Dvöl - 01.04.1909, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.04.1909, Blaðsíða 4
16 D V 0 L. Næsti dagur var helgidagur, við sem vorum komin frá jörðinni kölluðum hann ennþá sunnu- dag, af löngum vana. Eg man eftir að við vor- um sérstaklega hrifin þennan umtalaða dag af litasýningunni, já, svo hrifinn að við söfnuðumst saman til ag hlusta á mann sem mig langaði meira til að heyra, en nokkurn annann, sem lifað hafði á jörðinni. Það var nefnilega guð- spjallamaðurinn Jóhannes. Eg man að guðsþjónustan var framin á opnu svæði á sléttunum fyrir framan borgina, sökum þess að þar var ekkkert musteri. Hinn elskulegi lærisveinn stóð uppi jrfir okkur á jarðhækkun Mér mundi vera ómögulegt að gleyma þessu og líka jafn ómögulegt að lýsa því — eða útliti hans Eg held hann hafi haft eitt at þeim viðkvæmnis- legustu andlitum sem eg heíi nokkurntíma séð; en samt var göfugleiki hans — já, hvað get eg sagt —? Eitthvað þvílíkur að ekkert gæti kom- ist í námunda við hann! Hann hafði hljóm- fagran málróm og eftirtakanlega blíðan og áhrifa- ííkan, Það leit út fyrir að hann finndi minna til sin sjálfs en nokkur aunar ræðumaður sem eg hafði séð og hevrt. Hann útjós sjálfum sér — liggur mér við að segja — út yfir okkur eins mikilfenglega og eins óafvitandi og hann hefði verið eitt af náttúruöflunum. Hann kendi okkur mikið. Hann sannfærði okkur um þau furðu- verk sem við höfðum blínt ráðalaus á niðri á jörðinni, Hann útskýrði og rakti í sundur ílækjurnar sem oft eru fólgnar í áformum mann- anna og í mannlífinu. Hann talaði líka um vandræða flækjur í trúarbragðalegu tilliti. Hann varpaði skæru ljósi yfir liðna lifið, yfir hina löngu, dimmu vegferð, sem við höfum skriðið til okkar núverandi blessunarríka ástands. Hann talaði við okkur um hættulegustu efasemdirnar okkar. Hann styrkti okkur í þolinmæði, trú og von. Hann fékk okkur til að blygðast okkar fyrir vonleysi vort og óþreyju. Hann skildi okkur eftir þi á eftir lifandi og öflugri trú. Hann styrkti okkar andlegu hugsjónir, og hann lýsti fyrir okkur elsku guðs, líkt og ljósið mundi lýsa sólarljósinu. Hann sýndi okkur fram á hversu vér höfðum misskilið hann. Andi vor talaði, hátt er vér minntumst yfirsjóna vorra, og við lióp- uðum okkur saman eins og herfylking, er vér þekktum hvílíka möguleika við höfðum. Við beygðum oss fyrir honum eins og greinar beyja sig fyrir vindinum; sérhver leyt til nágranna síns og það var eins og þeir segðu þetta með aug- unuro: »Hef eg gert þér órétt?, hafi eggertþað lofaðu mér þá að bæta fyrir það. Get eg gert nokkuð fyrir þig? Láttu mig vita hvað það er!« Andlega lífið okkar hóf sig eins og til lcapp- hlaups, er við æfðum okkur. Við leytuðum að erfiðustu athöfnunum, við möttustum um vinn- una — víðtækar sigurvinningar, og við vikum til daglegu starfanna okkar eins og værum við nýskapaðar verur. Svona dyggilega höfðum við haldið okkur helgidag. Þegar ræðan endaði fylgdi lofsöngur, sem barnaenglar sungu, er flögruðu miðjavega í loft- inu, uppi }rfir ræðumanninum, þeir voru óút- málanlega ununarríkir bæði fyrir augu og ejrru. Þeir sungu þetta: »Guð er kærleikur — er kær- leikur — er ltærleikur«. Við gátum ekki stilt okkur um að taka undir, með okkar röddum, sem voru þrungnar af lotningu. Hljómurinn leið í burtu, og loftið var alstaðar rólegt. Hinn elskulegi lærisveinn hóf hátiðlega upp hendur sinar til blessunar. Hátignarleg vera leið niður við hliðina á honum; til hvers skyldi líka fiski- maðurinn frá Galíleu snúa sér með öðru eins útliti? Ó, Guðs dju’ð og blessun ! Hvílíkt broskom á varir lians! Meistarinn og lærisveinninn standa samhliða; þeir hefja sig upp. Sjá! lærisveinninn fellur á kná fyrir meistaranum. Það gerum við líka um leið og við hiljum andlit okkar. Drott inn vor gengur fram og stendur einn sér dýrð- legur ásyndum, frammi fyrir okkur eins og hann gerði er hann var líðandi í holdinu frammi fyrir lærisveinum sínum og þeirrar aldar rnönnum. Hann er guð, angljós orðinn. Við hófum ekki höfuð vor upp, en við fundum að hann hóf gegnumstungnu hendurnar upp yfir okkui', og að hans eigin varir kölluðu blessun föðursins yfir okkar eilífu tilveru. Ýmislegt Kínverskur qreftrunarmáti. (Þýtt.) Austurlenzkur rithöfundur hefir nýlega gefið oss fróðlega lýsingu á forna greftrunarmátanum í kínverska keisaradæminu. Pað var síður hjá hinum ríkari að fá líkkistuna sína þegar hann hefur lifað 40 ár. Svo lét hann mála liana þris- var á ári með einhverri samsetningu sem líktist »kisilsýru« eða »glerungi«, sem myndaði ákaflega harða skorpu. Aðferðin við þessa samsetningu er nú alveg gleymd i Kína. Ef eigandi slíkrar kistu lifði til hárrar elli þá gat þessi skel orðið afarþykk — því sérhver málning var þykk — og kistan gat þá litið út eins og líkkista úr steini, með því að þessi stein- harði litur, hver ofan á öðrum, gat verið meira en hálfa alin á þykkt. Eftir dauðann var kvika- silfur látið í magann og innan í brjósthólfið til þess að verja líkamann fyrir rotnun. Flýsar af »jade«-tré voru svo látnar i nasaholurnar, eyr- un og aðra hendina en í hina var látinn silfur- teinn. Eftir að þannig var búið að búa um líkam- ann var hann lagður ofan i lag af kvikasilfri sem látið var í kistuna, síðan var kistan innsigluð og látið þar sem hinn framliðni átti að hvíla. Þegar að nokkrar af þessum steinlíkkistum hafa verið opnaðar eltir mörg hundruð ár hafa líkamarnir verið vel geymdir, en liafa þó undir eins orðið að dufti er loftið kom að þeim. Útgefandi: Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.