Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1950, Page 12

Iðnneminn - 01.09.1950, Page 12
fyrsta flokks benzín jafnast á við 100 octane benzín. Til þess að skýra þennan aukna kraft, verðum við að muna að framfarir á sviði sjálf- hreyfivéla síðastliðin 25 ár hafa að miklu leyti stafað af auknum cylinder-þrýstingi, og af því að tekið hefur verið í notkun elds- neyti, sem nauðsynlegt hefur verið til að mæta nýjum fram- förum og kröfum. Því hærra sem stimpillinn kemst, og því nær toppi cylindersins, því þéttar þrýstir hann eldsneytinu út, áður en kveiking skeður, og því meiri er kraftur sá, sem kemur á stimpilinn á niðurleið frá heitu gasinu, sem er í útþennslu. Allur viðbótarkraftur við þrýst- inginn á inngjöfinni eykur bakslagið um ca; 400 prósent. Því hærra sem stimpillinn fer, er hægt að nota aflsaukning- una, til þess að ná meiri hraða, betri benzíngjöf eða lengri vega- lengd pr. gallon. En það er takmarkið að sprengingin verði sem öflugust, „dynkir“ eða „detonation“ eins og vélfræðingar kalla það. Þeg- ar hreyfill gengur eða vinnur reglulega, þá breiðist eldurinn, sem kertin koma af stað, jafnt yfir sprengj urúmið og dregur fullan kraft frá hinu brennandi eldsneyti. „Dynkir" verða þegar hluti af eldsneytisgjöfinni verður i andstöðu og brennur áður en loginn nær til hans. Berst hreyfillinn þá við sjálfan sig, ef svo má að orði komast, og minnkar það kraftinn til hjólanna. Sumt eldsneyti þolir meiri þrýsting en aðrar tegund- ir, án þess að til dynkja komi, og olíuhreinsunarstöðvar hafa eytt miklum fjárhæðum í það, að breyta molekúlsviði benzíns með því að skapa „há-octane“- benzín eða eldsneyti. Það er að segja eldsneyti, sem brennur jafnt undir miklum þrýstingi. Önnur leið, til þess að „kon- trolera" sprenginguna er sú, að bæta einhverju í benzínið. — Bandarískur efnafræðingur, Thomas Midgley, gerði árið 1922, þá þýðingarmiklu uppgötvun, að tetra-ethyl-blý mætti nota til þessa. Hann sýndi fram á, að nokkrir dropar af því í klút, sem haldið var við inntakið á vél, sem gekk með „dynkjum“ — gerði það að verkum, að hávað- inn hætti. Síðan þetta skeði hef- ir þessi uppgötvun Dr. Midgley’s aukið biljónir hestafla á ári við samanlagðan kraft bifreiða- og flugvéla-hreyfla. Notkun þess í sambandi við flugvélahreyfla í síðustu styrjöld var geysi þýð- ingarmikil. Dr. Midgley var vanur að segja sögu af erni, sem sló öll hæðarmet. En þegar hann var kominn eins hátt og hann komst, flaug upp smáfugl, sem setið hafði á baki arnarins, og komst þannig nokkrum fetum hærra. Það sem Midgley vildi sýna fram á var, að blý getur aukið nokkrum „octanes" við beztu benzín-tegundir. En nú hefur litli fuglinn farið eins hátt og hann kemst. Þar sem áhættan er mikil, að eldsneytið bíði tjón, er aðeins vogandi, að bæta þrem kúbiksentimetrum af blýi við hvert gallon af elds- neyti. Ef mikið meira af blýi er sett saman við, myndi það auka úrgangsefni frá hreyflinum, sem ávallt hefur verið ókostur, — þótt í smáum stíl sé, við þessa kostamiklu aukningar-aðferð. Það er hægt að bæta öðru við, til þess að fullkomna eldsneyt- ið. Fugl nr. 3 getur lyft sér frá baki smáfuglsins, og bætt hæð- armetið ennþá um nokkur fet. Sú hugmynd, að nota vatns- inngjöf eða gufu, til þess að létta á vél, sem erfiðar, og auka þannig aflið, er að minnsta kosti hálfrar aldar gömul. Hún bygg- ist á því, að menn hafa veitt því athygli, að vélar virðast vinna betur þegar veður er vott eða gufu-mettað. Donat Banki, vélfræðingur í Budapest, gerði tilraunir með vatns-inngjöf árið 1898, og það með jákvæðum árangri. Ár- ið 1897 er til „þunga-olíu“- hreyfill, sem nú er geymdur á „Stevens Institute of Techno- logy“ í New Jersey-ríki með gufu inngjöf, og áhald fyrir vatns- gjöf fannst undir vélhlífinni á gömlum Austinbíl frá 1907 (framleiddur í Bretlandi). Óteljandi eru þeir, sem hafa fest vatnssprautur við blönd- unginn í landbúnaðar-„traktor- um,“ vörubílum og öðrum vél- um. Mörg þeirra áhalda, sem á markaðinn hafa komið, hafa samt sem áður verið meira og minna tilgangslaus. Það er engum efa undirorpið, að eingöngu vatn, getur komið í veg fyrir „dynki“ og minnkað „Carben“ eða sót úrgangsefni, en sérfræðingar halda því fram, 10 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.