Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1950, Síða 7

Iðnneminn - 01.09.1950, Síða 7
Niðurlag. Ég fylgdi þeim eftir hinum megin á gangstéttinni og beið. Ef þær færu báðar inn í eitt- hvert hús, þá væri ég nokkurs vísari. Ég setti vandlega á mig hverja götu, sem við fórum eftir, því ég ætlaði mér að rata þessa leið. Þetta var spennandi eins og veiðiferð, ég læsti fingrunum í frakkann, eins og þeir væru klær. Allan tímann sönglaði ég fyrir munni mér, Ég var að hugsa um dans kring um varð- eld, trumbuslátt í skógi, villi- bráð og veizlu. í nótt vildi ég leika mér. Ég hallaði höfðinu út á hlið og lézt vera að rífa af fjaðrir með tönnunum. Ég hló brjálæðislega, ég ímyndaði mér, að ég væri að éta sjálfan mig. Ef ég hefði haft heppnina með mér, þá hefði kerlingin misst veskið sitt, og ég hefði tekið það upp og farið með það heim að hliðinu. Eftir það hefðum við verið kunningjar. En ég er aldrei heppinn. Það þýðir ekki fyrir mig að treysta á tilviljanir. Ég verð að bera mig eftir björg- inni, eins og sporhundur, eigi ég að fá eitthvað. En þetta er einn þáttur veiðinnar, sem er spenn- andi. Allt hefur sinn tilgang, fá eitthvað fyrir klærnar og tenn- urnar. Maður nýtur þess, þegar sporið lokkar, þegar maður sér bráðina og bíður færis. Liggur í launsátri og nýtur ævintýrisins, nú — nú hef ég þig. Ég get hleg- ið með sjálfum mér við ímynd- unina um að hafa nakið hold á milli handanna. » Þegar þær námu staðar, gekk ég yfir á sömu gangstétt og færði mig varfærnislega nær þeim. Þá sneri hún sér við og sá mig, og þær gengu báðar inn fyrir hliðið. Ég hef þig þó, hvað sem öðru líður, hugsaði ég, — ég get biðið, þar til þú kemur. Nú sleppur þú ekki frá mér. Hún kom ekki út aftur, en ég hafði þó alltaf húsnúmerið. Daginn eftir var ég í miklum spenningi, og þegar vinnu var lokið, fór ég beina leið upp í göt- una hennar, inn á knæpu, og settist þar við glugga, sem var beint á móti hliðinu. Það fóru ekki margir út eða inn,en hvorki hún né kerlingin. Skiljanlega reiknaði ég ekki með slíku sem því, að hún kæmi hlaupandi að kaupa kökur. Væri hún eins og mús í hlöðu, þá hafði ég hlöð- una á mínu valdi. Þegar ég sat þarna og beið, hélt ég höndunum utan um kaffibollann, eins og til þess að ylja mér. Ég gerði það næstum ósjálfrátt. Ég var að hugsa um hana, eins og þegar ég sá hana á kvöldin. Ég ætlaði að taka ut- an um hana, halda höndunum um mittið, strjúka um brjóst og mjaðmir. Ég sá hana liggjandi á bakinu. Andlitið sá ég ekki. Hún faldi það eins og hún væri hrædd við hendurnar á mér. En hún gat ekki falið þetta veika og fíngerða, töfrana í hreyfing- unum, þegar hún næstum sveií áfram. En hugsa sér muninn á hreyfingum hennar og stirðrar kerlingarinnar. Ekkert gæti hindrað mig í að taka hana. Nú var ég nær henni en nokkru sinni áður. Hún gekk um í húsinu beint á móti, alveg eins og ég hefði tekið hana til fanga. Kannske stelpurnar á knæpunni þekktu hana. Ætti ég að spyrja þær? Nei, ég varð að bíða þar til hún kæmi, og nú voru kvöld- in orðin björt. Ég var tilneyddur að fara heim, en hún hafði ekki sýnt sig..Ég kom til baka seinna um kvöldið og gekk þarna fram hjá löngu eftir að fólk var komið af bíó. En hún sást ekki. — Dag- inn eftir kom ég aftur, sat við gluggann, þar til dimmt var orð- ið á götunni, og gekk svo aftur og fram þarna langt fram á nótt. — Þetta endurtók sig líka þriðja daginn. — Ég hef ekki séð hana síðan hún fylgdi gömlu konunni. Ég hugsa, að hún eigi ekki heima þarna. Kerlinguna hefi ég oft séð, en alltaf eina. Ég hef verið svo nálægt henni, að hún hefur starað á mig, en ég vil henni ekkert. Hún gæti orðið svo hrædd, að hún æpti á lögregl- IÐNNEMINN 5

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.