Dvöl - 01.02.1909, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.02.1909, Blaðsíða 1
o • L^ 9. AR. RETK.TAVIK, FE B R U A R 1909. NR. Góðsemi (Kindness). Áframhald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). ó, hversu elskulegir eru eiginleikar góðsem- innar! Hversu ilmandi virðingarverð eru áhrif hennar á heimilinu, þar sem dygðin lifir í sjálfri sér, og trúmenskan stjórnar og stillir þorstann eitir aðdáun annara, sem getur oft orðið öflugri óvinur dygðarinnar en hin ákafasta fýsn; þar sem hugleysiðog efablendnin getur engum skugga varpað á ljóma sakleysisins, og þar sem búksorg- in á ekki heima eða aðrar áhyggjur en þær, að reynast megnugur að varðveita hreina trúmensku; þar sem engin tegund af grunsemi eða afbrýðis- semi truflar samræmíð og ánægjuna í heimilis- lifinu. Þar sem föðmieg góðgirni og hjartgróin, sonaiieg ástúð blómstra í allri sinni fegurstu Ijórhadýrð. Þá sakar oss ekki þó veröldin sé köld, ef vér getum snúið oss að voru eigin ást- kæra heimili, og íengið þar þá ánægju sem hjarta vort þyrstir eftir. Lávarður Bacon segir, og það mjög heppi- lega: »Sé maður vingjarnlegur við ókunnuga, þá sýnir það að hann er vel menlaður maður, og að hjarta hans sé ekkert eyland aðskilið frá öðr- um löndum, en að hann sé meginlandið sem tengir eylöndin saman«. Það er ekkert til í heiminum, sem tekur góðseminni fram, af því hún er einmitt undir- staða elskunnar, já, það ætti að brýna góðsem- ina rækilega 'fyrir sérhverjum í viðskiftum þeirra við aðra menn. Það mun reynast ómögulegt að standa til lengdar á móti sífeldri góðvild. Vér getum, ef til vill, er vér erum i slæmu skapi, íekíð á oss kalt viðmót gagnvart þeim góða manni er hann verður á vegi vorum í tyrsta skifti, en faaidi hann áfram með að sýna sig góðgjarnan og hjartagóðan, þá munu stirðirskapsmunir vor- jr gefast upp, jafnvel þó vér tökum ekki eftir því sjálfir, Séu nú ávextir góðseminnar svona öflugir á meðal þeirra, sem eru oss tiltölulega Jítið kunnugir, hversu miklu vissari og ánægju- rikari munu þeir reynast, þá er hún er æfð og stunduð á sjálfu heimilinu, á meðal vina og ættingja? Heimilisgleði, heimilisástúð og heimiliskurt- eisi, geluraldrei orðið of umhyggjusamlega stund- uð, ai því að þetta skapar sólarbirtuna í hjörtum vorum, og helgar og blessar heimilislíf vort. Það er róleg og ánægjurík gleðilind fyrir erfiðismanninn er hann hefur lokið við erfiði dagsins, það sýnir og sannar kaupmanninum, viðskiftamanninum og starfsmanninum að það er til eitthvað sem er hærra og dýrmætara en jafnvel arðurinn af sjálfum iðnaðinum. Góðsemin vefur sig utan um hjartað, og kallar fram og vekur til lífs og staría þess hrein- ustu og beztu tilfinningar, og kennir manni að verða dygðugri, hreinskilnari og kristilegri í öll- um athöfnum vorum i lifinu. Vér sjáum í litlu verunum sem eru í kring um okkur tilhneiging til góðgirni, sannleika, ást- úðar, trúmennsku og kristilegs lifernis. Vér gleymum þá sannarlega erfiði dagsins, er oss kemur í hug, að þegar kvöldið kemur þá förum vér heim í félegsskap ijölskyldu vorrar. Þar, að minsta kosti, sannfærir reynzlan oss um að vér finnum trú og elskurík hjörtu, hjá þeim sem treysta upp á oss og styðja sig við oss, og hjá þeim sem vér trej^stum, leitum ráða til og styðjum oss viö. Thyra Varrick. Eftir Amalíu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). »Hvað hefur skeð?« spurði hann sjálfan sig, »Hvers konar nornasköpum hef eg orðið fyrir? Eg vil fara héðan og lita ekki aftur. Dauðinn hefur verið hér, og þeir lifandi hafa líka verið hér og eg vissi ekkert af þvi. Hvað hefur kom- ið fyrir á meðan eg svaf? Er það bölvun eða blessun, §em hefur verið skilin eftir hjá mér^ Eg skal fara úr þessum stað — sem er svo rík- ur af sorg og söknuði. Eg skal fara aftur til blessaðra fjallanna minna — og til míns eigin heimilis — til míns eigin fólks. Eg hef megn- asta hatur á sjónum og sjófólkinu«. Hann var að hræra haframjölsgrautinn sinn á meðan hann var að hugsa um þetta, og undir eins og hann hafði borðað og drukkið, skundaði hann niður að bátnum sínum, það var þá búið að vinda upp seglin, og skipsmennirnir voru að gæta að hvert hann kæmi ekki, og ætluðu sér að fara ef þeir sæju ekki til hans. »Velkominn aftur, herra!« kölluðu þeir. Við vorum búnir að gefa upp að leita að yður. Við ætluðum að sigla norður«. »Haldið þið heldur i suður«, svai'aði hann glaðlega. Stýrið til Wick. Þegar við erum komnir þangað skal eg borga ykkur vel, oglofa ykkur að fara ykkar eigin veg«. Verið þér blessaðir fyrir þau orð, mac Don- ald! okkur þvkir vænt um að sigla sem lengst burtu frá þessum óhappa stað«.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.