Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 3
Auglýsing 3 ■ Það sem við Islendingar erum einna þekktastir fyrir út í heimi eru íslendinga- sögur okkar. Þar er frásagnargleðin í algleymingi þó yfirveguð sé. Frásagnar- gleði virðist vera íslensku þjóðixmi í brjóst borin. Ég hef stundað bifreiðainn- flutning í 20 ár, og hef á þeim tíma hlustað á marga ferða- og fræknisögu viðskiptavina minna. Sú staðreynd að við búum við slæmt vegakerfi og að um stóran hluta landsins- liggja engir vegir, veldur því að nánast öruggt er að eitthvað beri til tíðinda á ferðalögum íslendinga um land sitt. Því miður man ég ekki ferðasögur sem mér eru sagðar í erli dagsins. Langar mig þess vegna til þess að gefa nokkrum viðskiptavinum mínum orðið í þeirri von að þú, lesandi góður, hafir jafn gaman af að lesa þessar línur og ég hef haft af að heyra margar þeirra fjölda sagna sem mér hafa verið sagðar. Bfleigendur þeir sem hér segja frá eru ekki valdir á einn eða annan hátt, þeir áttu bara leið um og því teknir tali. Ekki var vitað fyrirfram frá hverju þeir kynnu að segja. Ef vel tekst til væri gaman að endurtaka þetta og forvitnilegt væri þá að heyra frá fleiri viðskiptavinum sem hafa frá einhverju að segja. Undirstaða hvers fyrirtækis eru starfs- menn þess. Þar hef ég verið mjög heppinn. Ég vil nota tækifærið til þess að þakka nokkrum af starfsmönnum mínum, sem hafa verið hjá mér lengi, Birni Guðjónssyni, sem er framkvæmda- stjóri varahlutaþjónustu, Kristjáni Ágústssyni, verslunarstjóra varahluta- verslunar, Baldri Garðarssyni fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs, Jóhanni Haulri Jóhannssyni sem stjómarvara- hlutadeild fyrir landsbyggðina, og Agn- ari Leví, sem nú er stórbóndi og oddviti á Vatnsnesi en starfaði hjá mér í fjölmörg ár og er alltaf tilbúinn til þess að taka að sér einstök verkefni þegar til hans er leitað. Þá hafa böm mín öll starfað við fyrirtækið frá bamæsku og er ég þeirrar gæfu aðnjótandi að tveir sona minna hafa störf við fyrirtækið að aðalstarfi, Helgi, sölustjóri og Guð- mundur Ágúst, framkvæmdastjóri. Að lokum vil ég þakka Júlíusi Vífil, syni mfnum, sem tekið hefur að sér ýmis störf, lögfræðileg og önnur, fyrir fyrirtækið m.a. hrundið þessu hugar- fóstri mínu f framkvsmd. ÞRENGSH VEGUR LANDSINS I mið.ium Hrafnhólum, þar sem vegurinn er þrengstur. Myndina tók Kristján með sterkri aðdráttarlinsu. Ef myndin prentast vel, sést undir bílinn og er hann þó alveg upp við bergið. Á myndinni er Þóra Þórarinsdóttir eiginkona Krist.iáns og sonur þeirra Þorvaldur „Þá bjargaði Datsuninn kannski lífi mínu” Sveinn Þormóðsson við hlið lifgjafans ■ í hugum margra eru Dýrfirðingar sveipaðir fjarrænum ljóma ævintýranna. Má það e.t.v. rekja til þess að náttúrufegurð í Dýrafirði er hreint ævintýri líkust. Sennilega á þó ævintýra- ljóminn líka einhverja rót í þeirri staðreynd að Dýrfirðingar hafa i gegnum tíðina verið taldir menn göldróttir. Hvað um það, við ætlum ekki að fjölyrða um seiðmögnun Dýrfirð- inga, enda er sá Dýrfirðingur sem við ætlum að heyra i, Kristján Ottoson, maður nútimans sem sinnir erilsömu starfi í Reykjavik. Kristján ekur nú á Subaru en ók á Datsun áður. Við gefum Kristjáni orðið. „Mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem ég fór á Datsun Station 1200. Vegna þess að allt útlit var fyrir að sú ferð yrði gjörsamlega misheppnuð, en snérist svo upp í einhverja bestu ferð, sem við höfum farið. „Hjá okkur voru gestir, danskur maður og kona hans. Við vildum sýna þeim landið. Ferðinni var heitið austur í Skaftafell. Til allrar óhamingju rigndi svo mikið á leiðinni að það skemmdi ferðina alveg. Vegirnir voru slæmir og bíllinn varð eitt drullustykki. Við ætluðum að fá okkur kaffi í balanum við Skógarfoss en rigningin gerði það ómögulegt. Til þess að slá tvær flugur í einu höggi ók ég bílnum upp með ánni nánast undir fossinn og þar drukkum við kaffi, á meðan náttúrunnar þvottastöð hreinsaði öll óhreinindi af bílnum. Við gistum í Skaftafelli. Samkvæmt áætlun ætluðum við að snúa við daginn eftir og halda til Reykjavíkur sömu leið. Nú sem sagt það rigndi svona svakalega fyrir sunnan en fyrir austan og norðan var glampandi sól. Ég lagði því undir vini mína á hádegi næsta dags hvort við ættum ekki frekar að fara hringinn til Reykjavíkur. Þaöurðum við að gera á þrem dögum (nátta tvisvar) af því að þau áttu að fljúga til Danmerkur eftir fjóra daga. Það varð úr. Fyrri náttstaður okkar var á Djúpavogi. Þangað komum við klukkan hálf tólf um nóttina þreytt og svöng. Albjart var og ekki skýhnoðri á himni. Austfirðir skörtuðu þarna sínu allra fegursta. Fyrir okkur hjónin var þetta alveg sérstakt. Við höfum sjaldan orðið fyrir svona sterkum áhrifum af náttúrunni. Fyrir Danina var þetta eins og annar heimur. Þar lögðust á eitt miðnætursólin og hin stórbrotnu fjöll, sem hvorugt fyrirfinnst í Danmörku. Ekkert okkar gat snúið sér að því að fara að sofa fyrr en líða tók að morgni. En Danirnir voru líka hrifnir af öðru í þessari ferð. Það var Datsuninn. Fannst þeim alveg sérstakt hvað bíllinn bar okkur vel yfir þessa slæmu vegi. Alveg viss voru þau um að nýi bíllinn þeirra í Danmörku hefði ekki staðist slíka þolraun. Sögðust þau myndu skipta og fá sér Datsun um leið og þau kæmu heim og við það stóðu þau. Þetta var nú fyrir sjö árum og þau hafa ekki keypt annað en Datsun síðan. Þeim fannst eins og ég hefði svikist undan merkjum þegar að ég fékk mér Subaru. En ég fer á hverju ári vestur á firði og fer þá hálfgerðar jeppaslóðir. Ég fór oft vestur á Datsunmum af því þeir eru svo háir, en þarna er stundum alveg ófært fólksbílum og því vissara að hafa fjórhjóladrif. Allt frá árinu 1954 höfum við hjónin farið á hverju sumri til Dýrafjarðar, að einu sumri undanskildu. Finnst okkur ekkert sumar vera fyrr en við erum komin til Dýrafjarðar. Það getur verið að æskustöðvarnar eigi svona sterk í tök í manni og togi mann til sín, en ég held að það sé fyrst og fremst fegurð fjarðarins sem sleppir ekki takinu og seiðir mann til sín sumar eftir sumar. Dýrafjörðurinn er talinn af flestum sem hafa séð hann fegursti fjörður íslands. Þar er einnig að finna hrikalegasta veg landsins. Hann liggur fyrir utan Keldu- dal í svokallaðri Hafnarófæru og út bergsyllu í Neðri Hrafnhólum. Þar fyrir utan tekur við Hafnarnesið, sem er slétt og flatt. Mín leið liggur svo áfram í Svalvoga þar sem ég er fæddur og uppalinn. Vegagerðin taldi útilokað að leggja veg til Dýrafjarðar nema með óheyrileg- um tilkostnaði. Ungur bóndi Elías Kjaran réðist þá sjálfur í þessa lífshættulegu framkvæmd af miklu hugrekki. Er vegurinn þrengsti vegur landsins og verður að aka hann afar varlega enda þverhníft niður í sjó. Eins gott er þá að vera á fullkomlega traustum og öruggum bil.“ ■ „Maður verður að vera reiðubúinn allan sólarhringinn. Og þegar kall kemur verður maður að sleppa öllu, sama hvað það heitir og koma sér á staðinn eins hratt og maður getur, annars er eins líklegt að maður missi af öllu sarnan," segir Sveinn Þormóðsson blaðaljósmyndari sem löngu er orðinn landsfrægur af ljósmyndum sínum, enda oftast mættur fyrstur manna þar sem myndefnis er að vænta. Við kræktum í manninn á hraðferð, en það er ekki auðvelt því hann er fljótur á fæti þótt þykkur sé. „Alveg númer r eitt í svona bransa er að hafa góðan bfl. Gættu að því að ég keyri 40-50 þús. km. á ári. Nú hef ég átt Datsun Sunny í 7 ár og hvergi hlíft þeim. Þeir hafa sýnt að þeir eru réttu bílamir fy rir mig, 100% öruggir en samt eyðslugrannir og snöggir.“ Hefurðu ekki ferðast eitthvað um landið? „Jú, blessaður vertu ég hef ferðast mikið á Datsuninum. Ég er nýkominn úr veiðitúr upp að Úlfljótsvatni þar sem ég skellti bílnum út í bölvaðar vegleysur. Þarna sátu fastir í leðjunni bæði litlir og stórir bílar en ég smaug þetta fram hjá þeim og svo út í móa í þýfið þegar þess þurfti með. Konan mín margbað mig um að hætta brjálæðislegum torfæruakstrin- um því hún vildi ekki enda veiðiferðina föst út í móa. Biddu fyrir þér. Bíllinn tók ekki einu sinni upp undir. Ég fékk 15 bleikjur. Heldurðu að það sé munur að eiga fínan dag í veiði í stað þess að eyða deginum í það að reyna að losa bílinn úr svaðinu? í fyrra fórum við hjónin til Grundar- fjarðar um Kirkjuskarð. Þá kom sér líka vel hvað bíllinn er hár. Við fórum í berjatínslu upp á mikið fjall þar sem er gott berjaland en það á bara að vera fært dugmiklum jeppum. Bændur á næstu bæjum vildu fá að skoða bílinn eftir þessa ferð. Þeir héldu að það væru brögð í tafli, fjórhjóladrif og svoleiðis, en það er nú ekki. í þcssari ferð mældi ég nákvæmlega bensíneyðsluna. Hún reyndist vera tæplega 6,5 lítrar á hundraði." Það er sagt að þú akir stundum í hraðara lagi þó ekki sé meira sagt. Ertu ekki hræddur um líf þitt. llNei þetta verður liður í starfinu, en ég ek aldrei hratt nema brýna nauðsyn beri til. Hins vegar var ég svolítið hræddur um líf mitt um daginn. Ég var upp í Heiðmörk að mynda gróður sem skemmdarvargar höfðu eyðilagt. Held- urðu að ég sjái ekki útundan mér hvar liggja maður og kona í laut. Þau höfðu ekki orðið mín vör enda bæði mjög upptekin við smá ástarleik. Og eins og góðum ljósmyndara sæmir eða kannski bara af meðfæddum prakkaraskap mínum þá smellti ég einni mynd af þessum samruna líkamanna út í náttúr- unni. En heldurðu að glampi af linsu myndavélarinnar hafi ekki komið upp um mig og ég sé að'maðurinn verður mín var. Hann rekur upp skaðræðisöskur, einhver frummaður komið upp í honum og er svo illúðlegur að mér sýndist samingsleiðin ekki fær og ekki tímdi ég að glata filmunni, svo ég sá mitt óvænna og tók til fótanna með manninn nakinn á hælum mér. Ég henti mér inn í Datsuninn sem beið rétt hjá. Það var eins og blessuð skepnan skildi, a.m.k. brást hann mér ekki frekar en Sörli brást Skúla og bjargaði mér þama úr klóm villimannsins. Það er af honum að frétta að hann hljóp dágóða stund á eftir bílnum kviknakinn.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.