Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 4
Auglýsing . ,',V% ■ „Ég er mjög ánægöur meö gripinn. Mig langar til þess að byggja yfir hann og svo getur maður lagst í ferðalög með fjölskylduna," sagði Bjarni Guðbjörns- son vélstjóri við afhendingu nýja bílsins Datsun King Cab torfærupallbifreið." Við höfum yndi af ferðalögum en mér frnnst alltaf svolítið sárt að nota góða fólksbíla í ófærur. Ég er þá með öndina í hálsinum um að eitthvað komi fyrir. Við eigum 1980 módelið af Datsun 180B station. Það er góður bíll. Við höfum ferðast á honum en núna verður Datsun King Cab okkar ferðabíll. Station bíllinn stóð sig t.d. mjög vel þegar við fórum Fjallabaksleið nyðri s.l. sumar. Við vorum með dætur okkar tvær. Fórum við Dómadalsleið inn í Land- mannalaugar og skoðuðum Landmanna- helli. Síðan fórum við niður í Eldgjá og löbbuðum inn að Öræfufossi. Það er fullt af skemmtilegum leiðum sem okkur langar til þess að fara og ætlum að láta eftir okkur á nýja King Cabinum. Lengsti leigubílaakstur á íslandi Oskum landsmönnum góðrar ferðar og heimkomu sýnið tiUitssemi í „ umferðinni fi Ingvsr Helgsson „GrOtt er heilum vagni Sýningarsalurinn v/Raudageröi heim að áka” sími 33560 Jón M. Guðmundsson að legpja af stað. ■ „Ég ætla að vera heima eins og venjulega um verslunarmannahelgina" sagði Jón M. Guðmundsson á Reykjum í Mosfellssveit er við hittum hann að máli. „Ég hef engu að síður gaman af að ferðast um landið. Fór t.d. í fyrra snemma sumars vestur ísafjarðardjúp og inn á Snæfjallaströnd. Við fórum Þorskafjarðarheiðina. Vegirnir voru sums staðar hálfgerðar tofærur en Wartburginn flaug yfir þetta allt saman og það kom ekkert fyrir, sprakk ekki einu sinni. Við voru 4 og fullhlaðinn bíllinn. Vinur minn sem þarna var með í ferðinni, er mikill bílamaður. Fyrir þessa ferða var hann með einhverja fyrirvara um kosti Wartburg en eftir þessa ferð er hann alveg sannfærður um ágæti bílsins. Þegar ég ferðast vil ég helst ferðast í Wartburg. Bíllinn fer einfaldlega vel með mig á ferðalögum. Við hjónin sofum í bílnum á ferðalögum okkar. Þannig erum við alveg frjáls. Leggjum bara niður aftursætið og förum að sofa. Að ferðast á Wartburg er næst því að ferðast á hestbaki, en það þykir mér best. Reyndar nota ég bílinn mikið við bústörfin. Það er merkilegt hvað bíllinn kemst. Það gerir framhjóladrifið og svo er bíllinn hár og léttbyggður. Vinir mínir býsnast stundum yfir því að ég skuli ekki aka á dýrari bíl. En ég nenni ekki að hafa áhyggjur af því að dýrir bílar skemmist eða eyðileggist. Eins og ég segi við vini mína, „ef ég lendi út í skurð nú þá það. Ég skil bara bílinn eftir í skurðinum. Svo fer ég til hans Ingvars og fæ mér nýjan Wartburg. Hinn get ég svo sótt ofan í skurðinn við tækifæri þegar ég má vera að!!! Það segir sína sögu að ég á 5. Wartburginn minn núna, enda ek ég yfirleitt 30-35 þúsund km á ári. ■ Maður heitir Styrmir Þorgeirsson leigubilstjóri á B.S.R. Gæti hann auðveldlega borið viðurnefnið hinn víðförli með rentu. Er gaman að setjast niður með honum og hlusta á eitthvað af mörgum ferðasögum hans. En Styrmir hefur gert meira. Hann á að baki lengsta leigubílaakstur sem farinn hefur verið af íslenskum leigubílstjóra og eflaust þótt víðar væri leitað s.s. örugglega íslandsmet. Við gefum Styrmi orðið: „Já, ég ók lengsta túr sem farinn hefur verið á íslenskum leigubíl. „Farþeginn var maður sem taiað hafði um þetta með nokkrum fyrirvara. Við fórum tveir frá Reykjavík til Seyðis- fjarðar og þaðan með Smyrli til Þórshafnar í Færeyjum. Því næst sigldum við með Smyrli til Bergen í Noregi. Og um Noreg ferðuðumst við vítt og breitt í 3 vikur, frá Osló til Þrándheims og allt þar á milli. Ég hef ekið í þcssum túr á Datsuninum a.m.k. 2000 km. bara í Noregi. Við fórum að Noregsferðinni lokinni með Smyrli til baka sömu leið heim. Þetta er nú ekki lengsta leigubílaferð í heimi. En okkar ferð var farsælli. Lengsta ferðin var farin frá London til Indlands. Það var háöldruð kona sem pantaði þá ferð en hún lést í Hollandi á leiðinni heim. Að vísu ætlaði ferðin að enda illa hjá okkur líka. Við fengum á Suðurlandi eitthvert versta þrumuveður sem komið hefur á íslandi en við sluppum óskaddaðir úr því. Datsuninn stóð sig eins og hetja. Ég þurfti ckki aðgá aðneinu allan tímann. Farþeginn sem pantaði Noregsferðina hefur pantað fleiri langar ferðir hjá mér. Við erum orðnir ágætustu vinir. 1978 fórum við hringinn í kringum landið á 10 dögum. Ég var á '11 módelinu af Datsun diesel, þá sáumvið Kröflu byrja að gjósa. Rétt áður höfðum við heyrt í útvarpsfréttunum að allt væri með kyrrum kjörum á Kröflusvæðinu og ekki líkur á gosi. Ég hef farið mjög víða á Datsun diesel bílunum. 1971 fór ég norður Sprengi- sand á sama bíl og ég fór í Noregs- ferðina. í þeirri ferð fórum við inn í Þjófadali. Þeir eru í jökulkróknum austan af Langjökli og vestur af Hveravöllum. Farið er yfir Stélbratt og Þröskuld sem, eins og nafnið gefur til kynna, eru mjög brattir. Sjaldgæft er að fólksbílar fari inn í Þjófadali og alveg óhætt að taka það fram að það er varasöm leið. Þarna var rúta sem varð að bíða við verstu brekkuna í nokkrar vikur eftir að kranabíll kæmi til að toga hana upp. Við fórum suður Kjöl, en á Hveravöllum er okkur sagt að Sandá mundi vera gersamlega ófær fólksbílum. Ég var með konu og þrjú börn svo ég beið eftir hálendisrútu til að hafa samflot með og fá aðstoð ef með þyrfti. Þess þurfti ekki og Datsuninn fór yfir ána þó Sandá flæddi yfir húddið. Við fórum Sprengisand aftur 1977 á Datsun, sem ég keypti það sama ár. Um nóttina gistum við í tjöldum í Nýja Dal sunnan undir Tungnafellsjökli, til þess að taka árnar á Sprengisandi um morguninn. Árnar margfaldast vegna bráðnunar íssins yfir daginn og eru mestar á kvöldin. í þeirri ferð fórum við aðra leið til baka. Við fórum austfirðina og ókum vestur Fjallabaksleið nyrðri. Þar er ekið um Eldgjá og vestur Kýlingar, en þaðeru daladrög. Á rennur í dalbotninum og vegurinn eða slóðin liggur sitt á hvað yfir hana. Ég hef ekki enn farið mikið á nýjasta Datsuninum mínum. Um daginn ók ég lengst inn í Þjórsárdal og síðan vestan úr honum með háspennulínunni sem er upp undir jöklinum. Maður kemur svo aftur niður hjá Tungufelli í Hruna- mannahreppi. Það er bara jarðýtuslóð. Aðalatriðið á svona ferðalagi er að gefa sér tíma, fara sér hægt og lyfta steinum ef þeir eru fyrir. En þessi leið er alls ekki ætluð fólksbílum. „Bíllinn fer svo vel með mig í ferðalögnm” Við sæluhúsið í Þjófadölum. Við Grjótagjá í september 1977 Trabantinn hefur svo mikla sál ■ „Ég hef gaman af ferðalögum og finnst fátt eins skemmtilegt og að ferðast um öræfi landsins, en ég hef ekki ennþá ákveðið hvert ég fer um þessa helgi,“ sagði Sigríður Lúthersdóttir heilsurækt- arþjálfari er við hittum hana hressa og káta að vanda. „Um daginn fór ég ásamt vinum mínum t.d. inn í Skaftafell og gengum við inn í Morsárdal og tjölduðum. Daginn eftir gengum við upp á jökulinn og tveir úr hópnum klifu Þumal. Þriðja daginn gengum við svo eins langt og hægt er að komast inn í Kjósardalinn. Hins vegar má ég ekki vera að því að ganga í Reykjavík. Til þess hef ég allt of mikið að gera. Ég komst að því þegar jeppinn okkar bilaði fyrir 4 árum og við urðum bíllaus í nokkurn tíma. Það var sko dýr tími. Éggat einhvern veginn alls ekki samræmt ferðir mínar strætóferð- um og engan tíma hafði ég til þess að ganga svo að ég tók leigubíla hvert sem ég fór. Þá sá vinur okkar aumur á okkur. Hann átti gamlan, illa farinn Trabant sem hann notaði lítið og lánaði mér hann. Ég varð svo himinlifandi yfir þessu nýja farartæki að ég keypti bílinn af vini okkar og hef verið áskrifandi að Trabant síðan. Þessi fyrsti reyndist mjög vel og fór alltaf í gang sama hvernig viðraði, en hann var illa farinn svo ég fékk mér nýjan ári seinna og átti þann bíl í 3 ár. Ég er svo hrifin af þessum blessuðu bílum að vinir okkar hjónanna hafa orðið að hlusta á marga predikun- ina hjá mér um það hvað það er gott að eiga Trabant. Nokkrir hafa líka tekið trú og keypt sér Trabant. Já fólk hugsar sig tvisvar um þegar það sér hvað Trabantinn getur. í fyrravetur fór ég einu sinni í vinnuna í ágætu veðri og lagði bílnum á bflastæðinu. En um daginn snjóaði svo ofboðslega að allar samgöngur duttu niður bæði með einkabílum, leigubílum og strætó. Þarna stóðu samstarfsmenn mínir á tröppun- um í von um einhverja hjálp helst af himnum ofan en ég gekk bara að Trabantinum náði í skóflu í skottið svo mokaði ég bílinn lausan. Trabantinn fór í gang í fyrsta eins og alltaf og ég ók á honum heim í hlað. Sumir spjalla við hundana sína eða kettina sína, en mér finnst Trabantinn minn hafa svo mikla sál og persónu að ég hvísla stundum að honum gæluorðum og hrósi. Reyndar er sá nýi svolítið karakterlaus ennþá en það kemur. Fyrsti King Cabinn afhentur Lagt af stað í Noregsferðma Annar bíll eöa kraftaverk ■ „Nei, ætli ég fari nokkuð um verslunarmannahelgina. Straumurinn verður út úr bænum og ég fer á móti straumnum eins og þú veist. Ég hef lítið farið en fór þó tilAkureyrar um dag- inn,“ sagði Gestur Þorgrímsson lista- maður Hvað varstu að gera? „Við hjónin vorum með sýningu, sem opnuð var 11. júní. Við fórum með sýninguna á Wartburginum. Hann er svo þýður að maður finnur varla muninn, þcgar ekið er af malbikinu á mölina. Ánnars var þessi ferð ekki í frásögur færandi. Bíllinn stóð sig mjög vel eins og alltaf. Fyrir nokkrum árum fórum við sömu erinda þ.e. með sýningu frá Kaup- mannahöfn til Þrándheims í Noregi á Trabant. Það var 5. Trabantinn okkar. Þetta var um páskaleytið. Við ókum frá Helsingborg í Svíþjóð í hálku og fannfergi en vorum samt á sumar- dekkjum. í Skandinavíu skipta menn ekki yfir á vetrardekk. Ökumenn voru varaðir við að fara þessa leið því það snjóaði meira en gert hafði áður. 30 slys urðu þarna á smákafla leiðarinnar samkvæmt útvarpsfréttunum en við fundum ekki fyrir neinu á Trabantinum. Ferðin tók 4 daga hvora leið. Norðmenn þekktu Trabant ekki mikið og vakti bíllinn feikna athygli. Fannst þeim sérstaklega merkilegt hvað ég kom miklu í hann og var auk þess með stóra toppgrind. Einn spurði hvort plastið myndi bráðna í sumarsólinni. Eitt sinn kom til okkar maður mjög miður sín. Sagðist hann hafi ekið á Trabantinn okkar í stæðinu. Var bíllinn að hans sögn mjög dældaður og sýnilega óökufær. í Noregi eru engin verkstæði fyrir Trabant og málið því alvarlegt. Þegar ég og þessi maður fórum að athuga skemmdirnar bendir maðurinn á brettið og ætlaði að segja eitthvað en kom ekki upp orði af undrun. Svo leit hann á mig og sagði „annaðhvort er þetta annar bíll eða þetta er kraftaverk. Bíllinn er ekki beyglaður lengur“. Ég bara hló og útskýrði þetta fyrir honum því þetta var ekki í fyrsta skipti sem plastið í Trabantinum small út aftur eftir ákeyrslu. Wartburginn minnerþýðurog rúmgóður og ég er hæstánægður með hann en hann lagar sig ekki sjálfur eins og Trabantinn. Trabantinn er mjög góður í snjó eins og fram kom í þessari ferð. Sonur minn varð að skilja þennan sama Trabant eftir upp á Holtavörðuheiði, ekki af því að hann sjálfur komst ekki lengra heldur af því að aðrir sátu fastir. Viku seinna fórum við að grafa bílinn úr skaflinum og eins og alltaf þó kalt væri í veðri fór bíllinn í gang í fyrsta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.