Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1950, Side 4

Iðnneminn - 01.09.1950, Side 4
Iðnskólinn Iðnskólinn á Selfossi er starf- ræktur þannig, aö öðrum skól- um er hann fyrirmynd í flestu. Þar hefur ein af aðalkröfum iðnnemasamtakanna komizt í framkvæmd. Krafan um, að bóklega námið fari fram í dag- skóla. Fjórir bekkir skólans eru starfræktir á daginn, í stað tveggja í iðnskólanum í Reykja- vík. Öllum aðilum hefur líkað þetta nýja fyrirkomulag skól- ans vel. Kvöldskólinn lagður niður. Þó að fyrirkomulag kvöldskól- ans á Selfossi væri betra en ann- arsstaðar, t. d. að skólinn var aðeins starfræktur til klukkan átta á kvöldin, í stað tíu hér í Reykjavík, var ákveðið að fara fram á, að skólinn yrði gerður að dagskóla. Þegar það var gert, var talið sjálfsagt að verða við þessum kröfum iðnnema og koma á dagskóla. Allir iðnnemar vita, hvílík raun það er að sitja á skóla- bekk að afloknum vinnudegi. Til dæmis þurfa sumir iðnnem- ar í Reykjavík að vera í skól- anum til klukkan tíu á kvöldin, án þess að fá nokkurt matarhlé. Það er því gleðiefni að heyra, að iðnnemar hafa fundið náð fyrir augum almennings og komið mönnum i skilning um, að hið úrelta kvöldskólakerfi er alveg óviðunandi. á Selfossi Nýtt skólahús, nýtt skólakerfi. Iðnaðarmannafélagið á Sel- fossi gekkst fyrir því, að viðun- andi húsnæði fengist fyrir iðn- skólann. Það réðist í að kaupa gamla barnaskólahúsið, sem hætt var að nota, og hugðist byggja við þaö. Var því lokið haustið 1949 og var skólinn þá tilbúinn fyrir kennslu næsta vetur. Þá var það sem iðnnemar á Selfossi fóru þess á leit við ýmsa meistara á staðnum og skólastjóra iðnskólans, að skól- inn yrði starfræktur sem dag- skóli. Voru allir samþykkir þessu, ef það tækist vel, bæði meistarar þeir, sem talað var við og skólastjórinn. Síðan byrjaði skólinn. Fyrsti iðnskóli á íslandi, sem starf- rækir alla fjóra bekkina á dag- inn. Skólatíminn er tveir og hálfur mánuður á ári, í stað sex mánaða í kvöldskólanum í Reykjavík. Þennan fyrsta vetur voru 30 nemendur í skólanum, en þeir eru flestir að læra tré- smíði, bifvélavirkjun, málara- iðn eða rafvirkjun, en það eru aðalgreinar iðnaðarins þar. Kennarar voru sex, ef með eru taldir þeir, sem kenna iðnteikn- ingar. Eftir þetta fyrsta skóla- ár eru allir sammála um, að hið nýja fyrirkomulag hefur reynzt vel, bæði skólastjóri, kennarar, meistarar og iðnnemar, og eru þeir síðastnefndu sérstaklega ánægðir með það. Ég óska iðnnemunum á Sel- fossi til hamingju með dagskól- ann og vona, að í framtíðinni verði þeir brautryðjendur í sem flestum hagsmunamálum iðn- nema. Með iðnskólann á Selfossi efst á blaði hefjum við nýja sókn í baráttunni fyrir dagskólum, en þið haldið áfram ykkar sigur- sælu baráttu þar til fullur sig- ur er unninn. sj. Kaffidrykkja í iðnskólanum á Selfossi í tilefni af afhendingu prófskírteina. 2 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.