Dvöl - 10.01.1901, Blaðsíða 6

Dvöl - 10.01.1901, Blaðsíða 6
4 D Y Ö L . væri stoltur aí að liaía teiknað hana, hún er aðdáan- leg, hvílík blíða, fegurð og fínleiki, eru hór samblönd- uð! — Mendez, minn kæri lærisveinn, hefir þú gert hana ?“ „Nei, heiðraði kennari", svaraði hann auðsjáan- lega hnugginn yfir því, að geta ekki eignað sér hana. „Hefir þú, Isturez, Fernandez eða Cardova gert haná?“ „Nei“, sögðu þeir allir. Murillo varð þá óþolinmóður og sagði: „Hún getur þó ekki hafa gert sig sjálf. Einhver hlýtur að vera lröfundur hennar." „Þetta er ekki í fyrsta skifti, kennari góður, sem óskiljanlegir hlutir hafa skeð hér á vinnustofunni", sagði Cardova, sá ýugsti af lærisveinunum. „Trúið mér til, hér er fult af öndum, sem halda reglu- legar samkomur og leiki á hverri einustu nóttu hórna inni, þar til ljómar af degi.“ „Ég er ekki eins hjátrúarfuilur og Cardova", sagði Fernandes. „En það er dagsatt, að hér koma fyrir óskiljanlegir atburðir." „Og hverjir eru þeir?“ spurði Murillo og hvesti röddina,, en liafði þó ekki augun af hinni fögru mynd. Eins og þér hafið lagt fyrir okkur kennari góður, förum við héðan aldrei fyrri en við höfum sett alla hluti á sinn stað, þurkað málaraborðin, þvegið burst- ana og hagrætt málaragrindunum, en samt sem áður finnum við alla hluti 1 óreglu. Málaraspjöldin ’útötuð með farfa, burstarnir blautir af olíu, og myndirnar okkar úa og grúa af nýjum myndum, máluðum og teiknuðum, en allar bera þær vott um list. í einu horninu er t. d. engiishöfuð, í öðru einliver púka- mynd, eða þá af ákaflega fallegri stúlku, eða gömlum öldungi; en alt er þetta svo aðdáaniega fallegt, að það er engu líkara, en með þessari ótæmanlegu marg- breytni að skora okkar ímyndunarfegurð á hólm, og nú þykir okkur vænt um, að þú hefir nú sjálfur gengið úr skugga um þetta, og ef þessi persóna, sem er að leika sér hór upp á þennan hátt í næturkyrðinni, ert ekki þú sjálfur, hlýtur það að vera einhver andi.“ „Ég mu'ndi íúslega kannast við þetta meistara- verk“, svaraði Murillo. „Það er án als efa, ýmislegt smávegis sjáanlegt á myndinni, sem bendir til, að höfundur hennar hafi numið eitthvað í málaralist, en það hverfur nærri því fyrir þeirri framúrskarandi nátt- úrugáfu, sem hann hlýtur að vera gæddur." „Sebasiian! Sebastian!“ hrópaði hann þá upp. En við skulum bráðum hafa upp á þessum hulda listamanni. Sebastian." Hann vatt sór að creála- dreng 14 ára gömlum, sem kom hlaupandi, þegar hann heyiði raust húsbónda síns. „Hef óg ekki skipað þér að sofa hér inni á næt- urnar“? spurði hann. „Jú, herra minn“, svaraði drengurinn feiminn og hræddur. „Jæja, hefirðu sofið hórna?“ „Já, herra minn." „Gott og vel. Segðu mer þá, hver það var, sem kom inn i vinnustofuna í nótt eða í morgun áður en lærisveinarnir komu? Segðu mér satt um það, eða ég mun leita annara bragða til að þröngva þór til þess. “ Drengurinn var í einhverju- ráðaleysi að hringsnúa húfunni sinni á þumalfingrinum, en svaraði engu.. „Segðu mér þetta.“ „Enginn, svo framarlega sem óg veit, herra minn, “ svaraði Sebastían og skalf áf hræðslu. „Þrællinn þinn!“ aagði Murillo. „Svo sem ég er iifandi maður, hefir enginn annar en ég komið hér inn mór vitanlega,“ sagði Sebastian, féll á hné og fórnaði biðjandi ui>p höndunum. Murillo sagði bistur, „Sebastian! heyrðu nú hvað ég segi, ég hefi ásett mér að komast eftir hver hefir teiknað þetta höfuð, og sömuleiðis hin sem þessir ungu menn hafa sóð á myndaspjöldunum sínum í nokkra undanfarandi morgna, og í nótt skalltu vaka on ekki sofa, og ef þú verður ekki á morgun buinn að komast eftir hver hefir gjört sig sekan í þessu, skal ég láta berja þig 25 högg. Heyrirðu hvað ég segi? og farðu nú að mæla litina þína, og þið, piltar mínir, að mála.“ (Framh.). Að verja pennaskaft með stöfum, Mislitu endarnir sem mynda sporin eru hafðir jafn margir og spoiin í stærsta stafnum eiga að vera mörg, og er best að hafa fyrir sór krosssaumsstafi, þeir pru í röð. festir undir hólkinn fremst á skaftinu, hver endi er hafður þrisvar sinnum eins langur og skaftið, fremst við hólkinn 8- 10 vafningar með öðr- um litum, t. d. svörtum og endinn festur undir hólk- inn og vafið yfir alla munsturþræðina, sem eiga að liggja flatir í röð niður með skaftinu, svo þeir hrugi ekki upp. Setjum svo, að stórt G sé fyrsti staf- urinn, í því eru g. þræðir (spor) og þarf þá jafnmarga anda. Þegar búið er að vefja þótt þessa 8—10 vafn- inga fremst við hólkinn, 9ru 4 þræðir teknír upp, en 3 skildir eftir að ofan og 2 að neðan, þá einusinni eða tvisvar (só tvinninn smár) er vafið þétt um skaftið og yfir alla munsturþræðina nema þessa 4. Þá eru þeir lagðir niður yfir þennan eina vafning og þá vafið aftur einu sinni yfir þá. Dá eru allir þeir sömu 4 teknir aftur upp og einn endi með til hvorrar hliðar, svo nú verða þræðirnir 6 uppi. Dá er vafið uin skaftið og þáy eru allir þræðirnir lagðir niður yfir þennan eina vafning, og þá vafið um skaftið yfir þá. Nú eru 2 stuðlarnir komnir af G, því næst eru 3 þræðir teknir upp, einn ofan við lengri stuðulinn, en hinir 2 neðan við, en allir þeir fyrri eru niðri undir vafningnum, og svona er haldið áfram að taka upp og leggja niður munsturþræðina eftir því hvað sporin eru mörg í stafnum. Á milli hvers stafs eru 6—7 vafningar. í minni stafina þurfa fævri munsturþræði og liggja þá þeir sem umfram eru undir og eru smám- saman kliptir. Síðast, er húnninn vafinn eins og skaft- ið og kappmellað með nál yfir hvern vafning jafnóð- um, helst með munsturlitnum, raðirnar á honum festast þannig saman, að nálin grípur af og til lítið eitt í síðasta vafninginn. Best er að hafa í meðalægi grófann silkitvinna. Blaðið kostar liér á laudi 1 kr. 25 au., erlendis 2 kr., og borgisthelmingurinn fyrir 1. júli en hinn við áramót. Afgrciðsla blaðsins er í nr. 36 á Laugavegi. Útgefanði: Torfhildur í*orsteinsdóttir Holm.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.