Dvöl - 01.04.1909, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.04.1909, Blaðsíða 3
D V 0 L. Vér skulum leggja þá spá niður i eyðu þá sem skilur hjarta ugmennis, sem er jafn hverflynt og hann er móttœkilegur fyrir allskonar áhrif. Fyr- ir Tyru hefði þag orðið jafn kœrkomið sem eðli iegt tilfelli. Hún var ekki komin í neinar nýar truflandi kringumstœður. Eins .og hún hafði elskað Hektor, þegar húu ætlaði að yfigefa allt fyrir hann, þannig elskaði hún liann enn þá; og hún mundi hafa mætt honum með þvi ástriki, sem honum mundi hafa komið mjög illa, og þótt auðmýkjandi fyrir sig. Því hún ríkti ennþá yfir hjarta sínu með jafnmiklu valdi og húngerði hinn mæðusama dag þegar hún var þvínguð til að sigla með föðar. sínum á Jómfrúnni frá Orkn- eyjum. Þeir sem hugsuðu að hún væri róleg, og táralaust hugrekki hennar táknaði undirgefni, viltust ln-apalega, því jafnvel þá var hún að telja sér trú um að það hlyti að finnast einhver úr- ræði til að sleppa við hin fyrirhuguðu forlög sín sem henni voru svo ógeðfeld. »Eg skal vera róleg«, sagði hún við sjálfa sig, »þangað til við komum til Aberdeen. Þar verðum við í tvo daga, og et til vill verður þá einhver maður til að heina mér braut, — eða þá eitthvað annað — út úr þessum vandræðum«. En hún var viss um það að hún hlyti að strjúka af skipinu í Aberdeen. Á meðan stóð svona á fyrir henni, tók hún upp á sig — og það svo fullkomlega — hrygðar og undirgefnis- svip, sem jafnan reyndist almáttugur hjá föður hennar — já, viðkvæma undirgefnin hennar snart hjarta hans þannig að hann gal ekki tára bundist, svo liann tók stúlku til að þjóna henni og að hann sá svo vel fyrir öllum þörfum henn ar á leiðinni, það voru ávexirnir af virðingu þeirri sem hann bar fyrir þöglu og þolinmóðu barnasorginni hennar. Ei að síður var hún ekki fyr komin upp á þilfarið en hún fór að líta í kringum sig eftir ein- hverri hjálp. Fyrsta daginn gat hún engu til leiðar komið. Leigðu stúlkuna þorði hún ekki að stóla upp á, henni fannst hún hvorki vera hyggin né áreiðanleg, hún þóttist sjá að hún mundi annaðhvort af hræðslu eða i hagnaðar- skyni svíkja sig; svo hún þóttist einungis geta notað hana til þess að fjarlægja grunsemi föður síns, og til þess að fullvissa hann um undirgefn- is hugarþel sitt. IJún sat samt um með mestu hugdyrfð sérhvert tækífæri sem byðist, at því hún vissi svo vel af einhverjum innri kraftisem krafðist fullnægju, ekki einungis gagnvart karl- mönnunum. en jafnframt gagnvart tilfellunum sem nú fjötruðu hana. Hún var eins viss um þelta og að hún hefði hjálpina fyrir augunum, já, spursmálslaust, og án allrar sundurliðunar sem var svo langt frá eðlisfari hennar og reynslu. Þegar tók að dimma næsta dag sá hún að maður gekk inn í áhaldaklefann, og henni fanst hún bera kennzl á andlit lians og göngulag; hún fór á eftir honum, og þegar hann snöri sér við þekkti hún hann og sagði glaðlega: »Ert þú þarna Matthias Saxby?« Hinn illa klæddi ó- iS brotni risavaxni sjómaður rétti henni hendina og sagði: »Eg sá þig þegar þú komst út á skip- ið, en eg var hræddur um að þú hefðir gleymt mér«. »Það var ljótt af þér að halda það, Matthías, eða gleymir stúlka nokkurntíma drengn- um sem sat hjá henni á skólabekknum? — Þú tókst upp á þig of mörg högg mín vegna til þess eg gæti það«. »Eg hafði ánægju af þvi, eg hefði ekki getað séð ráuðu merkin eftir ólina á litlu hvítu höndunum þínum.« Þá gekk hún fast upp að honum, lagði hvítu Jitlu hendina sina i stúru lúkuna hans og sagði: »Mathias, eg er i stórum vandræðum — stórum vandræðum. Og þú getur hjálpað mér úr þeim ef þú vilt.« »Eg skal gera alt sem nokkrum manni er unt að gera fyrir þig. Hvað gengur að þér, Thyra?« »Fað- ir minn vill láta mig eiga Róhert Þórsson, en eg vil ekki eiga hann, þú hlýtur að muna eftir Ró- berti?« »Þegar eg kæri mig um að muna eftir lionum. Mér hefur aldrei geðjast að honum. Hann barði mig einu sinni þegar eg var 12 ára gamall tyrir að eg skemdi fiskinet, sem hann átti þó ekki sjálfur. Eg er ekki búinn að gleyma því, og ef eg get hjálpað þér undan honum þá skal það verða mér sönn gleði!« »Eg vil ekki eiga hann, Mathias«. »Mig undrar það ekki. Hann er 10 árum eldri en þú — og er langt frá tallegur maður«. »Og af því eg vildi ekki eiga hann, fór faðir minn með mig á sjóinn, svo eg geti engum öðrum gifst. Og eg er sjóhrædd, og eg vil ekki l'erðast til Indlands«. Aðflutningsbann áfengis Eftir Magnús Einarsson dýralækni. Ritlingurinn er nýlega kominn út og bend- ir hann ljóslega á það að höfundurinn sé mót- fallinn aðtlutningsbanninu, hann færir og ýmsar sannanir fyrir máli sínu og riiargar þeirra vel rökstuddar. Nýtt blað er farið að koma út á ísafirði, rilstjóri þess er Guðmundur Guðmundsson skáld. Rlaðið heitir »Dagur« og kemur út vikulega. Það kostar um árið 2 kr. 40 au. Fagurt kvæði er í þessu fyrsta hlaði eftir rítstjórann, er ber nafn blaðsins, og má vænta að margar þesskonar perlur verði í því við og við, íyrsl annað eins listaskáld og rit- stjórinn er á hlut að máli. Hinum megin grafar. Eftir Elizabeth Stuart Phelps. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Eg fann að eg var kominn á meðal full- komlega hamingjusams fólks, og mér varð að orði: »Eg er kominn i heilagann heim«.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.