Dvöl - 01.08.1906, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.08.1906, Blaðsíða 1
D V Ö L. 6. lH. REYKJAVÍK, ÁGÚST 1906. NR. 8. Háttsemi. Viðmót (Manners). Áfrainhald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. Dr. Iiall segir: »Málfæri mannsins segir til hver hann er. Hinn hégómagjarni hefir æiin- lega skrílsleg orðatiltæki á reiðum höndum;hinn dónalegi og illa uppaldi brúkar mest liðlega hin lítilsvirðandi lýsingarorð; þau eiga þó sérstaklega heima hjá lygurum, þorpurum og fjárglæfra- mönnum; hinir þar á móti, sem eru vel upp- aldir, menntaðir og kurteisir tala hægt, rólega og vingjarnlega við alla; sérhvert orð er sagt með rósemi jafnvel þó um þungbær málefni sé að ræða. Sé þeim gerð skapraun, þá er þeirra alvarlegasta ásökun fólgin í djúpri þögn, og æf- inlega lialda þeir sjálfsvirðingu sinni«. Viðmótið er skrautmynd athafnanna, og það er æíinlega vegur til að segja vinalegt orð eða gera eitthvað góðgirnislegt, sem svo mjög varp- ar töfraljóma sínum yfir gildi þess. það sem lítur út fyrir að vera gert afnauð- ung eða eins og' maður lítillækki sig með því, getur naumlega verið móttekið með þakklæti. Samt sem áður eru til þeir menn, sem eru stoltir af ó|3}7ðleika sínum, og þó þeir geti bæði átt dyggðir og hæfileika til, þá er viðmóti þeirra oft svo hátlað, að þess gætir ekki. Það er erfitt að liafa velþóknun á þeim manni, sem þó hann rjúki ekki upp í hárið á þér særir samt sóma- íilfinningu þína að jafnaði, og er stollur af að segja eitthvað óþægilegt við þig. Aðrir láta aftur í ljósi mjög mikið lítillæti, en geta ekki leitt hjá sér, að grípa hvert lítil- fjörlegt tækifæri lil að láta menn finna til tign- ar sinnar. Að æía sig í góðu viðmóti er mjög nauðsynlegt - sé það ekki gert hóflaust, svo heimskulegt verði — sérstaklega fyrir þá, sem eru svo seltir, að þeir þurfa að skifta við aðra i atvinnurekstri. Viðfeldni og gott uppeldi má jafnvel skoðast sem mikilvægt atriði til að auka liamingju sína í hvað hárri stöðu sem er, og á hverju sem helzt víðtæku starfssviði, því hrest- ur á þessu hefir ekki ósjaldan reynst að meiru og minna leyti orsök lil þess, að mikill dugnað- ur, ráðvendni og heiðarlegt innræti hefir verið virt að vettugi. Það er samt enginn eíi á því, að fáeinar sterkar og umburðarlyndar sálir. geta umgengist ófullkomið og stingandi viðmót, þær líta þá einungis á hina fullkomnari hæfileika; en heimurinn í heild sinni, eins og hann er, er ekki eins umburðarlyndur og getur heldur ekki annað en lagað dómsatkvæði sitt og álit sam- kvæmt liinu ytra framferði. (Framh.). Frá íslandi. Eftir séra Jón Sveinsson. (Þýtt). (Framh.). Við mistum alla hestana okkar. Þegar við um síðir höfðum lokið máltíðinni þarna úti í undirjarðareldseyðimörkinni, biðu okkar voðaleg viðbrigði, já, eitt af þeim allra óttalegustu, sem fyrir okkur gat komið. Áður en við fórum að borða, leiddum við hest- ana okkar ofan ( ofurlitla grasi vaxna laut, hér um bil fimtán álnir langt frá hvernum. Þeir höfðu altaf verið svo þægir, að við vorum ekkert hræddir um að þeir færu að strjúka; en þegar við nú gengum þangað sem við höfðum skilið við þá, voru þeir allir farnir. Okkur varð mjög hverft við, sem nærri má geta, því sé maður hestlaus svona langt uppi í landinu, þá er maður sannarlega í voðalegu ástandi, sérstaklega eins og hér stóð á, var líka um talsverðan flutning að gera. — Hvernig áttum við að komast til manna- bygða? Hvernig áttum við að komast yfir hin stóru mörg hundruð álna breiðu jökulvötn? Því það get- ur maður að eins með því að sitja á bakinu á þess- um hraustu dýrum. Við horfðum í allar áttir, en árangurslaust. Við sáum þá hvergi. Nú var úr vöndu að ráða. Við horfðum hver framan í annan, en engum okkar stökk bros, því við skildum allir í hvílíkum vanda við vorum staddir. Þá sagði annar íslenzki fylgdarmaðurinn og benti í suðurátt: Þeir hafa hlotið að halda þangað". Við sáum líka að þar langt í burtu var mikið og grænt sléttlendi. „Þeir hafa fælst hveraniðinn", sagði ís- lendingurinn. „Og af því þeir hafa séð græna grasið þarna, hafa þeir eflaust hlaupið þangað". Svo þegar við fórum nákvæmlega að skima þangað, sáum við fáeina dökka díla þar niður frá. Það gat ekki verið annað en þeir. Þeir hafa því í beinni línu hlaupið yflr allt sem fyrir varð, tíl þess að fá sér betri mið- degismat, á meðan við í mestu makindum sátum að heita miðdegisverðinum okkar. Það var skiljanlegt, þó það væri í hæsta máta óþægilegt fyrir okkur. Við tókum nú það ráð, að láta einn af okkur verða eftir til að gæta að farangrinum, en hinir fóru að leita að hestunum, og ég var á meðal þeirra. Veg- urinn var bæði langur og þreytandi; þar sáust heldur engir götuslóðar, svo við urðum að stökkva yfir hina mýmörgu hraungrýtishnullunga, sem þöktu allt þetta svæði. Um síðir komumst við þreyttir og móðir á þetta stóra slettlendi, en þar mætti okkur ný von- brygði af verstu tegund. Því undir eins og þessir strokfantar tóku eftir okkur, hættu þeir að bíta, teygðu fram höfuðin og blíndu á okkur í fáein augna- blik, hristu þá makkana, horfðu svo hver til annars með einhverjum einkennilegum hnykk á höfðinu, og þutu svo allir á stað frá okkur út yfir sléttlendið! Það var auðsjáanlega ásetningur þeirra að yfir- gefa okkur fyrir fult og allt. — Þeir höfðu sem sé

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.