Dvöl - 01.08.1906, Síða 2

Dvöl - 01.08.1906, Síða 2
30 DV0L. uppgötvað, að þeim væri miklu þægilegra að mega vera fríir og frjálsir í þessu ágæta haglendi, en að bera okkur á bakinu yfir landið og farangurinn okk- ar í tilbót. Já, við gátum sagt með sanni. að við stóðum þarna í standandi vandræðum. Tveir af okkur ráðgerðu þá að fara af stað að elta þá, eins og hnattleikarinn hleypur eftir vakra hnettinum sínum; en íslenzki vinurinn okkar, sem var sá einasti af okkur sem þekti kæki þessara litlu dýra, bannaði okkur það eindregið. Hann varð töluvert alvörugef- inn og sagði eitthvað á þessa leið: Við erum hér í miklum vanda staddir, og skulum því ekki sjálfir auKa hann með neinni óforsjálni. Það getur vel verið, að við náum hestunum aldrei aftur. Það er nú farið að dimma og þokan er að aukast, og það er alveg gagnslaust og fara að elta þá. Þeir geta hlaupið miklu hraðara en við, og þeir hafa vel vit á að halda sér í hæfilegri fjarveru. Það er að eins eitt einasta ráð til að ná þeim aftur, og það er í því fólgið, að fara að þeim með brögðum, en ekki valdi". Orð hans, svo stillileg og hyggileg, höfðu þau áhrif á okkur, að við sáum undir eins að hann ein- göngu gat ráðið fram úr þessum vandræðum, og við gáfum þetta því á hans vald. Við stóðum þarna kyrrir stundarkorn og horfðum eftir hestunum okkar, sem hlupu lengra og lengra frá okkur; svo stönsuðu þeir, litu aftur fyrir sig fáein augnablik og byrjuðu svo að bíta. Þeir voru víst komnir fimm eða sex hundruð álnir frá okkur. (Framh.). Kenslukonu vantaði. (Þýtt). (Niðurl.). »Skyldi gamla ráðskonan ]tá vera hér ennþá!« Walter Elkenton var ekki kom- inn heim úr ferðalagi sínu í öðrum löndum og Ella kenslukona dvaldi á meðan í skrauthýsi þessu og kendi dætrum hans, sem nærri því til- háðu hana. Það gengdi furðu, hvað lnin eins og yngdist upp í þessu nýja heimkynni sínu. And- lilsfegurð hennar, sem var tiltakanlega mikil, jókst, svo var hún og þess kyns, sem ekki fölnar svo skjólt, og í hreina útiloftinu varð litur henn- ar skærari, í augum hennar var hlíðlegl leiftur, og hún h'afði ætíð haft einskonar gleðiljóma í svipnum, sem nú var orðiun ennþá fegri en á fyrri árum hennar, því þá skein meiri og dýpri alvara og ákvörðun út úr honum en nú. í mörg undanfarin ár hafði hún dulið undir ró- legu útliti einkenni upp á harða lífsbaráltu, en sem hún hafði með miklu innra stríði gengið sigri hrósandi frá; en öll merki um þá barátlu voru nú horfin af fallega andlitinu hennar. »Mosahæðin« var lmstaður herra Elkentons neíndur, og það var fagur og friðsamur bú- staður. Þremur árum eftir þennan fyrnefnda júní- dag, þegar systuruar tóku á móti kenslukonu sinni, sátu þessar þrjár stúlkur í rökkrinu eflir kvöldverðinn og voru að tala saman og gera að gamni sínu. Þá í október álti Ella að missa aðra af námsmeyjunum, nefnilega Lilju, hún átti þá að fara til frændkonu sinnar til þess að fara að taka þátt í félagslifinu, en Nelly átti að halda áfram að dvelja heima á Mosahæðum í tvö ár. »Segið þér okkur eina sögu«, sagði Nelty. Hún sat á tröppu við súlnaganginn og hallaði höfðinu upp að einni súlunni, »og lieizL kæra Ella mín, einhverja sögu um ástamák, bætti hún við. »Sögu um ástamál! tók kenslukonan upp eftir henni. »Eg skal hugsa mig um. Þá byrj- ar saga min svona: »Einu sinni fyrir mörgum árum —« Lilja fór að hlæja og sagði: »Þetla á þá að verða einhver álfa- eða huldufólkssaga heyri ég, fyrst hún byrjar svona«. »Nei, nei, það er ástarsaga«, sagði Ella og stökk ekki bros af vörum og byrjaði söguna aftur. Einu sinni fyrir mörgum árum lifði stór- rikur maður sem átti feiknastóran búgarð auk margra annara stóreigna. Hann gifti sig þegar hann var kominn á efri árin, og trúði bersýni- lega á konuna sína, en skömmu eftir giflinguna voru þau á reið saman, hesturinn hennar fæld- ist svo hún datt af baki og beið bana af, og það rétt fyrir augunnm á honum. Þetta óhappa- lilfelli féklc svo mikið á hann, að hann tók sig út úr umheiminum svo árum skifti, lokaði sig inni í skrautliúsinu sínu og vildi engan manii sjá, en lifði einlííi. Þá dó sjvstir lians, sem var fátæk og eftirlét sér son 13 ára gamlan, sem hún hað hann fyrir á deyjanda degi; rétt um sömu mundir dó systir kounnar hans elskulegu, sem hann gat aldrei gleymt; hún skildi eftir 10 ára gamla dóltur sína vina- og eignalausa. Þessi gamli ríkismaður tók því bæði þessi börn lieim til sín á sama degi, og upp frá því tók hann upp hina fyrri gleði sina og gerði alt sem i hans valdi stóð til að láta heimilið verða skemtilegt, og veitti þeim hið bezta uppeldi. »Hvað hétu þau?« spurði Nell)r. »Þú mátt sjálf skýra þau hvað sem þú vilt«. »Jæja, golt og vel. Pabhi minn lieitir hinu fegursta nafni, sem lil er í heiminum, — liann heitir Walter, og svo getur þú Lilja skírt stúlk- una. Eg' kalla drenginn Walter«. »Þá skal ég nefna stúlkuna í höfuðið á þér«, sagði Lilja, og kalla hana Ellu, þá heita þessi fóstursvstkini Walter og' EIla«. Ef bjart liefði verið, þá mundu systurnar hafa tekið eftir að kenslukonan varð náhleik, en liélt samt áfram með stillingu. A meðan á þessu stóð, gekk liár maður yfir grasflötina, spottakorn lrá þeim, og gekk inn í húsið gegnum litlar gler- dyr, sem voru á bakhliðinni á viðhafnarstofunni, gekk yfir gólfið og setlist hakvið knypplinga- gluggatjöldin í dimmunni, og svo nærri þeim, að liel'ði liann rétt frá sér hendina, þá liefði liann getað þreifað á sérhverri þeirra, en þær höfðu ekkert tekið eftir komu hans. »Jæja«, sagði ungfrú Wliitman, »fyrst þið hafið nú nefnt þau Walter og Ellu, þá skal eg

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.