Dvöl - 01.03.1914, Qupperneq 3

Dvöl - 01.03.1914, Qupperneq 3
D V 0 L. ii varninginn, — samskonar varning og þann sem Vilhjálmur Valter hefir pantað i nýja húsið silt. Eg hefi heyrt að hann hafi pantað hjá yður gólf- ábreiðurnar og veggfóðrið. Þér græðið ekki svo lítið á þessu, Jakob Cohen«. — »Yðar hágöfgi veit fyllilega vel, að ég liefi ekkert meira upp úr því en rétt hæfilegan ábata — ekkert meira, ekk- ert meira«. — »Og þér græðið á svo mörgu og mörgu, Cohen, allir eru sammála um það«. — »Þegar guði þóknast rignir blessun niður með hverjum vindgusti, yðar hágöfgi«. Rétt í þessari svipan heyrðist einhver hávaði á götunni — einhver óvanaleg hreyfing, sem, þó hún væri ekki hávær, kom öllum til að verða vara við sig, og það jafnvel þótt menn væru í djúpri umhugsun. Colden gekk fram í götu- dyrnar og horfði út. Ióris van Heemskirk gekk fram hjá í sama bili og gekk hraðara en honnm var lagið. — »Góðan daginn, herra, gerið svo vel að segja mér hvað á gengur niður við skipa- bryggjuna? Mér heyrist hljóðið koma þaðan«. — »Eg er yðar auðmjúkur þénari, ráðherra Col- den«, svaraði Ióris. »t*að eru góð tíðindi þaðan, hinn stóri .Kristófer’ er kominn inn á höfn, herra minn með skipstjóra sinn, Batavius de Vries. Verið þér sælir«. Um leið tók Ióris í loðna hatt- inn sinn og skundaði til Murray-bryggjunnar. Bram var kominn upp á skipið og hafði gripið um hægri öxlina á Bataviusi, sem stóð við toppmastrið og var að ráðstafa farminum. Hann var stór og þreklega vaxinn maður, sem sýndi augljóslega, að hann var sjómaður, sem siglt hafði um mörg veraldarhöf og var bæði vanur við einveru og að sér væri hlýtt. Honum þótti vænt um Bram á sína visu, en hann gaf það ekki til kynna með orðamælgi; Bram skildi hann ei að siður. Hann var alveg ánægður með þessa stultu og blátt áfram kveðju: »Gott, Bram, jjú ert kominn. Hvernig líður ykkur?« — Koma Iórisar jók á kæti samfundanna. Bataviusi féll Ióris vel í geð; þeir tókust sjálfkrafa kröftuglega í hendur. Eftir stutta dvöl gengu þessir þrir menn saman af skipinu. Það stóð mesti mann- ijöldi á bryggjunni. Sumir komu af forvitni; aðrir í þeirri von að fá eitthvað að gera við upp- skipunina, sem væri arðvænlegt; svo aftur aðrir til að ná í eitthvað sjaldgæft og dýrmætt, sem skipherrann á hinum mikla ,Kristófer‘ hefði til sölu. Cohen var einn á meðal þeirra; en hann gaf sig ekki fram á meðan vinirnir voru að tala saman, sérstaklega af þvi hann heyrði að Ióris sagði við mannfjöldann með kurteisislegu vald- boði: »Þokið ykkur til, vinir, þokið til, því þegar maður hefir dvalið þrjú ár á sjónum, þá er ekki vert að hefta för hans fyrir smámuni«. Jóhanna hafði fengið sendingu frá unnusta sínum og vissi því um komu hans og fór að búast við honum heim til sín. Hún dróg engar dulur á kærleika sinn til hans og það ríkti hros og gleði hjá allri fjölskyldunni, er hún eftir svo mörg ár bjóst við að finna unnusta sinn. Þau voru ein af þessum elskuríku, hyggnu hjónaefnum, sem menn geta að eðlilegheitum búist við að njóti ánægju i hvers annars sambúð; og fyrstu orðin, sem Ba- tavíus sagði, virtust gefa fullvissu um það. — »Starf mitt hefir gengið vel, Jóhanna mín, eins og vant er«, sagði hann, og nú ætla eg að byggja húsið handa okkur, og svo skulum við fara að gifta okkur«. — Jóhanna hló. — »Hefurðu fengið fallega kínverska kassann, sem ég sendi þér frá skipinu, fallega tauið, sælgætið og gullprjónana?« spurði hann. »Jú, eg hefi fengið það alt saman. Þetta hefir hlotið að kosta mikla peninga, Batavíus«. »Já, já, vissulega var það dýrt, en samt á eg nóg eftir. Maður ferðast ekki -til stranda Afriku fyrir ekki neitt, — Katrín mín, hvers vegna kemur þú ekki til mín?« — Katrín stóð við opin gluggan og var eftir þvi sem sýndist, að gæta að hunangs- flugunum innanum Locust-blómin, en í raun og veru var hún að alt öðru, — hún gætti að báti sem sigldi eftir ánni og bar við annann endan á atdingarðinum, hún hefði ekki getað sagt hvernig hún vissi að hann var þar; en henni fannst að hún sjá hann gegn um bilið sem var á milli hinna mörgu laufguðu trjáa. Henni fanst að hún heyra áratogin, og finna til áhrifanna affjör- ugu fallegu andliti, sem hóf sig upp yfir lilju- runnana sem spruttu fram með árbakkanum. Svo spurning Batavíusur, tilvonandi mágs hennar, truflaði hana ekkert. Miklu geðslegra andlit en Batavíusar, og áhrifaríkari rödd kallaði inn í sálu hennar, hún svaraði samt: »Mér liður vel Bata- víus, það gengur ekkert að mér, og eg er full- komlega sæl, og nú ætla eg að ganga niðrí aldin- garðinn til að tina mér fallegan blómvönd«. Jóhanna svaraði: »Núna í vikunni hefurðu þris- var gengið niður í garðinn til að tina blóm, en svo hefur þú einlægt gleymt því. Það er hyggi- legra fyrir þig að hlusta á það sem Batavíus ætlar að segja okkur um ferðir sínar í ókunnu löndunum sem hann hefir komið í, og um hið einkennilega fólk sem byggir þau, bæði karla og konur«. — »Fyrir þig, Jóhanna, gelur það verið skemtilegt; en . . .«, — »Það er líka skemtilegt fyrir þig að heyra það, og það getur líka orðið lærdómsríkt«. »Látum svo vera að það sé satt, systir, en eg hefi ekkert gaman af slíkum fræð- um. Eg ætla að ganga niður i garðinn«. Um leið og hún slefti síðasta orðinu, gekk hún ró- lega út úr dyrunum, og laut niður að hverju blómabeði sem varð á vegi hennar, en Jóhanna veitti henni nákvæma eftirtekt. »Barnið er orðið að gjafvaxta stúlku, athugaði Batavíus, og þess verður ekki langt að bíða að hún verður að full- þroskaðri ástmey«. — »Hún er búin að fá sér elskhuga«, sagði Jóhanna; »en Katrín vill ekki sjá hann, hún situr á knjám föðursins, en ekki elskhugans«. — »Hvað skyldi það líka stoða, og hvernig mun það enda?« spurði Batavíus, »og hver er það?« — »I5að er hann Niels Semple. í kvöld mun hann koma. Hann mun tala um landstjórann og um margt annað sem al- menning varðar. En þrátt fyrir það er Iíatrín aðal aðdráttaraílið. Stúlkur halda ekki uppá pilta í fjögur ár, og þeir ekki uppá þær til einskis.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.