Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 1
1 >-•, i. tr-"--NY Auglýsing ¦ Suma bíla þarf litið að selja. Þeir selja sig mest sjálfir. Mætti gjarnan kalla þá sjálfsölubíla. Svoleiðis tæki þekkjast á þvi að þau nánast breiðast út. Sjálfsölubíll er sem sagt bíil sem vinir og vandamenn eigendanna vilja eignast líka. Aka þannig heilu fjölskyldurnar og ættirnar á sömu biltegundinni, jafnvel heilu byggðarlögin. Subaru er ótvírætt einn sjálfsölubílanna. f fjöiskyidu Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings aka margir á Subaru. Hjálmar er oft í fjölmiðlum til þess að ræða ástand fiskstofnanna. Við vildum hins vegar fræðast um Subaruinn hans. „Mér er ljúft að ræða um Subaruinn minn" sagði Hjálmar glaður í bragði er við röbbuðum við hann. „Ég verð var við það i mínu starfi að það heyrist ekki i fólki opinberlega nema það sé óanægt. Það er gott að koma í fjölmiðla til þess eins að segja að maður sé ánægður og hafi ekki yfir neinu að kvarta. „Menn gera auðvitað mismunandi kröfur til bíla. Ég geri mína kröfu og númer eitt vil ég ekki bíl sem hefur sjálfstæða skoðun á því hvenær mótor- inn á að fara í gang. Subaru hefur sem betur fer ekki sjálfstæða skoðun á þessu máli. Graftól og keðjur hafa mér alltaf þótt hvimleiðir fyigifiskar aksturs í snjó. Nú er ég laus við það. Svo vil ég geta komist í Mjóafjörð og það sem er ekki síður mikilvægt, ég vil geta komist þaðan upp aftur og það er ekki á færi allra bíla. Ég er alinn þarna upp og við ruddaökuslóðir sem teljast ekki akvegir, ekki einu sinni á lslandi, og ég hef alltaf haft gaman af að glíma við slíka troðninga. Síðan 78 þegar að ég fékk fyrsta Subaruinn minn, hef ég getað leyft mér það sport og hef ekki minna út úr því heldur en þeir sem aka á stærstu jeppunum, sums staðar þar sem þungi þeirra þrýstir þeim ofan í svaðið, flýt ég ofan á. Ég hef farið hringveginn á bflnum og fór þá Hellisheiðina úr Jökulsárhlíð og yfir í Vopnafjörð, en það er einhver brattasti fjallvegur landsins, auk þess sem vegunnn er mjög leirkenndur. Þessi leið er, nú um miðjan júlí, ófær jafnvel Subaru. Nú þá hef ég farið Kjalveg og Landmannalauga og Eldgjárhringinn, sem er kannski ekki til að segja frá. I fyrrasumar fór ég nýja línuveginn sem liggur af Kaldadalsleiðinni norðan við Skjaldbreið og Hlöðufell austur að Tungufljóti. Tungufljótið er alveg ófært óðrum en mjög stórum bílum og verður maður að aka niður með því og kemur þá niður í Haukadal hjá Geysi. Ég spurði mann, sem þekkir staðhætti hvernig færð væri og taldi hann leiðina niður með Tungufljóti afar slæma. Mér fannst hins vegar bara gaman að þessum spotta. Það var eins og að vera kominn heim í Mjóafjörð. Einu sinni hefur mér tekist að festa Subaru rækilega. Ég festi hann í jarðvegslausri möl á bökkum Þingvalla- vatns, og var þar engu um að kenna nema hálfvitahætti mínum. Kunningi minn á sumarbústað þarna skammt frá, svo ég rólti þangað til að biðja um aðstoð. Þegar ég og þessi kunningi minn komum til baka þar sem Subaruinn lá fastur, heldurðu að standi þá ekki 3 menn frá Subaru-umboðinu reiðubúnir til þjónustu. Það fannst mér sko þjónusta í lagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.