Dvöl - 01.03.1909, Qupperneq 1

Dvöl - 01.03.1909, Qupperneq 1
D V Ö L. 9. ÁR. Góðsemi (Kindness). Áframhald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Vér segjum því við vini vora og sérhvtrn annann. Ræktu heimilisdyggðirnar, heimilisfrið- inn og heimilisfegurðina í verltinu. Kostaðu kapps um að gera liið litla heimilisfélag sem þú átt heirna í, eins skemtilegt, eins skinsamlegt, eins góðgjarnt og eins hamingjusamt og þér er framast mögulegt. Hvað lielzt sem fer afvega í heimi atvinnunnar og viðskiftalífsins, hve örðug sem kapphlaupin um auðlegð og upphefð kunna að vera, láttu samt ekkert skemma hreinleika hinnar jöfnu elsku scm þú býrð við heima, eða varpa nokkru sundurlynd- isepli inn í samræmi heimilisfriðarins. í samfélaginu á heimilinu vinnst ánægjan með smávegis góðgirnislegri, daglegri og stundvíslegri nákvæmni; og tækifærin til að gera vinalega greiða, sé leitað eflir þeim, bjóða sig æfinlega og ætíð fram, það er með orðum, málrómi, látbragði og tilliti að varanlegur kærleiki er oft unninn. Sá, sem slær slöku við þessa smámuni, svo lcallaða, en lætur sér lynda að trana sér fram þegar um stærri fórnir er að ræða, mun sjaldan ná því að vera elskaður. Þetta líf samanstendur ekki af stórum fórn- um eða skyldum en af smámunum, í liverju að bros, góðsemi, smávægilegir greiðar, sem veittir eru jafnaðarlega, vinna og varðveita hjörtun, og veitir varanleg þægindi. Særðu ekki. Láltu enga særandi setningu í ljósi, segðu ekkert slæmt orð, og láttu engin svipbrigði á andliti þínu, gremja aðra eða skjóta þeim skelk í bringu. Vér erum umkringdir af tilfinninganæmum hjörtum sem jafn- vel ómild orð eða tillit getur fylt með sorg. Ef þú hirðir ekkert um meiningar annara, þá mundu samt eftir að margir menn eru öðruvísi gerðir en þú, og varpaðu aldrei hvorki með orðum eða til- liti skugga á hamingjusamt lijarta, né hrektu burtu gleðibrosin sem leika á andliti annara. Margir missa af tækifæri til að segja eitthvað gott með því að draga að gera það, á meðan þeir eru að vega það í huganum; vorar beztu tilhnegj- ingar eru of veikar til þess að þær þoli mikla handleikni. Ef þér verður á að nefna þær ekki á því augnabliki sem þær gera vart við sig, þá freyða þær, gufa upp og fara. Súrni þær ekki, aflagast Þ^r, missa all líf, íjör og gneistaflug við geymzl- una. Talaðu þess vegna óhikandi þegar þú ert hneigð- ur td góðsemi. Vertu sanngjarn við ókunnuga. Mundu eftir slitna bróðurbandinu á milli ykkar, sem enn þá blæðir úr, og varaðu þig á að særa NR. 3. hann með atliugunarlausum verkum eða meinleg- orðum. Ókunni maðurinn! Hefur, ef til vill, áttheima í eins kærleiksríku vina félagi og því er vér lifum í, en er nú einsamall og vinaláus, hann metur mik- ils að hitta líkingu þeirra er liann elskar, en sem eru langt f burtu, og þegar góðlátleg orð og kær- leiksríkt atlæti fellur í hans ldutskifti, vitum vér ekki hvað hjarta hans verður viðkvæmt og hve niörg heit þakklætistár hann fellir. Talaðu vin- gjarnlega, óþolinmæðisorð vina vorra særa ekki svo biturt, af því þú ert svo umvafin af kærleika þeirra, þeir vita að það voru athugaleysis orð, og þau gleymast slcjótt, eða ef svo skyldi ekki vera, þá geturðu þolað last af einum þegar svo margir aðrir elska þig; en sá sem er einmana og vinalaus finnur svo sárt til óvinveittra orða. Hjarta ein- stæðingsins er í því líkt vínviðurplöntunni sem hefur verið rifin frá stofninum, að það reynir að vefja greinar sínar utan um hinn fyrsta hlut sem verður á vegi þess — til að leita að sam- hyggð. Er kærleikurinn svo lélegur hlutur í lieimi þessum, eða eigum vér svo mikið til af lionum að vér getum svo hæglega varpað frá okk- ur hinni meðfæddu góðgirnis-tilhneigingu sem okkur byðst? Ó, ger það ekki vinur minn! > Urvals samræður. Eftir Platon. Pýtt úr grísku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) »Hvenær eignast þá sálin sannleikann? Því þegar hún reynir að skoða eitthvað með Iíkaman- um, verður hún auðsjáanlega svikin af honum. Það segir þú satt. Og er það ekki með umhugsuninni, sé það á nokkurn máta, að eitthvað af því sem er opin- berar sig fyrir henni? — Já, — Og hún. hugsar þó bezt, þegar engir af þessum hlutum trufla hana, hvorki sjón eða heyrn, sársauki eða eftirlöngun, en þegar hún er út af fyrir sig eina eins mikið og liægt er, sleppir líkamanum, og eins mikið og hún getur, án þess að umgang- ast liann, sækist eftir þvi sem er. — Þannig er það. — Eftir því fyrirlítur sála heimspekingsins likamann, flýr hann og reynir að ganga inn í sjálfa sig? — Þannig lítur það út. En hvernig hagar það sér í því, Simmías? Föllumst vér á, að nokkuð sé réttlátt eða ekki? — Seifur veit að vér gerum það. — REYKJAVÍK, MARZ 1909.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.