Dvöl - 01.03.1902, Page 4

Dvöl - 01.03.1902, Page 4
12 D V Ö L. „Ástin mín!“ hrópaði hann, gekk til hennar og faðniaði hana að sér. „Hvað gengur að þér?“ „Segðu mér, Páll, hvar hefir ]ni verið í nótt ?“ spurði hún með svefnóra. „Eg sagði þér það í gærkveldi11, svaraði hann nokkuð vandræðalegur. „Það hefir nokkuð skrítið borið fvrir mig í nótt“, sagði hún. „Ég lá hér í rúminu með eins opin augun og núna og — Páll, fvrirgefðu mér, ég var að reyna að fylgja þér með segulstraumsafli þangað sem þú fórst — þegar ég alt í einu sá þrjá menn standa saman með vínglös í höndunum. Eg vissi ekki hverjir ]jað voru, ]>ví andlitin á þeim líktust þeim, sem vér sjáum í draumsjónum; það er að segja, þeir höfðu andlit, en ég gat ekki séð nokkurn svip á þeim, og mér sýndist þeir vera að hlæja og tala sín á milli“. „Hvaða herjans vitleysu ertu að segja, Marta!“ hrópaði Páll og varð óstyrkur, ]iví sjónin liafði verið helzt til sönn; það var einmitt sá félagsskapur, sem hann hafði verið í. „Og“, hélt hún áfram, „mér heyrðist einn af þeim vera að tala um heimilið sitt og um morgun- daginn, og mér fannst ég finna, þó ógreinilega, slæma vinlykt, og meira man ég ekki“. „Þetta er fágætt!“ hrópaði hann og fór að ganga um gólfið. „Mér finnst sjálfri þetta vera l'urðu einkennilegt. En segðu mér nú, Páll minn, hvort sjónin er sönn“. Páll, sem fór að hvetja sporin um gólfið, rak sig á fatadragkistuna. Skúffurnar voru opnar og fötin lágu á víð og dreif. Hann hljóp þá að rúminu og hrópaði : „Marta! Sagðist þú ekki hafa þekkt neinn, sem þú sást í draumnum ?“ „Nei, ástin mín; ég gat ekki greint svipinn. En því spyr þn að þessu ?“ „Allt, sem ég get sagt þér um þetta, er það“, sagði Páll, „að þínir rafmagnsstraumar, eða hvað þú kallar ]iað, eru ramvitlausir. Við höfum verið rænd af þjófum, sem hafa haft grlrnur, og þeir hafa klóróformerað þig“. Gullleðurverk (Gyldenlæcíerarbeide). [Niðrl.] Þegar búið er að bera póliturinn á, er gullgruan- urinn, svo nefndur, borinn á og verður hann að vera hreyfinga laus í 12 tíma, hvorki meira eða minna, því ]>að ríður á að hann sé mátulega þurr. Þá eru gullblöðin — ])au fást hjá bókbindurum — sett yfir allan uppdráttinn og nuddað svo hægt með baðm- ullar vindli í kringum bann, svo ekkert annað verði eftir af gullinu, nema það sem er á uppdrættinum, því að ekki má bera gullgrunninn á (Guld Grund) annað en uppdráttinn. Þegar þetta er búið er gull- fernisinn (Guld Fernis) borinná allt og látinn þorna. Að því búnu er farið að mála ofan í uppdráttinn með ýmsum litbreytingum, en allvíða grillir í gullið sjálft og sumstaðar er ]iað bert. Til þess má bafa oh'uliti, eins og við Chrómó-málverk, en þeir ])orna miklu seinna, en eiginlega fylgja ]iessu verki sérstak- ir farfar (Gyldenleder Farver), sem er fljótandi efni. Þegar þetta er orðið þurt, þá er borinn fernis (Rus- sisk Strygelak) á allt verkiö og er ]iað þá búið. Þetta er i ráuninni mjög vandalítið, en fallegt og varanlegt verk, að öðruleyti en því, að gullið fölnar með aldrinum. Það fæst ekki orðið ekta, en þau gullleðurverk, sem enn þá eru til frá fyrri timum og orðin nokkur hundruð ára eru tiltölulega lítið skenund, því að gullblöðin hafa þá fengist ekta. Þetta er slétt gullleðurverk, en svo er annað upphleypt, sem ekki er þeim mun fallegra, sem það er miklum mun vandameira. Allir farfar, sem ]iessu málverki fylgja, eru nokkuð dýrir, en ég get ekki nákvæmlega tiltekið, hvað hver þeirra kostar, en naumlega mun verða komist af með ódýrri efni en 10 kr. virði að leðrinu meðtöldu. í Danmörku búa margir til myndaramma og fleira með þessu verki, en mála og gylla það ekki, heldur bera að eins á það „Russisk Strygelak“ og verður það þá mjög ódýrt. Hentuga og fállega kommóðu og fortópíanó dúka og fleira, sérstaklega hentuga á veturna má búa til úr fallegu, þykku rósa- lérefti, eins og haft er í gluggatjöld, dökkleitu eða Ijósleitu (Möbel Sirts) og sauma í kringum hverja rós hnetuvír. Smávegis Olíudúkar geta litið út eins og nýir ef þeir eru þvegnir einu sinni í hverjum mánuði upp úr mjólkur- hlöndu — jaín miklu af undanrennu og vatni — svo skal nudda þá einu sinni á hverjum 3 mánuðum upp úr línolíu, nefnilega láta nokkra dropa at henni drjúpa á dúkinn og nudda hana vel inn í hann og fága hann á eftir með gömlum silkiklút, með þessari aðferð geta þeir haldið sér í mörg ár. Til að ná riðblettum af líni, skal bera á blettina sítrónuvökva og salt, þetta skal gera t.visvar sinn- um ef þess þarf, breið línið svo á móti sólu og þeg- ar það er orðið þurt, þá skal þvo ]>að úr köldu vatni. Þessa aðferð má einungis liafa við hvítt lín, því vökv- inn tekur litrósir af eins og bletti. Til þess að ná línsterkju af járni er bezt að binda gult vax innan í grófa hreina tusku, svo þeg- ar járnið er nærri ]>ví mátulega heitt lil að brúkast verður að nudda það fljótt með vaxrýjunni og svo með grófari hreinni rýju. Ágætt meðal við hárroti, er að tína lyfjagrös í maímánuði, og sjóða í hæfilega miklu vatni, sía svo löginn frá og hella honum heitum á flösku og binda vel yfir hana, svo loftið kornist ekki að. Kaupendur Dvalar eru beðnir að gera útgefanda aðvart, ef blöðin koma ekki til skifa. Útgefaadi: Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm. Félagsprentsmibjan.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.