Dvöl - 01.11.1909, Page 3
D V 0 L.
43
fór ótti og hugleysi að gera vart við sig hjá hinni
lítilfjörlegu hirð i Holyroodhöllinni; Jakobinsku
frúrnar tóru að óttast tyrir að dýrðin á Holy-
rood mundi ganga til þurðar; og yfirmennirnir
i hinum vilta, tiltölulega íámenna her, vissu vel,
að hversu sem enska stjórnin yrði sein á sér lil
framkvæmda væri þó tími hefndarinnar vissu-
lega í vændum. Einhver óttablandin ókyrð var
yfir öllum stéttum, efi og óttahrollur dró úr á-
kafanum; daglega gerðu þessar trutlanir vart við
sig. Karl prins einsamall sýndi hið sama glað-
væra aískiftaleysi, af þvi hann hélt sjálfur að
hann væri að ttjúga á vængjum forlagadísar sinn-
ar upp í sérákvarðað konungssæti; og einn dag,
til mikillar undrunar og gremju fyrir llokk hans
og herforingja, lét hann brosendi þá ákvörðun
sína i ljósi, að hann ætlaði að halda á leiðis til
Lundúnaborgar með lið sitt, til þess að vinna
undir sig krúnu Englands.
Þessi ákvörðun Iíarls, að ráðast á England
var fyrsta sporið til ógæfu hans.
Hinir ensku Jakobínar höfðu ekki á neinn
hátt sýnt sig líklega til að veita honum hjálp,
en prinsinn var viss um að hann þyrfti ekki
annars við, en að fara yfir landamærin, og þá
mundu heilir herskarar koma sér til hjálpar.
Hektor mac Dónald, — sem stólaði upp á
vináttu sina mikla — reyndi af öllum mætti að
fá prinsinn ofan af þessari vitleysu og sagði
meðal annars:
»Hálenzku llokksforingjarnir vilja í engan
máta fara í svona lagaða för til Englands. Þeir
hata gripið til vopna sinna til þess að setja einn
af Stúörtunum í konungssætið á Skotlandi, og
þeir eru reiðubúnir að berjast til þess að koma
því í gang; en þeir vilja ekki ráðast á England«.
Ógæta Stúartanna reið ekki við einteyming.
Þrátt fyrir allar mótspyrnur byrjaði Karl prins
herferð sína suður eftir, hinn 31. október, með
eina sex þúsund hermenn.
Hinn 18. nóvemberféll »CarlisIe«, sem engri
vörn gat beitt, í hendur hans og prinsinn hélt
innreið sína i borgina sigri hrósandi, reið sjálí-
ur á hvítum hesti með hundrað lúðurþeytara á
undan sér. Þetla var liið síðasta eftirlæti sem
hamingjudísin veitti honum. Þó hann færi gegn-
um Cumberland, Westmoreland og Lancashire,
stóðust ensku virkin áhlaup hans, hann fékk og
lilla viðbót við her sinn, þar sem á hverri nótlu
lleiri og færri Hálendingar slruku úr her hans
og héldu skemstu leiðina aftur heim til fjalla-
héraða sinna.
Meðan þessu fór fram, fór enska stjórnin,
seint og síðar meir að átla sig á ástandinu. Hún
sendi því hershöfðingja Wade, með herflokk til
móts við Karl, og enn þá meira lið undir for-
ustu hertogans af Cumberland. Lundúnaborg
hafði nógan liðsaíla til að taka á móti upphlaups-
mönnum, og sjálfboðaliðar voru allsstaðar; og
skipaílotinn var sömuleiðis til reiðu i sundinu
til þess að koma i veg fyrir að Karli kæmi
nokkur hjálp frá Frakklandi. En alt þetta er
nú ekkert að reikna í samanburði við kulda og
afskiftaleysi prinsins, i því að láta herílokka sína
halda inn í mitt England. Og þegar þeir kom-
ust til Derby var allur íjöldinn af liðinu fast-
ráðinn í að snúa aftur. Það var í sannlelka
llótti eða gjöreyðsla. Lávarður Georg Murray
og Heldor mac Donald bentu prinsinum á þetta.
Hann varð fyrst reiður og svo ólundarlegur, en
þar eð hann sá, að þeir yrðu óumílýjanlega að
hörfa undan, hélt hann norður á bóginn með
mestu ólund. Því þó hann hefði liprara skap-
lyndi en hans önuglyndi faðir, þá var hann eins
auðugur af hinni imynduðu, guðdómlegu tign
sinni, já, hann áleit málefni sitt svo heilagt, að
einhver yfirnáttúrleg höpp lilytu að vera þvi
samfara, og gagnvart þessum trúaroísa, verkuðu
ráðleggingar hertoringjanna ekki neitt. Lávarð-
ur Georg Murray sagði honum nú afdráttarlaust
að »guðdómlegi rétturinn hans væri nú orðinn
úreltur«, og þegar Karl vænti sér liðsyrðis hjá
Hektori, þá hafði hann ekki gleymt mörgum
lítilsháttar snuprum og ósvííni sem hann hafði
mælt af prinsinum og sagði því:
»Þessu er þannig varið, prins. Jafnvel liá-
lendingarnir hafa gleymt yðar háa rélti«.
»Svo þér eruð þá líka einn meðal svikar-
anna!« svaraði Karl, fokreiður.
Hektor svaraði: »Eg hefi gengið oflangt,
prins, til þess að vcrðskulda |)að nafn«.
Eftir þessa samræðu lét Iíarl sem hann
tækí varla eftir Hektori, og þegar þeir komu til
Carlistle, skipaði hann svo fyrir, að majór mac
Dónald skildi verða þar eftir með fim'mtíu öðr-
um af flokki sinum til þess að styðja majór
Townley, sem var fyrirliði fyrir Lancashire fylk-
íngunni. Forlög þessara manna voru svo auðsæ,
að hertoginn af Perth neitaði að láta nokkurn
mann úr sínum flokki fara í þeirra lið, og lá-
varður Georg Murray sárbændi um að hætta
heldur við að verja kastalann, en að gefa jafn-
hrausta drengi út i fyrirsjáanlega dauða. Prins-
inn hafði ei að síður ákvarðað þetta, og mcð
hinni tilfinningarlausustu þrjósku, skildi hann
við herdeild sína, svo að hún varð fyrst til að
taka móti hefnd Englendinganna og slátrunar-
græðgi, eða til að mæta hinni grimdarfullu með-
ferð sem öllum landráðamönnum varbúin; þetta
var eitt andstyggilegt dæmi upp á hans sjálfs-
elskufulla trúarolsa, sem kom honurn lil að virða
líf margra þúsunda af heiðarlegum mönnum,
sem lögðu lífið i sölurnar fyrir hans málstað, aö
vettugi. Hann áleit það ekkert nema tilviljunarlegt
tilfelli í skylduvei'kum þeirra, sem honum var
alveg óþarft að koma i veg fyrir eða iðrast eftir.
Pannig var Hektor skilin eftir í Carlisle með
sína til dauða dæmdu fylkingu, og Karl sjálfui*
flúði eins fljótt og honum var auðið til hálenzku
landamæi'anna, og settist að í Invernes með sinn
flokk, þangað kornust þeir loksins 18. febrúar.
Hertoginn af Cumberland nam staðar við Aber-
deen. Hann kærði sig ekki um að ílýta sér á
eftir Karli upp í snæþöktu fjalllendin, því hann
vissi að af því hefði hann ekki neina ilt eitt.
Her Hálendinganna hafði hvoi'ki peninga eða