Dvöl - 01.04.1909, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.04.1909, Blaðsíða 2
14 D V 0 L. ir eins í samband við Jakobinska ílokkinn og varð þá jafnframt trúnaðarmaður hans — trún- aðarmaður — leynisendiboði 1 mörgum áríðandi málefnum. Þessar tvær hefðarkonur sem elsk- uðu hann, vöktuðu svo nákvæinlega uppá komu hans og burtför, nærvera hans var hið sama fyrir þær, og sól og sumarblíða, og þær áttu engan vilja nema hans; þegar það var hráðnauð- sýnlegt fyrir málefnið að hann fjarlægði sig, þá beið lady Gordon eftir honum með líkri þrá og móðir mundi hafa gert; sömuleiðis hin unaðar- ríka Sara, beið hans með löngum, blíðum og elskuríkum hugrenningum, dýpri, en haíið — með elsku sem beið vongóð og glöð eftir þeim málalokum sem forlögin geymdu þeim í slcauti sínu, og sem hún vonaði fastlega að mundu hljóta að verða hamingjurík. Þannig leið veturinn mjög skemtilega. Ed- inborg, sem jafnan er hermannaborg, mátti þó sérstaklega heita það á þessum tíma. Söguríku strætin hennar réðu þá yfir eldgömlum köstul- um, sem voru þétt skipaðir hermönnum; tignar- fólkið írá láglendinu bjó í skrautlegum húsum í (ionongötunni og öðrum útúr liggjandi strætum, sem bera nöfn þess þann dag í dag; sérhver hálenzkur höfðingi með fylgilið sitt, var klædd- ur sínum einkennilega rauðstykkjótta klæðnaði, eins og menn þeirra gerðu lika, þrengdu sér um þrönga, upphækkaða veginn; voru háværir og þrætugjarnir og reyndu oft yfirburði sína með laghnífunum. Engir í heiminum voru tilfinn- inganæmari eða skáldlegar sinnaðir. Engir skreyttir breytilegri litum, og engir sem voru sér fremur út um æfintýri og herferðir. Jafnvelþeir sem lifðu rólegasta lífinu sóttu lúðurþeytarana og hljóðpípublásturinn, fána — skrúðgöngur og vopnasýningar, bæði þeirra tiginbornu og ann- ara herskárra manna. Og þegar nóttin kom voru göturnar fullar af blys-drengjum og þjón- um með burðarstóla. Stórhýsi þeirra ríku voru öll uppljómuð og inni í þeim heyrðisl gleðilæti, hljóðfærasláttur og dans. Sara mac Argall, var vel þekktur gestur á slíkum stöðum. Margar af fallegu stúlkunum öfunduðu hana af þvi að henni hefði hlotnast að ná ástum hins ásjálega Hektors mac Donalds, og í raun og veru gekk enginn girni- legri ungur aðalsmaður um þessi áhrifamiklu stræti en Hektor mac Donald var. Hvar sem hann gekk fylgdu augu fallegu stúlknanna hon- um — þau miðluðu honum af áhrifum sínum; og jafnvel konur sjómannanna, hættu að kalla upp með vörur sínar en námu staðar er hann gekk framhjá, til þess að bugta sig og senda honum fáein hrósyrði. Honum fannst líka að hann vera svo framúrskarandi hamingjusamur í æskufjöri sinu og ást, svo hreykinn og hugrakk- ur við starf sitt; svo háttsettur og unaðsrikur, svo yfirmáta skrautlega klæddur, svo fyrirtaks- vel vopnaður, og auðsjáanlega hetja sú, sem bæði menn og konur dreymdi um. Og svona lagað líf var hann skapaður fyrir. Ef honum varð nú á að hvarfla huga sínum til Thyru, þá varð það til þess að hann fór að velta því fyrir sér, hverskins óhappanorn að hefði búið í henni — sem hefði orkað að halda sér föstum í fjóra mánuði — fjóra langa mári- uði! Innan um svo margvíslega staðhætti sem voru eðli hans svo gagn ólíkir. En það var i raun og veru svo nauðasjaldan, sem hann leyfði sér að hugsa um hana. »Hún er komin svo langt, langt burtu«, sagði hann utan við sjálfan sig. »Eg skal aldrei, aldrei sjá hana aftur!« Þegar hann var að mæla þetta fyrir munni sér var hann að ganga upp Conongötuna einn ettir- middag vorið 1746, og þessar hugsanir þrengdu sér inná hann móti vilja hans. Gatan var troð- full af iblki, og fagurt sólskin var úti. Lúðra- hljómurinn ómaði í loftinu, blómstursölustúlkurn- ar voru með blómvendi 'úr primrósum og »dafl*odils«; lífið var í hæsta máta fjörugt og margbreytilegt bæði í heimilislegu og hermann- legu tilliti. Eigi að síður voru liugrenningar hans honum til stærstu skapraunar, sí og æ að minna hann á lilla gráa húsíð við blágráa Norðursjó- inn og á fallegu stúlkuna i brúðarfötunum, sem kom brosandi niður stigann á móti honum — og svo hin hræðilega auðmýkjandi afleiðing! Hann leit skyndilega upp, óþolinmóðlega, til þess að leita aðeinhverju afdrepi fyrir þessum kveljandi hugsunum. Heil herdeild af enskum hermönnum var að fara um götuna; stór hópur að drengjum elti skarann og fylti þröngu götuna, og jafnvei loft- ið endurliljómaði af hlátri og háðsglósum. Honum féll ekki að verða fyrir lmippingum þessa háværa flokks, svo hann hörfaði til baka inn í gluggahvilft á búðardyrum sem hann var i þann veginn að ganga framhjá. Honum hefði þótt betra að ganga inn, en hann sá að þetta var krambóð sem verzlaði með kvennaskraut, svo hann gekk ekki inn. Hermennirnir gengu framhjá, og hinn hóp- urinn á eftir þeim, en hann tók ekki eftir því. Veri það eins og það var, en endurminning hins liðna gerði þannig leik að honum, og jafnvel lúðrablástur herflokksins læsti sig inn í þetta hörmulega bergmál. »Aldrei framar«, mælti hann fyrir munni sér. »Hún er kominþúsund- ir mílna i burtu«, bætti hann gramur við. Svo stappaði hann íætinum og hélt af stað. En örlagadísin brosti háðslega á efiir hon- um. Þvi fyrir innan handmál, með aðeins lok- aða hurð í millum sín sat Thyra Varrick. Hún var i mestu hægð að skoða mjúkt ullarband og beið eftir því að hópurinn á götunni dreyfði sér; en ef hún hefði lokið hurðinni upp til að ganga út, eða ef Hektor hefðí lokið henni upp og geng ið inn þá hefðu þau mætst á þröskuldinum. Ilefði örlagadísin aðeins opnað hurðina sem var á millum þeirra! Ef Hektor hefði litið við, er hann skundaði niður götuna, þá hefði hann séð Tyru vera á hælunum á sér! Ef einhver kunn- ingi liefði stöðvað hann á götuhorninu og tal- að við hann einar þrjár mínútur, þar til hún hefði náð honum hvað skyldi þá hafa skeð?

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.