hefðir þú ekki gotað málað.“
„Hugsaðu um það, eins og þér þóknast, Don
Carlos; en ég hef þó ekki enn þá málað eins lélega
mynd og þú hefir gert.“
Dá kallaði Gonzoler: „Burstarnir mínir eru líka
drifvotir. Dað veit heilög hamingjan, að eitthvað yfir-
náttúrlegt gengur hér á á næturnar! “
„Þú heldur kanske það sama og Gomez creáli
að Zombi sé að sveima í vinnustofunni okkar á nótt-
unni“, anzaði Istures.
„Það held ég sannarlega hljóti að vera“, sagði
Mendez; hann hafði í kyrþey verið að virða fyrir sér
eina af þessum fallegu myndum sem gægðust fram
hér og hvar á léreftinu, eins og þær hefðu verið töfr-
aðar fram af einhverjum yfirnáttúrlegum krafti.
„Eg vildi óska, að þessi óskiljanlega vera hefði verið
svo góðgjöj-n, að teikna fyrir mig höfuðið á Maríu
mey á myndinni, sem ég á að mála, „Niðurstign-
inguna af krossinum", því það kemur fyrir ekkert,
liversu háfleygar og göfugar hugmyndir ég hef.
Burstinn fæst ekki til að sýna þær á léreftinu."
Um leið og hann sagði þetta, leit hann á mál-
verk sitt, og varð sem þrumulostinn. Lar var þá
komið höfuð af Maríu mey, að eins teiknað, en svo
aðdáanlega svipmikið og tignarlegt, eins og það hefði
ekki verið gert af mannahöndum.
„Iívað er þetta? Ilvað gengur að ykkur?“ var
sagt í ströngum róm: Mendez hrökk saman, leit við
og hneigði sig, en hinir sögðu: „Skoðaðu sjálfur senor
Murillo! og bentu honum á mynd Mendezar.
„Hvers verk er þetta? Hver hefir teiknað þetta
höfuð?“ spurði Murillo ákefðarlega.
„Því anzið þið mér ekki? Jæja, hver svo sem
hefir teiknað þessa mynd, verður fyr eða siðar betri
málari en við allir saman. Dví segið þið ekkert? Ég