Dvöl - 01.12.1905, Page 1

Dvöl - 01.12.1905, Page 1
D V Ö L. 5. ÁU. ItEYKJAYÍK, DESEMBER 1005. NR. 12. SöKUM þess, að í Dvöl hefur birst varnarræða eftir Sókrates, þá er tilhlýðilegt, að setja í hana mynd af honum, — hann var kallaður mjög ófríður maður, — og stutta æfilýsingu, þó hún sé tiltölulega fáorð, þar sem um jafnmikinn speking er að ræða. Útg. Mynd þessi er af Sókratesi, hinum heimsfræga gríska spekingi, og verður hér minnst með nokkrum orðum á hann og kenningu hans; er það að miklu leyti tekið úr ritgerð eftir konferensráð Magnús Step- hensen í Viðey. Sókrates var fæddur í þorpinu Alopeki hjá Aþenuborg árið 470 fyrir Krist. Faðir hans var myndhöggvari, en móðir hans yfirsetukona. Eftir að hann hafði numið hina almennu menntun í söngfræði og leik- fimi lítur helzt út fyrir, hann hafi nokkuð lengi að myndhöggvaraiðn eins faðir hans, og hann bjó til þokkagyðjurnar, sem voru iátn- ar standa í Aþenuborgarkastala og hefir því orðið að lifa af handafla sínum. Ríkur maður þar í borginni, sem Kríton hét, veitti gáfum hans eftirtekt og tók liann fyr- ir barnakennara og við það hætti hann að erfiða. Hann var vel heima í heim. speki, náttúrufræði, málsnilld, stjörnufræði o. fl. Þeg- ar hann var 40 ára byrjaði hann að kenna, og þó hann væri fátækur sló hann slöku við lífsnauðsynjar sínar, en eyddi öllum deginum á sölutorginu, opin- berum skemmtigöngum eða í yfirskólunum, þar sem hann gat hitt unga menn og talað við þá. Hann vildi ekki vera kennari neins, en fullviss- aði menn um, að hann sjálfur kynni ekkert, en hann hagaði samræðunni þannig, að sá, sem hann talaði við fór að sjá, að það, sem hann áður hélt vera rétt og satt var það ekki í raun og veru. Þessari kennslu- aðferð hélt hann áfram nálægt 30 ár. Hann tók engan þátt í hinum almennu málum, meðfram af því að hann sá, að ótímabær fastheldni við það góða og rétta mundi undir þeim kringumstæðum, sem þá voru, verða einungis til falls. Tvisvar sinnum á lýðveldistímanum meðan hin- ir 30 harðstjórar réðu kom hans siðferðislega sér- lyndi honum í lífsháska. Hann bar mjög mikla virð- ingu fyrir löguin ríkisins og hinni opinberu guðs- dýrkun, en þegar hann sýndi fram á, hvað nauðsyn- legt það væri að hafa frjálsa og sjálfstæða sannfær- andi þekkingu og lagði áherzlu á, að það væri svo erfitt að vita nokkuð. Sökum þess héldu Aþenu- borgarmenn, að hann spillti ungdómnum með því að veikja hjá þeim trúna á Guði ríkisins og lokkaði hann frá siðferði því, sem forfeðurnir höfðu fylgt. Með þetta fyrir augum fengu óvildarmenn Sókrates- ar Aristophanes, gáfað en illa innrætt skáld, að semja gleðileik honum til háðungar, kallað „Skýin", og það lítur út fyrir, að Aþenuhorgarmenn hafi haft sömu skoðun á honum. Sophistar svonefndir, sem leiða áttu til sannrar dyggðar breyttu kenningum sínum eftir hinu spillta dagfari lýðsins, almúgans og þeirra, sem hátt stóðu og kenndu: „Að réttur bæri einungis þeim voldugri, allar athafnir væru ósaknæmar, mannleg farsæld sé fólgin í, að skapa sér sem flestar fýsnir og þarfir og að fullnægja þeim, heiður og hófsemi væru að eins skyldur fyrir fávísa og gagn- stæðar mannlegri farsæld“, eink- um iðkuðu þessir vitringar þá mennt, að flækja allt svo í skarpvitrum en rangsnúnum for- tölum, að hið ranga sýndist vera satt, vont málefni gott, snúa út úr og umsnúa svo öllu einkutn við málasóknir, laganna orðum, að einungis ranglæti og ódyggð yrðu metin sem réttur og skylda. Þetta rann Sókra- tesi, sem sönnum vitringi og dyggðugum manni til rifja. Hann umgekkst iðuglega allar stéttir með glaðværð, hógværð og góðsemd til þess að kynna sér og kom- ast að almenningsbrestum og þörfum, og réð því af, að offra æfi sinni til að innræta mönnum dyggð og skyldurækt, virðingu .fyrir lögunum og þeirri æðstu veru, og um dýrkun^hennar og manna ákvörðun og skyldur hafði hann myndað sér, vissari og háleitari skoðanir og hugmyndakerfi en nokkur heiðinn spek- ingur fyr eða síðar. Hann kenndi : Að hin æðsta vera eða Guð, enda þótt ósýnilegur væri, sæist glöggt í verkum hans, sem undir eins vitnuðu um hans tilveru, hans vísdóm og góðgjörnu forsjón. „Hyggið að", sagði hann eitt sinn við menn nokkra, er hann átti tal við, „ykkar eigin sál stjórn- ar ykkar líkama að vild sinni, og það má sanna ykkur, að sú æðsta skynjandi vera yfir öllu sköpuðu ræður eins að vild sinni öllum hlutum. Fáið þið í- myndað ykkur fyrst ykkar augu fá aðgreint fjarlæga hluti, að Guðs auga megni ekki í sama vetfangi að yfirlíta allt? Eða fyrst ykkar sál yfirvegar ástand og athafnir í ýmislegum löndum, að Guðs vísdómur megni ekki allt í einu að grandskoða allt, sem skeð- ur í öllu sköpuðu? Sú er náttúra guðdómsins, að

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.