Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1950, Síða 9

Iðnneminn - 01.09.1950, Síða 9
hálfhræddur við hana, eða að minnsta kosti ekkert um hana gefið. Ég hélt alltaf að hún væri að hlægja að mér eins og sum- ar stúlkur aðrar gerðu. En nú vorum við tvö ein og gátum hleg- ið. Ég hnippti í hana. „Við vor- um þá heppin þrátt fyrir allt,“ sagði ég. Mér fannst ég þurfa að segja eitthvað. Hún var nið- ursokkin í myndina, en þreif- aði eftir hendinni á mér. Það gerði mig öruggan. Ég var alveg viss um hana. Mér fannst það svo ánægjulegt, að við skyldum vera félagar. Svo sökkti ég mér niður í myndina. Þegar ég sat þarna, fannst mér ég vera slungnari en hetjurnar í mynd- inni. Ég hefði ekki látið þessar heillandi konur lokka mig í eina gildruna eftir aðra. Þá varð mér hugsað til Evu. Gæti ég ekki verið dálítið slunginn gagnvart henni: borga ekki miðann, held- ur bjóða henni á bíó aftur. Myndin var búin og við kom- um út. Hún tók mig við arm- inn. „Þú ert reglulega góður fé- lagi,“ sagði hún og hló. „Lang- ar þig ekki til að ganga eitt- hvað út í kvöld,“ sagði hún, „mig langar til þess.“ „Jú,“ ég hafði einmitt verið að hugsa um það sama. Ég vildi sjá hvernig hún væri, þegar hún væri ekki í vinnunni. Við fórum á næstu knæpu. Þar var fullt, en við fengum sæti úti í einu horninu. Hún var ekkert leið yfir stráknum, sem sveik hana. Ég tek hana frá honum, hugsaði ég, og fann að ég hafði sigrað. Þetta kringluleita, glaðlega andlit beint á móti mér gerði mig ánægðan og ég fylltist sömu öryggistilfinningunni eins og hún. Við sátum í ró og drukkum kaffi, en hugsuðum ekki um nætursvefn eða þess háttar. Ég komst í ágætt skap og fór ó- sjálfrátt að raula lag eins og ég væri í veizlu. „Syngur þú, Valli?“ sagði hún. „Þú ættir að koma í klúbbinn okkar, þar höfum við söngkór.“ Ég fer í klúbbinn hennar, svo tek ég hana frá honum, hugs- aði ég. Þetta var eins og heit- strenging. Ég vildi slást við ein- hvern, slást um hana. Þetta var skemmtilegasta kvöld, sem ég hafði lifað. Síðan höfum við haft mörg skemmti- leg kvöld saman, en stundum er Eva önnum kafin eða verður að vera heima. Þá bíð ég eftir að geta hitt hana næsta kvöld. Þegar ég minnist stúlkunnar, sem hvarf, gjörir það mig ekki villtan eða brjálaðan, en ég veit, að ég get orðið það eins og aðr- ir menn. Og ég veit, að ég get sagt við Evu: Komdu, og þá kemur hún. Ég er ekki feiminn við hana lengur. Hún gerir mig aðeins glaðan. Hún er sterk og ákveðin. Hún er kona, sem mað- ur getur dáðst að. Það er svo skemmtilegt að geta dáðst að einhverjum. Ég hlæ með sjálfum mér. Þetta er allt svo undarlegt. Að kona skuli elska mann. Maður er ástfanginn og hlær. Það er áhætta. Þú ert ástfang- inn, segi ég við sjálfan mig, og mér finnst ég vera annar en áð- ur. Að vera ástfanginn er áhætta, en vogun vinnur, vog- un tapar. Nú er ég ekki einmana leng- ur. Það er einhver, sem bíður eftir mér. Lausl. þýtt. £krítlur Járnsmiðurinn í þorpinu átti erfitt með að fá lærling, því að vinnan er erfið og kaupið lítið. Loks náði hann í pilt, sem var stór og sterkur, en ekki bein- línis gáfnalegur til augnanna. Járnsmiðurinn fór að útskýra fyrir honum: — Nú ætla ég að taka járnið úr eldinum og leggja það á steðjann. Þegar ég bendi með höfðinu þá slærðu á það með hamrinum. Drengurinn gerði nákvæmlega eins og honum var sagt. Og nú er hann járnsmiður í þorpinu. Fá nábúar þínir mikið lánað hjá þér? Lánað? Ég get fullvissað þig um það, að þegar ég er í heim- sókn hjá þeim, finnst mér ég mikið frekar vera heima, heldur en þegar ég er heima hjá mér. Móðirin: Réttu Önnu frænku hendina, Lísa litla, og hvað seg- irðu svo þegar frænka fer? Þú hefur svo oft heyrt pabba og mömmu segja það. Lísa litla (mjög feimin): Guði sé lof. IÐNNEMINN 7

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.