Dvöl - 01.04.1909, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.04.1909, Blaðsíða 1
Blaðið kostar hér á Jandi i kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. DVÖ L Uppsögn bundin við skrifleg' 1. okt. en og ó- gild nema kaupandi skuldlaus við blaðið. sé Af- greiðslan er á Laugaveg 36. 9. ÁR. BEYKJAVÍK, APEÍL1909. NE. á. Góðsemi (Kindness), Áframhald af greininni „Kraftur vi/jattsL Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Loftslag kærleikans er sumra sálum jafn nauð- synlegt og andrúmsloftið erlíkamanum. Maður sem gæddur er þvi eðlisfari er hneigður til að tileinka öðrum það — halda að aðrir séu sér líkir, og verður þeim þá hætt víð að varpa sér á vald þess átrúnaðar. Vér skulum þess vegna gjalda varhuga við að skemma ekki með kær- leiksleysi jafn göfugann hugarburð. Látum því jafnan nafn hins ókunnuga hafa háan rétt í huga vorum, hvort heldur það er nafn einhvers heiðarlegs gests er kemur til vor eða umkomulausrar vinnustúlku sem vinnur í eldhúsinu okkar, hins gamla og gráhærða eða ungmennisins; svo þegar vér' sjálfir erum, um lengri eða skemmri tíma, horfnir vorum ástkæru vinum og heimkynni og erum einmana í heim- inum, að guð uppveki þá einhverjar góðgjarnar, engilsinnaðar verur, svo góðgjarnar að þœr fái hjörtu yor til að vikna at þakklátssemi, og þann- ig munum vér finna aftur »brauðið« sem vér fyrir lögu siðan köstuðum út ávatnið. Vérvirð- um og elskum vini vora á meðan vér erum með þeim, og það er vanvirða að þekkja þá ekki og kærleika þeirra til vor fyr en þeir eru dánir. Vér verðum þess vegna að handsama tækifærin með ánægju, meðan tími er til, vér verðum með ánægju að gera skyldu vora, vér verðum að fórna okkur með ánægju og vera jafnframt þess minnugir, að sá sem fórnar sér mest er göfug- astur. Vér verðum að fyrirgefa, og jafnframt að skilja hve fyrirgefningin er dýrðleg; vér skul- um færa okkur þá blessun í nyt sem vér höf- um, og kappkosta að skilja hve stórvægilegar hinar, svo álitnu, smávægilegu blessanir eru sem vér verðum aðnjótandí, þegar þær eru þakksam- lega meðteknar. Óvinveitt orð eru lík kornjerjum, sem falla á sumardegi, þau kremja og merja það sem þau áttu að hjúkra og næra, ef þau væru orðin að vatni, Góðseminni er raðað niður í hin mannlegu hjörtu, eins og blöðum í'ósanna er raðað niður í dragkistuskúffur til þess þau gefi öllu ilman sem nærri þeim er. Litlu regndroparnir hressa og prýða engið, og litlu góðsemdarverkin fegra heiminn. Vér þekkjum ekkert sem er meira aðlaðandi en hjarta fullt af góðgirni, og það er vissulega ekkert sem prýðir mannlega náttúru jafn mikið og ástundun þessarar fögru dygðar; tilhneging sem er svo endurlífgandi og ágæt, ætti að vera skjaldarmerki sérhverrar athafnar og hugsunar í lífi voru. Þetta lögmál er undirstaða og frumregla kristindómsins, og vér finnum það í engum jafn götuglega staðfest og í endurlausnara vorum, sem, á meðan hann dvaldi hér á jörðinni, gekk um kring og gjörði gott. Úrvals samræður. Eftir Platon. Þýtt úr grisku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) Ennfremur að nokkuð sé fagurt og gott? — Það gefur að skilja. — Hefur þú þá nokkurn- tíma séð hið minnsta af þvi með augunum? — — Engan vegin. — Eða hefur þú með nokkurri annarri skilningslegri eftirtekt fundið það? Eg á nefnilega við allt þetta, til dæmis stærð, heilbrigði, kraíta og í einu orði, alt það í hlutnum, sem vera hans stendur saman af, og hversvegna að hann er það sem hann er. Mun nokkur skoða það verulega sanna í því i gegn- um líkamann, eða er því þannig háttað að sá af okkur, sem mest og vandlegast reynir aðhugsa sér einhvern hlut, hann mun prófa hann eins og hann er í raun og veru, hann mun líka kom- ast næst þekkingu sérhvers hlutar. — Sannarlega. — Hann mun líka gjöra þetta á hinn hreinasta hátt, og svo mikið sem hægt er, með sjálfum huganum nálgast sérhvern hlut án þess að nota sjónina við umhugsina, eða draga nokkurt annað skilningsvit inn i umhugs- un sína, en sem með hinni hreinu íhugun reyn- ir að leyta að hlutaríns hreinu veru. eins mikið og hægt er, skilið frá augum og cyrum, og i einu orði, frá öllum líkamanum, eins og þvi, sem með meðalgöngu sinni truflar sálina, oglof- ar henni ekki að eignast sannleikann og þekk- inguna. Mun þetta ekki, Simmias, vera hið sanna ef það annars er nokkuð? — Þú hefur fyllilega á réttu að standa, Sókrates, svaraði Simmias. Thyra Varrick. Eftir Amalíu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Þegar þangað var komið, breyttust lifnaðar- hættirnir skjótt, i sitt góða vanalega líf, sem Hektor hatði mestu mætur á. Hannkomst und-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.