Dvöl - 01.06.1903, Side 3

Dvöl - 01.06.1903, Side 3
D V 0 L. 23 heirnilið er að öðru leyti. Var heiniilið Jóni Raleigh að eins nafnið tómt. Hann sat allan liðlangan daginn við skrifborðið, en þegar kvölda tók gekk liann annaðhvort á fund vísindamanna í samkundu- liúsi þeirra eða hafði nokkra vini sína heima hjá sér, sem voru gamlir piparsveinar eins og hann, en þeir liurfu honum smátt og smátt svo um síðir urðu sár- fáir eftir af þeim, sem liann haíði gaman af. Nátt- úrlega stóð hin mikla tízkutrúa veröldinni opin fyrir honum og mörg hundruð af skrauthýsum sömuleiðis, hverra íbúar sóttust eftir félagsskap hans, en hann fann enga ánægju í því og hélt áfram að lifa ein- mana eins og þeir, sem „vefja utan um hjarta sitt svo það springi ekki, halda augum sínum frá að fella tár, og verja ennið fyrir höfuðverk, og þræða svo alfaraveginn einsamlir"'. Hann var magur, hár og grannur, og herðalot- inn, eins og þeir eru oít, sem sitja mikið við skriftir og gráhærða höfuðið honum á laut jafnan niður þegar hann gekk, eri allir fylgdu þó ferðum hans með aðdáun, af því hann var sprenglærður, auðug- ur og í hárri stöðu. En hann veitti því engu athygli og kærði sig ekkert um virðingarmerki þau, sem hon- um voru sýnd. Saga þessi mun sýna hversu hjarta hans var laust við að hugsa á veraldlegan hátt, og heimurinn dró stundum dár að því. Þetta umtalaða kvöld gekk hann í hægðum sínum inn í lystigarðinn, og tók sér sæti í afskekktuin krók og hafði stórt tré að baki sér. Þá heyrði hann rifrildi í svo háum og hvellum málróm, að honum fannst það smjúga í gegnum hverja smátaug. Hann leit við og sá unga konu með tvær litlar stúlkur við lilið sér, allar voru þær mjög ríkmannlega klæddar og eftir nýjustu tízku Bak við þær stóð hávaxin, ung stúlka, náfftl eins og marmaralíkneski af Júnó, hún bar rólegt yfirlit, augu hennar voru grá en nú leiftraði reiði og fyrirlitning- areldur út úr þeim, hún hafði hár brúnt og mikið, sem var sett vel upp undir hvítan gamaldags strá- hatt. Hún var viðhafnarlaust klædd, til þess að segja ekki fátæklega, og líktist landflótta prinsessu, þar sem luin stóð fftl og þegjandi með bók í litlu, beru hend- inni sinni. „Eg hef þolað ósvífni yðar helzt til lengi og eg ætla mér ekki að gera það lengur11, hvein í ungu konunni, án þess að hirða um að hún var á almennum stað. „Þér eruð handónýt Grace Forester! Eg fékk yður fyrir barnfóstru og kennslukonu og hef þannig haldið yður í heila 6 mánuði og þér haf- ið ekki gert annað en að koma hörnunum í vand- ræði. Aðeins núna á meðan þér voruð að lesa þessa hégiljubók, sem þér haldið á, var nærri því búið að keyra yfir báða iitlu englana mina. Komdu Flossie! komdu Dóra! Við skulum halda heim, en hvað yður snertir, ungfrú Grace Forester, þá inegið þér fara livert á land, sem þér viljið. Þér skuluð aldrei fram- ar færa óánægju inn í mitt hús. Sækið þér að eins koffortið yðar, því það er ómögulegt að bera nokk- urt traust til yðar“. „En frú Green!11 og myndaslyttulika andlitið lýsti ótta og skelfingu. „Eg er ókunnug i þessari risavöxnu borg. Þér ætlið þó ekki að reka mig í hurtu svo eg deyi úr hungri? Eg þekki hér engan lifandi mann, og þér tælduð mig frá rólegu sveita- heimili til þess að passa börnin yðar og síðan er fólkið farið sem eg var hjá, og eg veit ekki hvert, Eg er munaðarleysingi, sem á ekki eitt einasta skyld- menni á lífi, og ef þér rekið mig í burtu, hvert á eg að lialda? Hvað á eg að gera af mér?“ „Það kem- ur mér ekkerl við“ svaraði hin harðhjartaða kona kuldalega. „Farið þér á einhverja menntastofnun og sækið þar um að verða þjónustustúlka. Án alls efa getiö þér einhverslaðar fengið vinnu en hvað mig á- hrærir þá hef eg ráðið við mig að láta yður fara því það er ómögulegt að treysta vður, og þar að auki hefur bróður minn sýnt sig líklegan til að fara að elska yður og það er meiri svívirða en svo að eg geti þolað að hann fari að innlima yður í okkar ætt“. „Hættið þér og segið ekki íleira11 sagði hún um leið og þóttasvipur flaug yfir fftla andlitið hennar. „Trúið mér, eg vil ekki giftast inn í ættbálk, sem samanstendur af eins illa uppölduín ^ meðlimum og þér eruð! Frú Green. Eg býð yður því góða nótt! Eg er einmana en Guð mun ekki yfirgefa nfig fyrir það!“ Um leið og hún sagði þetla gekk hún hrygg ög skjálf- andi í burtu frá henni. Jón Raleigh hafði heyrt hvert einasta orð til þeirra og þegar stúlkan var farin gat hann ómögu- lega að sér gert að standa ekki upp og fara á eftir henni; hann mætti henni á afskekktum stað ogsagði nokkuð afkáralega: „Fyrirgefið ungfrú, en eg heyrði hvert orð af því sem konan þarna sagði við yður. Fyrirgefið mér að eg ætla að tala við yður; eg er gamall maðúr, en þér eruð aðeins barn að aldri. Lofið þér mér að hjálpa yður, þér megið ekki fara einmana út í heiminn — unglingur eins og þér er- uð“. Hún stóð frammi fyrir honum þarna með aug- un full af tárum og virti ellilega og vinalega andlitið á honum fyrir sér. „Þér eruð mjög góðhjartaður herra rninn11, svaraði hún, „Eg á nú ekkert heimili fram- ar. Faðir minn var Rikkliarður Forester, sem var kaupmaður í Albany, hann varð gjaldþrota og skildi inig eftir bláfátæka og einmana, þegar hann dó fyrir tveimur árum“. „Rikkharður Forester! Hvað er að heyra þetta? Eg þekkti hann vel, hann var einn af fornvinum mínum. Eg er Jón Raleigh11. Roði færð st í fölu kinnarnar á henni þegar hún heyrði þetta og hún rétti fram bókina, sem hún var með, hann leit á hana og hnykkti við, því þá bók hafði hann samið, óg það var í fyrsta sinni í lífi hans sem hann fann til ánægju yfir heppni sinni. „Já, eg er hinn sami Jón Raleigh11 sagði hann „þakka yð- ur fyrir, góðin mín, að þér veitið verkum mínum at- hygli. En löngun yðar til að lesa bókina hefur gert yður heimilislausa. Þess vegna, ungfrú Forester, skuluð þér koma heim með mér. Gamla ráðskonan mín mun sjá um yður í nótt. Á morgun11.------------— Hér þagnaði hann allt í einu og gömlu góðgjarnlegu augun hans störðu nákvæmlega á hið fagra niður- lúta andlit fyrir framan hann — „Við skulum sjá til“, sagði hann. Grace gekk heim með honum eins og auðsveipt barn, því það var ómögulegt að efa eða tortryggja Jón Raleigh. Þegar hún horfði inn í augu hans treysti hún honum, heiðraði, og bar djúpa lotningu fyrir honum. Morguninn eftir spurði hann Grace Forester, hvort hún vildi ekki verða konan sín. Auð- vitað nefndi hann ekki ást á nafn. Hún varð fyrst

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.