Dvöl - 10.01.1901, Blaðsíða 4

Dvöl - 10.01.1901, Blaðsíða 4
2 DYÖL. Sá, sem er gæddur þessu lunderni með sterkum viljakrafti í tilbót (with strength of purpose), ber með sér ómótstæðilegt afl. Afl til að gera gott. Afl til að standa á móti illu. Og afl til að líða og stríða. Þegar Stefán af Coloma féll í hendur vondra mótstöðumanna, spurðu þeit' hann í liáði: „Hvar er nii varnarvirkið þitt?“ „Hérna", svaraði hann djarfmannlega, og lagði hendina á lijartað. Það er einmitt í óhamingjunni að innræti hins frómlynda (upright) skín i allri sinni Ijómadýrð og þogar alt annað bregst, stólar hann upp á sinn góða málsstað (integrity and currage). í þeirri nafnkunnu orustu við Thermopyle veittu 300 Spartverjar óvinahernum svo öfluga mótspyrnu, að þei'r urðu að hverfa frá í 3 daga, þar til þeirsvik- ust að baki þoirra og feldu þá alla við góðan orðstýr. Staðfesta (strength of character) kernur af viJja- krafti og sjáifsafneitun, og þarf sömuleiðis tvent til tilveru sinnar, öflugar tilfinningar og öflugt vald yflir þeim; en á þessu villumst vér oft hrapallega, vér tök- um oft sterkar tilflnningar fyrir sterkan vilja. Pann mann, sem með augnatilliti einu getur hrætt börnin og vinnufólkið, af því hann vill láta lilýða sér í öllu, köllum vór viljasterkann, en sannleikurinn er sá, að hann í raun og veru er þreklaus; það er ástríða hans sem er sterk, en hann sjálfur undir valdi hennar er þreklaus. Þrek mannsins á að virðast eftir þvi hvað öflugar þær geðshræringar eru, sem hann sigrar, cn ekki eftir afli þeirra, sem sigra hann. Af þessu dæmi má sjá, að stilling er mjög oft áreiðanlegasti ávöxtur sannarlegs þreklyndis. Höfum vór aldrei séð mann, sem orðið hefir fyiir særandi smánaryrðum, að eins fölna við, en svara síð- an með fullkominni rósemi? Pað er andlega sterkur maður (spiritually strong). ■ Eða höfum vór aldrei séð angistarþrunginn mann hafa svo mikið vald yfir tilfinningum sínum, að hann hefir staðið uppréttur þrátt fyrir það. Eða höfum vér ekki séð einn og annan bera þungan heimiliskross von- lausan um að honum verði af sér létt, og bera samt sem áður harm sinn í hljóði. Petta er styrkleiki. Eða þann, sem hefir næmt og reiðigjarnt skapferli, þola sárgrætilegustu ertingar og sitja ekki einungis á geði sínu, heldur umbera og fyrirgefa það. Þetta eru sterku mennirnir, þetta eru andlegu hetjurnar (these are the strong men, the spiritual heroes). (Eramli.) þyðing yfir varnarræðu Sókratesar eftir Plato. I. Hvernig yður, þér Aþonuborgarmenn, hafi orðið við ræðu ákærenda minna veit óg ekki, en það vant- aði enda lítið á, að óg sjálfur gleymdi sjálfum mér við ræðu þeirra, svo sæmilega töluðu þeir; eg þó hafa þeir, að kalla má, eigi talað eitt einasta orð satt; on mest gekk eitt yfir mig af því mörgu, sem þeir skrökv- uðu, er þeir sögðu, að þér ættuð að vara yður að þér yrðuð eigi á tálar dregnir af mór, af því ég væri skæður ræðumaður. Að þeir skyldu eigi skammast sín, þar sem ég þegar í verkinu mun reka það ofan í þá aftur, er það sýnir sig, að ég er alls eigi skæður ræðumaður. Þetta þótti mór blygðunarlausast af þeim, nema svo só, að þeir kalli það skæðan ræðu- mann, sem satt segir, þvi ef þér segið þetta, mundi ég kannast við að ég sé ræðumaður, einungis ekki uppá þeirra vísu. Pessir menn hafa nú, sem ég segi, svo gott sem ekkert talað satt, en þér skuiuð hjá mér heyra allan sannleik; og þá reyndar, við Seiv, þér Aþenuborgarmenn, ekki fagurorðaðar ræður eins og þessara mauna, með setningum og nöfnum eða skreyttar ræður heldur inunuð þór heyra af handahófi talað, með þeim nöfnum, sam fyrst verða fyrir; því óg treysti því, að það, sem ég segi, verði satt og rétt og enginn ykkar skal við öðru búast. Það mundi vist heklur eigi skarta vel á mér, góðir rnenn, á þessum aldri, að koma fram fyrir yður sem ungmenni með lystilega íagaða ræðu. Og þess bið ég yður, lengstra orða, þór Aþenuborgarmenn, að ef þér lieyrið mig færa fram vörm mina með sörnu ræðuaðferð, sem óg var vanur að viðhafa á torginu, við víxlaraborðin þar, serrr margir yðar heyr-ðu til og svo annarstaðar, að þér eigi fallið í stafi eðageriðháreystiþesslrlutarvegna. Svo er nofnilega mál með vexti,- að það er nú í fyrsta sinn, sem óg geng upp í rótt, maður, sem er konrinn yfir sjötugt. Ég er þvi alveg framandi fyrir því orðlagi, sem hór tíðkast. Eins og þór nú, ef ég í rauri og veru væri framandi, mundið vorkenna mér, þó ég talaði á þann hátt og nreð þeirri málýsku, sem ég hefi uppalist við, eins beiðist óg nú þess af yður — og að því er mér virðist er það sanngjörn beiðni — að þér lofið ræðuaðferð minni að lialda sér. Hún kann ef til vill að vera betri og ef til vill að vera lakari, en lítið einmitt á þetta og gefið því gætur, hvort það, sem ég segi sé rétt eða eigi, því í þessu er dyggð dómarans fólgin, en ræðumannsins að tala satt. II. Fyrst ber mér þá, Aþenuborgarmenn, að færa fram vörn móti því fyrsta, sem mér að sönnu hefir veríð gefið að sök, og móti hinu siðara og hinum síðari, því margir hafa orðið til þess að sakbera mig við yður og það fyrir löngu og nú þegar um margra ára tíma, og hafa þeir ekkert sagt satt. En hinir, góðu menn, eru hættulegri, sem hafa náð í marga af yður frá því þér voruð börn, og fengið ykkur á sitt mál, og ákært mig meira og það fyrir nokkuð, sem engin hæfa er fyrir. Að Sókrates nokkur sé til, vitur maður, sem rannsakar hið himneska og hefir grensl- ast eftir öllu því, sem er undir jörðunni og sem snýr verri málstað í betri, þessir, þér Aþenuborgarmonn, sem hafa útbreitt þenna orðróm, eru hinir liáskalegustu ákærendur mínir, því þeir sem á þá hlýða, halda að þeir som grenslast eftir þessu, trúi ekki heldur á guð. Þarnæst eru þessir ákærendur margir og hafa þegar ákært mig i langan tíma. Enn fremur hafa þeir talað til yðar á þoim aldri, þegar þór voruð trúgjarnastir, þegar þér nfl. voruð drengir og nokkrir yðar enda stálpaðir yngismenn, og hafa þeir með öllu ákært í auðri sök, þar som enginn var til að halda uppi mál- Vörn. (Pramh.)

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.