Dvöl - 01.03.1902, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.03.1902, Blaðsíða 1
Blaðið kostar hér á landi 1 kr. 25 au. erlendis .2 kr. Helm- ingur borgist fyrir 1. júlí, en hitt við áramót. Afgreiðsla blaösins er á Laugavegi nr. 36. DVÖL. a. ar. IUiYIíJAVlK, MAIIZ 1902. Uppfræðsla (Education). Aframhald af rjreininni „Kraftur viljans“. Lauslega þýtt úr ensku Iðnaðarmenn (Manufacturers) álíta gáfaða, vel uppfrædda aílfræðinga (Mechanics) arðsamari, jafn- vel ]jó þeir fái hærri laun, en hina, sem ekki eru uppfræddir (uneducated) og vér höfum aldrei liitt neinn, sem hafði reynzluna fyrir sér með þvíaðhafa marga menn í vinnu, sem ekki var á sama máli og það er almennt viðurkennt, að peir vinnuveitendur séu heppnastir, sem safna að sér vel uppfræddum ■og duglegum erfiðismönnum. Það útheimtir yfirgripsmikla uppgötvunargáfu að gera sér mögulegt, jafnvel að nokkru leyti, að kunna að meta réttilega það undrunarverða yfirgrip, sem mannlegir hæfileikar geta látið þróast með sér við ]>að að mennta andann. Taugakerfið verður öfl- ugra og starfsamara, snertingin verður tilfinningar- næmari og höndin liðugri. Vér höfum einu sinni kynnt okkur vefnaðarstofu þar sem vinnustúlkurnar voru betur innrættar og menntaðri en almennt gerist og ein var þar á meðal þeirra, sem hafði hlotið á- gætt uppeldi. Jafnvel ]>ó langir handleggir og sterk- ir vöðvar séu kallaðir fyrirtaks yfirburðir á góðum vefara. og ]iú þessi stúlka væri lágvaxin og grönn, vaf hún þó flestar voðirnar og fékk þar af leiðandi hæstu mánaðarlaunin. Vér gætum fyllt margar blað- síður af þess konar dænnnn, sem okkur eru kunn, en þess gerist engin ]>örf, því að þaö hafa iðnaðar- menn fyrir löngu fært sönnur á, að skynsamir vinnu- l>igg,jondur vinni meiri og vandaðri verk en fáí’ræð- ingarnir. En það eru þó ekki einustu hagsmunirnir að verkið er meira og betur gert, en það er miklu sennilegra að sá, sem er menntaður, annist betur hagsmuni vinnuveitandans með því að vinna verkið haganlegar, svo engin efni fari til ónýtis. Það erog sömuleiðis mikið skemmtilegra að hafa í kringum sig skynsama, iðna og rannsóknarfíkna menn heldur en fáfræðinga. Þetta eru nokkurir kostir, sem f'alla í skaut hinna hyggnustu vinnuveitenda, sem fljóta af því, að þeir hafa vel uppfrædda menn í þjónustu sinni, en þaö er ekki mögulegt að sýnaljóslega mismuninn í fljótu bragði, og sé ómögulegt að lýsa honum fyrir vinnu- veitandanum, hversu árangurslaust væri ]>á ekki að lýsa honum fyrir erfiðismanninum sjálfum. Launahækkunin er það minnsta af þvi mikla endurgjaldi, sem leiðir af menntun andans (mental culture) öll tilveran stækkar og upphefst, sjóndeild- arhringurinn víkkar, áhuginn eykst og nærtilmargra hluta, athugunargáfan verður margháttaðri, tilfinn- ingin verður næmari og lífið fullkonmara. Tveir vel uppfræddir enskir ferðamenn sáu ekk- ert í Bandaríkjunum, sem þeir dáðust jafnmikið að, og Lowell, Nashua, Manchester, Lawrence og fleiri NR. 3. verksmiðjuborgum í Nýja Englandi, þeir dáðust að því að verksmiðju stúlkurnar skyldu kunna að leika á píanó og halda uppi á eiginkostnað þarflegum tímaritum (Magazin) og að heimkynni þeirra skyldu vera hrein, ]>ægileg og jafnvel viðhafnarmikil, og að verkmennirnir skyldu vera prúðir, uppfræddir, vel að sér í bóklegum vísindum og alveg ókunnugir vín- nautn og bennar afleiðingum. Að þessu hafa skynsamir og vel menntir ferða- menn dáðst í mörg ár og fundizt það vera hið allra undrunarverðasta, sem fyrir augu þeirra hafi borið í Ameríku. Daníel Webster segir: „Þekkingin (knowledge) inniheldur ekki allt, sem felst í þvi, sem kallað er „góð uppfræðsla“. Það verður að stjórna tilfinningunum, það verður aðhalda geðshræriugunum í skefjum, það verður að afla sér hreinna og gijfugra áforma, ]>að verður að innræta sér djúpar guðrækilegar tilfinningar, og það verður að brýna fyrir sér hreint og göfugt siðferði í sér- hverju ásigkomulagi. Þetta allt saman er fólgið í góðri uppfræðslu (education)“. [Framh.]. Smalastúlkan á Landamæruniim. Eftir Amattu E. Barr. (Framh.). 4. KAPÍTULI. Vilji Drottins. „Ekki sem viljum vér!“ Yerður aá hljómur skær, í trú ef tunga vor talað þau orðin fær. „Ekki sem viljum vér!“ Vel finnst og húmið þá eiga við orðin þau, oss birtan hverfa má. Hvislandi hlýjau róm hugsunin þessi ber hrekur burt harm og raun, hvild færir titt með sér, „Ekki sem viljurn vér!“ Yeginn þvi fyrst gekk sá, er elskaði alla jafnt æfinnar vegferð á. Glaðir þvi göngum fram, groitt sem á sléttri braut fullkomnast öllum á ást hans og sefar þraut. — (L H.) „Ekki sem viljum vér!“ lleleu Huut Juckson. Ekkert mótlæti er ólæknandi nema í ímyndun- inni. Mathias bar sorg sína með ]>olgæði og undir- gefni, því það hjarta, sem setur alla von sína á Guð almáttugan, þarf býsna mikið til að bila. Eiginmann- inurn, konunni, föðurnum, móðirinni og elskhuganum er kippt burtu og hið eiustæða skyldulið, vinir, börn og ættingjar færa sig þéttara sarnan og hinn auði sess er skipaður á ný upp á eiml eða annan hátt. Þetta er gangur lífsins, ]>ótt sorglegur sé. Heim- ilislífið í Harribec fór aftur að komast í samt lag og hver einstaklingur átti sinn þátt í ]>ví. Yorið kom og hjarðbóndinn smalaði fellin, kvíaði ærnar og lömb- in, pældi og sáði akra sína, sem fyr og þegar sum- arið kom, sveiflaði hann orfinu frá hægri til vinstri og sló niður döggvott grasið eins og hann var van- ur. Þegar haustið koin, fór hann fyrstur til upp- skerunnar, en tók engan þátt í drykkjuveizhmni,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.