Dvöl - 01.03.1902, Page 3
D V 0 L.
11
látum. Yfir háa arninum, milli stóru kertastjakanna
var margvíslegt rósaskraut úr allavega litum silki-
borðum í glerumgerðum, ]iað voru heiðursverðlaun,
sem Mathíasi hafði hlotnast á gripasýningunum fyrir
framúrskarandi nautgripi og kindur og fannst honum
mikið um ]>etta vert. Skær kola- og mó-eldur brann
á stóra arninum, á drifthvíta gólíið var breidd mjó
gólfábreiða og á arinhelluna hvítt sauðskinn. Faith
stóð á gólfábreiðunni og söng eina vísu úr einu af
hinum raunalegustu skozku harmakvæðum, meðan
hún steig rokkinn ótt og títt. [Framhi.].
Einkennilegt atvik.
(Þýtt úr ensku).
Páll Urban sat beint á inóti Mörtu Ambary og
hafði stöðugt augun á henni, en hún hallaði sér
aftur á bak í legubekkinn, sem sökum lögunarinnar
var kallaður „legubekkur Önnu drottningar“; Mörtu
féll illa við hann. Hún átti um jiessar mundir
heima á veitingahúsi, en var nýkomin frá Indlandi,
]'ar sem hún hafði vanizt miklu mýkri og öðru vísi
löguðum legubekkjum. Páll sagði við sjálfan sig:
„Hún er töfrandi fögur — of fögur til að giftast;
þar að auki ef einhver ætti hana, þá yrði hann að
deyja heiminum, ef ]iessi fagra mær er lík systrum
sínum. Svo er nú líka pað herjans ákvæði, að hun
er andatrúarkona, eða hvað sem það nú er kallað;
hún er einlægt að tala um eitthvert segulafl, sem
þrengi sér í gegnum allt, eða með öðrurn orðum:
hún vill sjá í gegnum holt og hæðir og heldur að
hún geti það. En ef hún giftist, þá hættir hún við
alla þá vitleysu; þá fer hún að hugsa um að festa
hnappa í skyrturnar mínar og sjá um að kragarnir
og léreftsdótið mitt sé í reglu; hún mun draga huga
sinn frá þess kyns rugli“. Meðan á þessum. hug-
leiðingum stóð, þögðu þau bæði, þar iil Marta rauf
þögnina ineð þessum orðum:
„Eg hýð cent í það, sem þér eruð að hugsa
um, herra Urban“.
„Segið þér tvö cent, fröken Ambary“.
„Eg samþykki það“, svaraði Marta og klappaði
saman Iófunum, eins og gert er í Austurlöndum, til
að kalla á þjónana. Undir eins kom stúlka inn.
„Færðu mér fljótt 2 cent“, sagði fröken A’mbary.
Centin komu og voru lögð í lófa Páls og Marta
sagði: „Segið þér mér nú leyndarmálið“.
Páll stakk centunum í pyngju sína og sagði:
„Mig hefir oft langað til að giftast stúlku, sem er
lík yður“.
„Hvers vegna farið þér þá ekki að gera það?“
spurði hún dræmt.
„Þér takið allt í gamni“, svaraði hann.
„Hvað kallið þér gaman?“ spurði hún með
geðshræringu spratt upp . úr legubekknum og sléttaði
úr hrukkunum, sem eitt hornið á legubekknum hafði
sett á kjólinn hennar.
„Eg á við það, að mér er ekkert gaman í sinni;
ég elska yður“, sagði Páll nokkuð ákafur. „Viljið
þér eiga mig? Viljið þér verða konan mín?“
Marta Ambary hvessti á hann augun, eins og
henni kæini þetta á óvart. „Er þetta alvara yðar?“
spurði hún.
„Svo vissulega er það alvara mín, sem ég er
heiðarlegur maður, eða hvað yður þóknast að kalla
það“.
„Farið þér ])á burtu núna, en komið aftur á
morgun i sama mund“, sagði hún stuttaralega, veif-
aði til hans hendinni í kveðjuskyni og fór út.
Þegar hún var orðin einsömul, fór hún að
liugsa um hagi sína. Hún var einmana í heiminum,
því faðir hennar dó á Indlandi, og hún liafði erft
talsverða fjármuni eftir liann og var orðin myndug.
Það getur skeð, hugsaði hún, að þessi Páll Urban
viti að ég er rík og ætli sér að ná í reiturnar. En
])á datt henni í hug, að hún hefði svo oft óskað
eftir að vera svo innilega sameinuð einhverjum, að
hún gæti vitað, hvort það \ræri satt, að segulatl það,
sem merin væru gæddir, verkaði þannig í sameiningu,
að tvær verur, sem ynnust hugástum, gætu verið
samvitandi um hagi liinnar, þó hún væri fjarverandi,
og gæti fengið vitneskju um, ef hin væri í hættu
stödd. Hún rifjaði nú upp fyrir sér mörg dæmi,
þar sem mæður, feður, eiginkonur og eiginmenn
höfðu séð á næturþeli mynd þeirra, sem þeir elsk-
uðu, þegar þeir voru að drukkna, hefðu verið skotn-
ir, orðið innkulsa eða orðið fyrir einhverjum voða-
áföllum. Þá sagði hún við sjálfa sig : „Ég get að
eins náð þessurh segulstraum á vald mitt gegnum
manninn minn, því ég á eriga ættingja. Veri það
þá svo. Ég skal eiga hann; hann má gjarnan fá
peningana rnína, ef ég get fylgt honum andlega og
sannfært mig um, hvort þetta afl er til eða ekki“.
Svo fór hún að hátta og sofnaði vært.
Daginn eftir fékk Páll Úrban skrautritaðan, ilm-
andi miða með þessum orðum á: „Ég skal verða
konan yðar“.
Þau giftust skömmu síðar viðhafnarlaust, því
eins og sagt hefir verið, var Marta einstæðingur og
Páll Úrban, sem var ungur uppgangsmaður, skifti
sér ekkert af skyldfólki sínu, sem stóð rniklu lægra
en hann í mannfélaginu. Hveitibrauðsdagarnir liðu
íljótt í gleði og ánægju, þau voru einlægt saman og
unga frúin hafði aldrei fengið tækifæri til að reyna
segulatlsstraumana. Um sjðir sagði Páll við hana
einn eftirmiðdag: „Elskan mín ! Ég verð að vaka
í nótt hjá sjúkum vini mínum ; þú skalt því ekki
vaka eftir mér“.
„Það er gott, ástin mín“, sagði hún. „En
komdu eins íljótt og þú getur, því þú veizt livað
mikið ég sakna þín“.
Páll kyssti hana innilega og fór, en hún settist
við gluggann og hálfnagaði sig í handarbökin fyrir
að hún var fegin að hann fór þetta, því nú ætlaði
hún að knýja anda sinn á eftir honum og heita á
öll gegnþrengjandi segulötl til að hjálpa sér til að
vita, hvað hann hefðist að um nóttina.
Snemma um morguninn kom Páll tryllingslegur
og þreyttur. Dyrnar á svefnherberginu þeirra voru
ólæstar, en hann veitti því litla eftirtekt, því hann
hélt, að konan sin hefði verið yfirkomin af svefni og
hefði gleymt að læsa þeim. Þegar hann kom nær,
sá liann að hún sat uppi í rúminu og hórfði á hann
með daufu augnatilliti.