Dvöl - 10.01.1911, Page 4
2
D V 0 L.
Bækur.
Ágúst Bjarnason: Austurlönd.
Reykjavík 1908. Kostnaðarmaður
Sigurður Iíristjánsson.
Það er vissulega þakkiætisvert að fá ritverk
í einni heild, sem skýrir svo nákvæmlega frá
trúarþrá og guðsdýrkunar-aðferð hinna mörgu
kynþátta og þjóða sem búið hafa og búa á jörðu
þessari, og afstöðu og samband þeirra hvert við
annað. Þetta erfiða og umfangsmikla verk fer
höfundinum svo vel úr hendi, að hann hlutdrægn-
is- og' öfgalaust lætur viðburðina sjálfa tala fyrir
sig, og neyðir ekki skoðun sinni upp á nokkurn.
Bókin er rituð samkvæmt uppgötvun og á-
lyktun vísindanna, sem víkur í ýmsu verulegu
frá barnatrú vorri, einkum er til nýja sáttmál-
ans kemur — kraftaverkanna — viðurkennir ekki
það, sem stríðir á móti þeirri náttúruniðurröð-
un sem vér þékkjum, en gerir ]>að samt svo
vægilega að jatnvel veltrúaður maður finnur sig
ekki særðan við lestui'inn.
Bókin er heldur ekki trúfræðislegt rit i þeirri
merkingu, en ávöxtur vísindanna, en trú og vís-
indi hafa alt til þessa átt bágt með að samlaga
sig. Mannsandinn heldur áfram að leita að sann-
leikanum — rannsaka og þroskast fram í hið
óendanlega, og hann á máske enn þá eftir að
stranda þannig á kraftaverkakerfum þeim sem öll
tilveran er þrungin af, að hann láti sig sannfæra
um, að guðs almætti gengur eins og rauður þráð-
ur í gegnum alla tilveruna.
í gegnum margra — margra alda trúarþrá
er auðsýnilegt að mannsandinn, jafnvel í sínu
allra viltasta ástandi, er að leita að alfullkomn-
um, huldum guðdómi, sem eðlið segir honum
að hljóti að vera til, eins vissuiega og hungrið
bendir til að saðningin sé til, þorstinn að svala-
drykkur sé til, andvakan og þreytan að svefninn
sé lil o. s. frv. Tíminn, að eilífðin sé til — ?
Bók þessi er verulega skemtileg aíleslrar —
já, svo skemlileg að mann langar til að endur-
taka hana og manni líður vel eftir lesturinn, og
það er meira en hægt er að segja um margar
bækur, þó góðar séu kallaðar. Engum sem er
þroskaður í trú sinni ætli að standa hætta af
lestri hennar, því þó maður í öllum tilfellum
sé henni ekki samdóma, þá liefir hún mörg
sannsöguleg gullkorn að geyma.
Barnasögur eftir Ilallgrím
Jónsson. Reykjavík 1910.
Sögur þessar eru alls 6 talsins, ofur auð-
veldar, og því ekki ofvaxnar skilningi barnanna
sem snemma fá löngun til að heyra sögur. Það
er því æskilegt fyrir þau að fá stuttar, auð-
veldar og mentandi sögur, sem helzt ætlu að
vera, er svo óþroskaðir smælingjar eiga í hlut,
þannig, að þær örfi réttlætistilfinningu þeirra
bæði gagnvart mönnum og skepnum. »Hvað
ungur nemur gamall fremur«, segir máltækið.
Prjú æfintýri eftir Sigurbjörn
Sveinsson. Utgefendur Jón Helga*
son og Karl H. Bjarnason. 1909.
ÖIl eru æfintýri þessi skemtileg ailestrar,
sem fagur siðferðiskjarni er fólginn i. Lestur
.þeirra hrífur mann svo þægilega út úr umsvifum
lífsins meðan á lestrinum stendur. Kverið er
vel 25 aura virði og þó meira væri.
(Framh. siöar).
Borguð skuld.
(pýtt).
(Niðurl.).
Alt í einu fór útgefandi að hrosa og sagði
við sjálfan sig: »Þetta er ágæt hugmynd. Eg
ætla að biðja þau bæði að koma til mín á morg-
un. í millibilinu get eg ráðið við mig hvort
þeirra skal hljóta verðlaunin, og þá get eg séð
livort eg get ekki keypt hina söguna«. Um kveld-
ið sendi hann frá sér tvö hréf. Hiðfyrra hljóð-
aði svona: »Utgefandann langar til að finna
yðnr hér heima á skrifstofunni á morgun, fimtu-
dag kl. 12«. Hitt hljóðaði svona: »Utgefandann
langar til að tala við yður, hérna, á skrifstofu
sinni á morgun, fimtudag kl. 12og30 mínútur«.
Áritun fyrra bréfsins var, Páll Reynor Esq. En
hins siðara, Fröken Ella Hammond.
IV.
Það var útgeíandinn, sem var að tala og
hann sagði: »Herra Raynon, þó eg geti ekld
dæmt yður verðlaunin, þá er eg samt fús til að
kaupa söguna af yður. Látið liana verða hér
eftir hjá mér, og eg skal undir eins og eg fæ
tima, láta yður vita um, hvað eg get boðið yð-
ur fyrir hana«. Páll hlustaði á þetta hrvggur í
huga: »undir eins og eg fæ tima til«, — en rit-
stjórar þurfa svo lengi að leita að hinum henl-
uga tíma, sérhver dagur var veslings Páli svo
dýrmætur, því orð læknisins hljómuðu stöðugt
í eyrunum á honum, þau er hann hafði sagt
um morguninn. »Iíonan yðar verður að fara—-
fara undir eins að heiman. Sjóloftið er henni
svo nauðsynlegt — ómissandi, annars get eg elcki
ábyrgst afieiðingarnar«. Hvernig gat hann nú
farið heim og sagt veslings veiku konunni sinni
að þau yrðu enn þá að baslast hjálparrlaust á-
fram?
Hann hafði rekið upp gleðióp er hann hafði
opnað bréfið frá ritstjóranum, af því hann sá að
það færði sér gullna von — og lijónin bæði höfðu
hlegið og grátið sameiginlega yfir því.
Og nú —
Hann varð angraður í hjarta og línurnar i
andliti hans báru vott um örvæntingu, svo geklc
hann út úr skrifstofunni.
Stúlka með svarta þykka blæju fyrir andlit-
inu og klædd sorgarbúningi, sat og beið inni i
biðslofunni, en hugur lians var svo langt í burtu
að hann tók naumlega eftir henni.
»Ó, hve sorglega leit liann úl!« mælti stúlkan
fyrir munni sér. »Ó, hve mörg sorgmædd börn