Dvöl - 01.08.1906, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.08.1906, Blaðsíða 4
32 DV0L. því þær hafa svo margt lil síns ágætis, og eru jafn meistaralega samdar og þj'ddar, eru skemti- legar, fræðandi og heilnæmar fyrir anda allra sem lesa þær, og ekki sízt unglinga. Thyra Varrick. Eftir Amaliu E. Barr. (Frh.). Hann klæddi sig um morguninn með mestu viðhöfn, en á ferðalaginu liafði hann verið að eins í klæðisfötum eins og siðvenja var meðal heldri manna um þær mundir, en nú þegar hann ætlaði að heimsækja kaftein Varrick, fór hann í skozkan búning, sem sýndi hverrar þjóðar hann var og hverjum stjórnmálaílokki hann tilheyrði. Hann taldi sér trú um, að fyrst hann væri konunglegur sendihoði, þá væri þessi klæðnaður mjög vel við eigandi, en hégóma- dýrðin átti þó sinn hlut í þvi. Hann vissi því sem var, að hinn skrautlegi og vel litum skifti klæðnaður mundi auka talsvert á fallega útlilið sitt, og þó hann væri í konunglegum erinda- gerðum, þá mundi hann svo vel eftir hinum hjartnæmu orðum Hrafns: »Elskulega, elsku- lega Thyra Varriek!« Það fór eins og hann hafði búizt við. Útlit hans hafði vakið mikla eftirtekt. Konurnar sem sátu við lindina með vatnsskjólurnar sínar, horfðu á hann með þegjandi aðdáun. Ivarlmennirnir sem heilsuðu honum, gerðu það með því að sýna honum virðingu og bjóða hann velkominn; liann tók einn þeirra tali og spurði hann hvar kafteinn Varrick byggi. Hann benti honum á stórt, grátt steinhús, og þangað komst hann með því að ganga ströndina; og þó að nú væri farið að ílæða, þá slóð liúsið sterklegt uppi á Hamra- grundvellinum, heint fyrir ofan ldettóttu strönd- ina, sem var þakin þara og fagurrauðum mar- hálmi. Skipherra Varrick stóð fyrir framan dyrnar á húsinu sínu, reykti úr langri ])í])u og horfði út á sjóinn. Hann var sí og æ að gæta að sjón- um, hvort heldur hann var lygn eða æstur; hann var ekki hræddur við brimið, en það lá í eðli hans að veita honum nákvæma athygli. Ein- mitt núna var hann að gæta að hárótta yfir- borðinu á honum, og það nákvæmlega. Það voru þó engin skjót óveðursmerki sjáanleg á honum. Drifhvítir fuglar lágu ofan á bláhvíta vatninu, og mesti sægur af kríu var að vagga sér á hægu öldunum, eins og fallegar fjaðrir, og lögðu svo vængina að sér með mesta hraða annað veifið. Hann brosti að fuglunum en festi eftirtektina á stóru skipi undir fullum seglum, sem var í hægðum sínum að sigla í suðurátt. Nærvera Hektors dró nokkuð úr at- hygli hans, og hæðnisbros lék um varir hans, þegar hann tók eftir hálenzka klæðnaðinum, sem hann var í. Hann hneigði sig ekki til að bjóða hann velkominn, eins og hann var vanur þegar einhver kærkominn gestur heimsótti hann. (Frh.). Hinum megin grafar. Eftir Elizabeth Stuart Phelps. Lauslega þýtt úr ensku. (Frh.). Þegar ég nálgaðist bústaðinn minn gamla, sem ég dvaldi á í fyrri tilveru minni, varð heill andaskari á vegi mínum, sem mér fanst fátt um í fyrstu. Þeir litu ekki út fyrir að vera sælir og virtust vera á sífeldu reiki. Ég tók eftir því, að þó þeir hrærðu sig og ílögruðu óþolinmæðislega, þá komst enginn þeirra neitt langt upp yfir yfirborð jarðarinnar. Flestir af þeim voru eitlhvað að gera á jörðinni. Sumir létu eins og þeir væru að kaupa og selja, eta og drekka, aftur aðrir létust svala sér á lélegum nautnum, sem voru mjög andstyggilegar. Aðrir skemtu sér við siðsamari starfa — stúdentar sem lásu í rykugum bókum, listamenn sem liéngu yfir myndum, myndastyttum og veggtjöld- um, sem þeir voru niðursokknir í. Einn »músi- kant« sé ég, sem átti að vera frábær i list sinni af höndum hans að dæma; hann lézt leika af svo mikilli ákefð á hljóðfærið, að hann gat ekki fengið neitt sönglag fram; kvenfólk sá eg líka, sem var bæði vel og illa klætt, en það var ekki hið minsta leiftur af ánægju að sjá í fölu and- litunum þeirra. Þar voru líka ruddalegri sálir en nokkrar af þessum fyrnefndu, en þær höfð- ust við niðri á jörðinni sjálfri; hendur þeirra dauðar voru ennþá rauðar af útheltu blóði, og í hjarta þeirra, sem var dault. riktu ennþá leyf- arnar af djöfullegri ástríðu; öll þessi sjónspil fanst mér einna eðlilegast að kalla fyrirbrigði, eins og ég mundi einu sinni hafa kallað það. Ég ætla í sambandi við þetta að minnast á, að þetta allt sem ég varð vör við, líktist þeirri skjótu, hverfandi tilfinningu sem menn finna til er þeir fara skyndilega i gegnum stóra mann- hópa, svo ég ætlast ekki til að menn taki þetta trúanlegra en það kom fyrir i raun og veru. (Frh.). Smávegis. Að uá flösu úr bári. Blanda saman vökvanum úr einni sítrónu og innihaldinu úr tveimur eggjum og nudda þetta inn í höfuðið, þvo það síðan vel í burlu með volgu valni. Mcrkiblek. Maður blandar rauðvíni og ediki saman — en það verður að vera gott rauðvín — og merkir svo línið með bursta eða penna. Þetta blek þvæst ekki úr. liinðið kostar bcr á lnndi 1 kr. 25 aura; crlendis 2 kr. Uclnnng-iir borgist fyrir 1. júlí, en liitt við ára- inót; uppsögn skrifleg', bundiu við 1. október. Útgefandi: Torfbildur I’orsteinsdóttir Holin. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.