Dvöl - 01.12.1905, Side 4

Dvöl - 01.12.1905, Side 4
48 DV0L. „Já, einmitt áhrærandi hann og höfðingjana úti á „Mars Reising" og upphlaupinu 1716. Það mun verða erfitt að færa nokkra vörn á móti því“. „Én það er nú ekki verið að biðja neinn um að hjálpa Jakobi kongi, en Karli prinzi elzta syni hans, og í 30 ár getur margt fallið í gleymsku. Og þegar allt kemur til alls, lafði Gordon, þá getur sá, sem er konungur ekki hafst neitt ranglæti að, því hann hefir svo háan rétt og víðtækt vald", sagði Hektor. „Hatrið og fyrirlitningin, semjakob kongur kom inn hjá almenningi fyrir 30 árum er ekki enn þá gleymt. Ég er ekkert illgjörn í mér að eðlisfari, en samt er gremja mín og óánægja söm og jöfn þann dag í dag, eins og þann dag, sem maðurinn irtinn leitaði fylgsnanna með Sheriffmuir. Og Mac Dónald minn: Konungurinn getur gjört rangt alveg eins og aðrir menn. Frá því augnabliki, að hann lenti við Skotland varð sérhver manneskja dauðhrædd við hann. Lávarður Gordon var í herbúðunum við Perth, þegar kongurinn kom þangað 6. janúar 1716, en undir eins og menn litu hann augum hvarf öll lotn- ingin fyrir Stúörtunum. Mundu að Hálendingar trúa ekki á hinn guðlega rétt konunganna, og þeir hafa æfinlega krafist þess, að veldinu fylgdi karlmennska, viturleiki og hug- rekki. Fornsögur þeirra úa og grúa af þeim dæm- um, að lítilfjörlegir stjórnendur hafa verið endurreist- ir af einhverjutn karlmannslunduðum, hugrökkum ætt- ingja eða sambandsmanni, sem gat snúið vopnunum í þeirra óstyrku höndum til sóma og sigurs. En þegar Jakob kongur kom fram fyrir þessa skozku smáfursta, þá hafði hann þau áhrif á þá, að þeir urðu blátt áfram huglausir, og ætluðu ekki að trúa sjálfum sér, að hann væri afkomandi hinna hraustu Stúarta, og þeir gengu jafnvel svo vítt, að þeir spurðu hver annan um, hvert þessi mynd af konungi kynni að tala eða hreyfa sig“. „Þú ferð ómjúkum orðum um Jakob konung átt- unda, Athól systir", varð Hrafni að orði. „Var hann þá í raun og veru svona mikið vesalmennif" „Já, víst var hann það. Hann hafði líkama, sem var veikbyggður og hrörlegur, og sem svall og óhóflegur lifnaður gjörði sitt til að eyðileggja. Hann hafði fjörlaus, letileg augu, gulgráar kinnar, veiklu- legt bros og var seinfara mjög í öllum hreyfingum sínum, en hann var eins dramblátur og harðstjórn- arlegur og hann hefði verið viðurkenndur konungur með takmarkalausu veldi. Hann svaraði ölluin há- um og lágum með stuttum, kuldalegum orðum, eins og hann væri svo viss um valdsumboð sitt, að öll mjúkmæli auðvirðilegu þegnanna hans væiu honum andstyggileg. Hann safnaði kringum sig hinu við- hafnarmesta skrauti og hirðsiða tízku, og hinar mörgu miðdagsveizlur hans öfluðu honum megnustu fyrir- litningar hjá þeim, sem sáu hvað gagnslaus hann var, þegar til stórræða kom“. „En ég hef aldrei heyrt nokkurn mann efast um, að hann væri hugrakkur lafði Gordon", sagði Hektor. „Þú varst þá ekki fæddur í heim þenuan, Hektor, og menn sárskömmuðust sín fyrir alla þá svívirðingu, sem kongurinn gjörði þeim. Eg átti þá heima á miðjum ófriðarstöðvunum, því ég var í Perth allan mánuðinn, sem ógæfan dundi mest yfir. Ég man eftir þeim degi, þegar þessi konunglegi „Jakob“ var yfirtalaður til að ganga á ráðstefnuna stríðinu við- komandi, og lávarður Gordon sagði mer á eftir, að kongurinn hefði verið svo hræddur við viðbúnaðinn undir það, að allir flokksforingjar Hálendinga örvæntu sér sigurs og fengu fyrirlitningu á honum. Lávarð- ur Gordon — maðurinn minn — vildi þá samstund- is senda flokkinn sinn heim aftur, sömuleiðis fór Már og fleiri höfðingjar að tala um að hörfa undan, eins og það væri. það bráðnauðsynlegasta, svo kon- ungurinn lenti ekki í neinni hættu. Þó lá nærri því við, að stríðið byrjaði í sjálfum herbúðunum á milli þeirra sjálfra, því hermennirnir kröfðust að fá að vita, hversvegna þeir hefðu verið kallaðir til Perth, og hvert þeim væri ætlað að berjast eins og hugrökk- um mönnum sómdi eða að leggja á flótta eins og bleyður. Hvert konungurinn hefði komið til þess að fylgja þeim í stríð eða til þess að sjá hvað margir af undirsátum sínum mundu vera hentugir til að verða herbergjasveinar hans. Hinn ógeðslegi lávarður af Glenbucket stakk upp á við lifvörðinn, að setja konginn í miðjan her- inn og svo skyldu allir berjast í kringum hann þang- að ti! þeir féllu allir í valinn. — Það var hótunar yrði, sem kom hinu konunglega hjarta til að skjálfa af ótta. Þeir sem vildu berjast og þeir sem vildu hörfa frá urðu opinberir féndur, og efablendni og hugleysi breiddist út í herbúðunum eins og landfar- sótt. Kongurinn kom til hersins 16. janúar, en 30. sama mánaðar fóru þeir að flýja og völdu miðnæt- urskeiðið til þess að forða sér. Þú hefir sjálfsagt heyrt hversu Hálendingarnir hurfu inn á milli fjall- anna þegjandi og sorgbitnir. Mars-hermennirnir hörfuðu undan til dalanna sinna svo skifti hundruðum. Lávarður Gordon sendi sinn flokk heim aftur, en hann fór sjálfur yfir „Caithness", og svo þaðan til Orkneyja og þar hitti hann franskt skip, sem ætlaði til Svíaríkis, og þar dvaldi hann í sjö ár samfleytt, þegar ég gekk í það að útvega honum fyrirgefningar, og það voru fleiri konur en ég, sem urðu að gjöra það. Heldurðu nú að svona löguð atvik gleymist svo skjótt f“ „En hafði kongurinn samt ekki einhverja góða hæfileika, lafði Gordonf" spurði Hektor. „Jú, hann hafði einn fast ákveðinn hæfileika — hina megnustu þröngsýni og trúhræsni í einu ogöllu", bætti hún við. Hann var hvorki Cæsar eða Nullus, hvorki maður eða mús, hvorki hermaður né sjómað- ur og ekki heldur kardínáli, og hann hafði hvorki heila né hugrekki, en hann var skapaður í manns- mynd og að eins lifandi. Og. svo er ég búin að lýsa honum nægilega vel. Hann var fluttur til Skotlands til að stríða og til að stjórna góðum og völdutn hermönnum og til að sigra, en hann fór í felur, vældi, másaði og hróp- aði, og þegar hann fann lyktir.a af púðrinu og fór að dreytna um stríð, þá flúði hann um miðja nótt. Og sé Karl prinz nokkuð Hkur föður sínum, þá vilj- um við ekkert með hann hafa og enga hans líka. Og ég er reiðubúin að taka mér ferð á hendur frá Hebrideseyjunum og til Shetlands einungis til þess

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.