Tíminn - 29.07.1982, Síða 2

Tíminn - 29.07.1982, Síða 2
2 Auglýsing „Það gefur á bátinn” Friðrik Ólafsson á leið yfir vatnsfall á Subaru ■ íslenskir ferðalangar sýna ekki alltaf nauðsynlega aðgát þegar þeir fara á bílum sínum yfir ár og læki. Fer stundum svo að bílar sitja fastir eða gefast upp út í miðjum ám og getur það orðið erfitt úrlausnarefni að ná þeim þaðan upp úr aftur. Sjálfsögð regla er að athuga vel vað á ánni áður en lagt er út í. I flestum tilfellum munu klofstígvél og kústskaft nægja til slíkrar könnunar. Á bifreiða- verkstæði Friðriks Ólafssonar hafa komið bílar sem lent hafa í vatni og við spurðum Friðrik um það hvað gera þyrfti í slíkum tilfellum. „Pegar það hefur gerst er að ýmsu að huga. Vél og rafkerfi þarf að þurrka og skipta þarf um olíu á gírkassa og drifi. Til þess að nefna þér dæmi um óhapp af þessari tegund þá minnist ég eins eiganda af Datsun 1200 sem var sérlega óheppinn eða heppinn eftir því hvernig við lítum á það. Hann ók bílnum yfir á í leysingum en vissi ekki að áin var bara fær meiriháttar torfærubifreiðum. Áin sýndi Datsuninum fljótlega sínar verstu hliðar og keyrði bílinn alveg í kaf milli þess sem hún fleytti honum stjórnlaust áfram. Við svona aðstæður er ekki hægt að snúa við - en hvort sem það var slembilukka eða eitthvað annað þá náði eigandinn bakkanum hinum megin. En vegna þess að bakkinn var hár og blautur drepur eigandinn á bílnum þegar hann eftir illan leik var alveg kominn upp úr ánni. Bremsurnar voru blautar og héldu ekki, svo bíllinn rann hægt og stjórnlaust út í ána aftur. Þar dúsaði hann hálfur í kafi um nóttina. Þegar bíllinn kom tl mín á vörubílspalli skipti ég um olíu á gírkassa og drifi og bíllinn flaug í gang eins og ekkert hefði gerst. Hins vegar tók marga daga að þurrka innréttinguna. Ég aðstoðaði ekki fyrir löngu strák við að losa bílinn sinn upp úr á. Hann hitti kvöldið áður stúlku á sveitaballi og vildi bjóða henni í bíltúr út í náttmyrkrið. Til ;em alls ekki er hægt að aka yfir á bíl og hann bara beint af augum yfir holt og hæáir enda á Subaru. En ástin hefur sennilega blindað alla heilbrigða skynsemi þar eð á vegi þeirra varð á semalls ekki er hægt að aka yfir á bíl og síst af öllu ef menn eru ekki vanir slíkum akstri. Enda fór sem fór. Sennilega hefur ástarneistinn slokknað við að vaða ískalda ána í land. Hann var skömm- ustulegur stráksi daginn eftir því að nokkrum metrum ofar er áin brúuð en í myrkrinu sá hann ekki brúna né heldur að vegurinn lá þarna rétt hjá. Ég dró Subaruinn upp úr ánni, hugaði aðeins að mótornum, en þeir eru sérstaklega vatnsvarðir. Þar næst start- aði ég og mótorinn flaug í gang. „Ég hef dregið meira en hestakerrur” Svanur við Datsuninn ■ „Á Datsuninum!! Já kall minn égfer á honum hvert á land sem er og næstum því í hvaða slark sem er.“ Svanur leigubílstjóri á Y-146 svarar alltaf hressilega og tæpitungulaust. Sagt er að hann geti líka orðið bcittur og látið hvassyrðin og fleira fjúka en við þekkjum hann ekki öðru vísi en brosmildan, vinalegan og jákvæðan. Svanur er reyndar Halldórsson en hann kynnir sig bara sem Svanur og er aldrei kallaður annað. „Ég er ekki bara pantaður til þess að flytja mannskepnuna á Datsuninum. Hrossaflutningar eru alltaf nokkur liður í starfinu. Hestarnir fara auðvitað ekki aftur í heldur aftan í. Ég er með góða tveggja hesta kerru sem ég dreg á Datsuninum. í einni slíkri ferð með hesta sem farþega, flutti ég tvo hesta til Grundarfjarðar og tók þar tvær hryssur og folald til Skagafjarðar. Þar var hryssunum haldið undir hest. Mánuði seinna sótti ég svo hryssurnar aftur. Þó maður hafi ekið eftir þjóðveginum þá var yfir fjallvegi að fara s.s. Vatnsskarð, Holtavörðuheiði og Kerlingarskarð. Ég hef drcgið meira en hestakerrur. Kunningi minn var í vandræðum með gamlan 6 tonna Bedford vörubíl sem staðið hafði milli gripahúsa út á Seltjarnarnesi en vörubíllinn þurfti að fjarlægja. Nýlegur amerískur jeppi hafði reynt sitt besta en það dugði ekki tii. Drif jeppans brotnaði við átökin. Kunningi minn hringir þá í mig og biður mig að koma og aðstoða sig. Ég sagðist mundi athuga hvað ég gæti gert og ók út á nes. Fékk mér nælontóg og batt aftan í Datsuninn og í grind Bedfords- ins. Síðan bakkaði ég upp að vörubíln- um og gaf svo allt í botn. Það er teygja í næloninu og teygjan tók af höggið þegar strekktist á tóginu. Hins vegar lyftist Datsuninn upp að aftan þegar átakið var mest. Við það snérust afturhjólin á fullu laus í loftinu, því ég var með bensíngjöfina í botni, en þegar afturhjólin koma á jörðina aftur er það með gífurlegur afli og vörubíllinn fór aðeins af stað. Svona rykkti ég Bedfordinum 4 sinnum yfir ófærur og dró hann svo bara í gang á eftir út á malbikinu.“ Með hjöruliðmn í nestistöskunni ■ Hver þekkir ekki Dalabóndann eða bara Dala eins og hann er gjarna kallaður. Jæja kannski ekki allir, en þeir sem fylgjast með rallyakstri vita að Dali er alveg ómissandi í öllum rallyum. Hann hefur tekið þátt í 13 rallyum og bara tvisvar orðið að hætta keppni. Það er góður árangur. Dali eða Örn Ingólfsson eins og hann heitir, bóndi og bifvélavirki, ekur í rallyunum áTrabant. Hann á líka Subaru Hatchback, sem hann notar mikið dagsdaglega, en heldur þó mikið upp á Trabantinn sinn. Sérstaklega fannst mér gaman af fyrsta alþjóðlega rallyinu á íslandi. Þá komu tveir ítalir og tveir svíar og fluttu með sér til landsins rándýra sérsmíðaða rallybíla. Eftir fyrsta daginn var ræst frá Sauðárkróki eftir árangri. Ég var þá á milli ítalanna. Á þriðja degi var farið yfir Kjalveg og þá bilaði hjá mér hjöruliður. Ég var viss um það að ég hafði hjörulið meðferðir og leitaði um allt í bílnum en fann hann ekki. Eftir 15 mínútna leit og viðgerðartilraunir hugs- aði ég að maður yrði að kunna að taka því að falla úr keppni, geng ég út í móa með nestisboxið til að fá mér hressingu. Þegar ég opna nestisboxið er það fyrsta sem í Ijós kemur hjöruliðurinn. Hvernig hann komst þangað veit ég ekki, en það var of seint. Ég hafði tapað niður of miklum tíma. Trabantinn var næstsíð- asti bíll sem féll úr keppninni sá síðasti var bíll svíans Hakland. Það var sérbyggður rallybíll. Það sem vantar er að keppt sé í riðlum eftir mótorstærð þá fyrst myndi Trabant- inn keppa við sína jafningja. Þá má búast við Trabant-sigrum því að á undanförnum 20 árum hafa þeir unnið í rallyum 118 sinnum í sínum riðli, fengið 161 gullverðlaun, 77 silfurverðlaun og39 bronsvcrðlaun. 20 sinnum hafa þeir unnið í sínum riðlum í rallyum svo sem Rally Monte Carlo og Alparallyum o.fl.“ ■ Nýlega er komin til landsins Datsun King Cab torfærupallbifreið. Er þessi bifreið að mörgu leyti fráburgðin þeim bifreiðum sömu tegundar sem verið hafa á boðstólnum hingað til. Má þar fyrst nefna 'að Datsun King Cab er með sjálfstæða fjöðrun að framan. Hefur mörgum þótt torfærupallbifreiðir hastar á íslenskum vegum enda eru þær með öxul að framan og stífa fjöðrun en bifreiðar af þessu tagi eru flestar stuttar og léttar. Datsun King Cab er hins vegar mýkri vegna hinnar sjálfstæðu fjöðrunar og lengdar sinnar. Til nýjunga telst einnig vélin sem er alveg ný á nálinni. Hún er 2,200 rúmsentimetrar á stærð. Á hverjum sílinder eru tvö kerti til þess að nýta bensínið sem best. Þá er bifreiðin 5 gíra og með tvo stóla í stað bekkjar svo sem vanalegt er. Þegar byggt er yfir bifreiðina kemur það til góða, því að ekki þarf þá að kaupa stóla en þeir eru nauðsynlegir í yfirbyggðum pallbifreið- um til þess að hleypa farþegum afturí. Annar kostur við Datsun King Cab, þegar byggt er yfir hann, er sá að ekki þarf að taka úr pallgólfi og lækka það fyrir fætur farþeganna í aftursætinu. Þeir sem eiga eða hafa átt óyfirbyggðan pallbíl vita að mjög bagalegt er að hafa ekkert geymslurými inní bílnum. Getur það eitt að kaupa í matinn orðið óþægilegt. í Dagstun King Cab er pláss fyrir aftan sætin, sem er fengið með því að lengja hús bifreiðarinnar eins og sjá má á myndinni. Datsun King Cab er með aflstýri fisléttu en öruggu. Við vildum fræðast svolítið um manninn og bílana og spurðum hvernig á því stóð að hann byrjaði á þessu Páskarallý 1977 „Þetta byrjaði bara með forvitni á rally. Ég vildi ekki svala forvitni minni með því að aka á dýrum bíl í rally þess vegna valdi ég Trabant. Rally er mikil þolraun og hana standast fáir bílar, ekki einu sinni þeir dýrustu, nema þeir séu styrktir sérstaklega. Ég keppi á ódýrasta bílnum en samt eina bílnum sem ekki er styrktur. Trabantinn minn er bara eins og þeir bílar sem menn kaupa hjá Ingvari Helgasyni. Ég get reyndar ekki gert mér vonir um að ná í fyrstu sætin. Vélin er bara 600 rúmsentimetra stór og ekkert eða lítið verið aukið við afl hennar. Þarna er keppt á bílum með 10 sinnum stærri vélar og sumir þeirra kosta 10 sinnum meira í keppnisformi heldur en Trabantinn. Sumum þeirra hef ég þó gefið langt nef. Tvö undanfarin rally hef ég verið á undan Chevrolet Camaro, átta strokka spíttkerru. í Vísisrallyinu 1978 fór ég á 12 ára gömlum Trabant sem eigandinn lét standa og notaði ekki lengur. Bíllinn var vel gangfær en ég dyttaði aðeins að honum með varahlut- um sem ég hirti úr gömlum bíl. í því rallyi var ég 11. af 27 keppendum. Þá eins og alltaf hafði ég enga aðstoðar- menn, eins og flestir hafa. Vísisrallý 1978 „Nýr blU frá NISSAN, DATSUN KING CAB” ENDALAUS DATSUN ■ Þetta er ekki sjónhverfing. Tveir Datsun Cherry '11 módel voru soðnir saman í þeim tilgangi að undirstrika nauðsyn þess að halda bílnum við. Báðum bílunum var ekið 130.000 km. Öðrum bílnum, þeim dökka, var haldið við t.d. skipt reglulega um olíur, kerti, platínur ofl. Hinum, þeim Ijósa var bara ekið, en ekkert hugsað um viðhald hans. Þegar gerðir voru upp reikningar var endursöluverð dökka bílsins miklu mun hærra heldur en ljósa síamstvíbura hans. Bensíneyðsla dökka bílsins var lægri en þess Ijósa og auk þess öruggt að dökki bíllinn myndi endast a.m.k. 50.000 km. í viðbót án meiriháttar viðgerðar, en talsvert þurfti að gera við ljósa bílinn til þess að nota mætti hann áfram. ,,Það er sko ekkert of gott fyrir Trabbann minn”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.