Dvöl - 01.11.1914, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.11.1914, Blaðsíða 2
42 D V 0 L. sem vanda vilja islensku tunguna, og hver skyldi ekki vilja það. Það leiðréttir mörg rangnefnd orð sem þarflegt er að þekkja. Og væri betur að það væri stærra og fjölorðara og mundi það ei að síður verða kærkomið mörgum. Gula slaufan. Saga frá Nýju Jórvík eftir Amalíu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.) Hún var yíir sig reið og hrygg; annars hefði Elder ekki þolað allar þessar skammir svo stillilega. Hún heíir elskað hann alveg eins og son sinn. Elízabet mín! maður má samt aldrei gleyma að vera réttlátur. Eg er hryggur og þreyttur í kvöld«. Næsti dagur var sunnudagur, og margar sárgrætilegar spurningar ruddu sér til rúms í hjörtum þeirra hjóna. Ioris fann, að hann gat ekki sezt í sæti sitt á meðal kirkjuráðsins, fyrri en það hefði sýknað hann fyrir allri hluttöku og vitorði um þessar blóðs- úthellingar. — Jú, meira að segja bæði prestur- inn, djáknarnir og hinir elztu í söfnuðinum urðu að viðurkenna syknu hans frammi fyrir ölium söfnuðinum. Frúin gat varla þolað að hugsa um augnatillitið, sem dóttir hennar fengi. og fyrirlitningaratlotin, sem hún yrði fyrir, Batavius sýndi svo greinilega andstygð á að láta sjá sig í félagsskap Katrínar, og svo bjóst hún við, að aðrir yrðu eins. En alt þetta fanst Ioris ekki nægileg ástæða til að hætta við að fara í kirkjuna. Honum fanst sérhverjum mátu- legt að taka á móti afleiðingum athafna sinna, og hann bælti þessu við: »Hvert ættum við, elskan mín! að fara heldur en í guðshús, þegar sorgartilfelli bera oss að höndum?« Katrín hafði ekki gefið sig inn i samræðuna, en þegar henni var lokið, sagði hún: »Eg get ekki, móðir mín! borið það; eg mundi detta niður. Eg treysti Eg treysti mér ekki til að fara í kirkjuna! Aumkastu yfir mig! Eg ætla fyrst að tala við prestinn; og það sem hann skipar mér að gera, það geri eg«. »Þú skalt sitja milli mín og hans föður þíns«. »Það er það sama; eg get ekki borið það; mér verður ilt; þar mun svo margt koma fyrir, bæði hræðsla og sneypa, svo guðs- þjónustan verður að engu gagni; hinir og þessir verða undirfurðulegir, er þeir sjá mig, og svo alt kjaftæðið! Og svo verður presturinn sár- reiður! Mér líður langbezt heima«. Svo lét móðir hennar þetta eftir henni. En Ioris var harður við Katrínu, og gremja hans féll henni verst. Enginn hafði þó sagt nokkurt óþægilegt orð við hana, en jafnframt hafði heldur enginn sagt nokkurt hluttekningarorð við hana. Það var jafnvel eins og Jóhanna systir hennar hefði beyg af henni og var köld við hana, af því að Batavíus hafði kent henni, að það væri jafnvel skömm að aumkaa hana, og sagði: »Ef annar- hvor maðurinn deyr, þá skal eg æfinlega skoða Iíatrínu sem morðingja, og okkur er hvergi boðið í heilagri ritningu að fyrirgefa morð, Jó- hanna mínl Og jafnvel á meðan að afleiðing- arnar eru óvissar, er réttast að vera varúðar- samur, þvi okkur er boðið að forðast hið illa«. Svo með þessari skoðun fyrir augum fanst Bataviusi að það vera hreint og beint boðorða- brot að skifta sér nokkuð af Katrínu, svo vesl- ings stúlkan hafði fulla ástæðu til að óttast al- menningsálitið, þegar hennar eigin fjölskylda var svona æst á móti henni. Kirkjan hefði því orðið henni pyndingastaður. Hún varð mjög fegin að fá að vera einsömul heima, svo hún gæti grátið í næði. Þegar kirkjufólkið var farið, heyrði hún fótatak Brams. Hana undraði, að hann hefði ekki farið i kirkjuna, og var hrædd við að mæta honum, þar til hann fór úr blóð- storknu fötunum, sem hann hafði verið i um nóttina. Bram hugsaði, að hún hefði farið í kirkju, og varð hlessa, er hann mætti henni heima svona grátbólginni. Hann kendi því í brjósti um hana og sagði: »Veslings Katrin mín!« Hún þurfti ekki meira en vafði handieggjunum um hálsinn á honum og grét með sárum ekka við barm hans eins og hjarta hennar ætlaði að springa af harmi. »Veslingurinn! hver hefir grætt þig?« spurði hann. »ó, Bram! er hann dauður?« »Hver? Níels? Eg held að honum batni«. »Hvað varð- ar mig um Níels? Ræksnið það! Eg vildi að hann dæði. Já, eg vildi það — eg óska þess«. »Óskar þú þess! — það er rangt af þér«. »Bram! Bram! aumkaðu mig. Það er hinn maðurinn sem eg er að spyrja þig um, hefir þú nokkuð heyrt um hann!« »Hvernig getur hann lifað? sjáðu alla sorgina sem er i kring- um þig, elskan mín, og biddu guð um að fyrirgefa þér og hjálpa þér«. »Nei, eg hugsa ekki um það. Eg skal biðja guð á hverju augnabliki um að honum batni.' Hvernig get eg gert að því að eg elska hann? Hann, sem er svo góður og göfuglyndur. ó, elskan mín, elskan mín, ó, að eg hefði mátt deyja fyrir þig!« Bram var hálf angurbitinn; eftir hinn siðast- liðna sólarhring fór hann að skilja freystinguna, sem Katrín átti í með sjálfri sér, og hann fór að skilja að elskan er ekki eigingjörn og spyr aldrei þannig lagaðra spurninga: »Hvað heit- irðu? Hvert er föðurland þitt og hver er faðir þinn«. Hann fann að svo lengi sem hann lifði mundi hann muna eftir Miríam Cohen eins og hún stóð meðan hún var að tala við hann í dimmu búðinni. Fegurð hennar var óalgeng í augum unga Hollendingsins. Hann gat ekki gleymt stóru brúnu augunum hennar og bliðu, fallega litarhættinum, rósrauðu vörunum og mikla svarta hárinu sem var nælt upp með gimsteinum skreyttum gullprjónum, né fagra teinrétta vextinum þó hún væri klædd i látlaus döklc föt og hefði hálssjal úr hvítu indversku silki. Hann vissi ekki enn þá að hann elskaði hana, honum fanst einungis að það vera ununar- ríkt að sitja kyr og dreyma vakandi drauma um dimma herbergið og fögru stúlkuna, sem stóð

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.