Iðnneminn


Iðnneminn - 20.12.1952, Side 8

Iðnneminn - 20.12.1952, Side 8
— Á V A R P — „Alþjóðlegu undirbúningsnefndarinnar“ um boðun til „Alþjóðamóts“ til varnar réttindum æskulýðsins TJngu menn og honur í Öllum löndum, œskulýðs- og nemenda- sambönd, verhalýðs- og iðnaðar- mannafélög og önnur þjóðfélags- samtök, velviljaðir menn, sem er annt um framtíð ungu kynslóðar- innar. Við, fulltrúar ýmissa landa, ýmissa æskulýðs- og nemenda- samtaka, verkalýðs- og iðnaðar- mannafélaga og annara þjóðfélags-, trúar- og íþróttasamtaka. I mörgum löndum heldur að- staða ungu kynslóðarinnar áfram að versna. Meðal ungra verkamanna og skrifstofumanna fer atvinnuleysi vaxandi. Unga fólkinu er fyrst sagt upp, þegar atvinna minnkar, og oft getur það ekki einu sinni feng- ið atvinnuleysisstyrki. Unglingar fá ekki sama kaup fyrir sömu vinnu og fullorðnir. Tækifæri til menntunar og að vinna sig upp eru afar takmörkuð. Oft er engin vissa um atvinnu,enp- in slysatrygging, ekkert frí með fullu kaupi. Þó iðnnemar verði oft að vinna sömu vinnu og fullorðnir, hafa þeir smánarlega lítið kaup og eru byrði á foreldrum sínum. A sama tíma hafa möguleikar til iðnnáms minnkað, sökum lokunar fjölmargra iðngreina. Aðstaða sveitaæskunnar verkar alveg eins. Tæki eru ekki fáanleg og nýsköpun landbúnaðarins ekki hrundið í framkvæmd. Laun ungra landbúnaðarverka- manna eru jafnvel minni en verka- manna við iðnað. í mörgum af- skekktum héruðum er atvinnu- leysi útbreitt og margir hvorki læs- ir né skrifandi. í mörgum löndum eiga nemend- ur í erfiðleikum vegna hækkaðra skólagjalda, lækkaðra framlaga til kennslumála, ónógra eða engra ríkisstyrkja. Margir ungir menntamenn geta ekki fengið vinnu á þeirra sérstaka sviði og vinna þeirra er ekki gold- in að verðleikum. Slíkt ástand tak- markar alvarlega tækifæri til menningar, íþrótta og heilbrigðra- tómstunda. Margir ungir menn og konur geta ekki stofnað heimili vegna fjárskorts og húsnæðisleysis. I mörgum löndurn eru stjórn- málaleg réttindi ungmenna tak- mörkuð, félög og málgögn þeirra ofsótt. — Öll meðul (blöð, útvarp, kvik- myndir, skemmtanir o. s. frv.) eru notuð til siðspillingar æskunni og að innræta samþykkt við ofbeldis- aðgerðir. í nýlendum og skammt komnum löndum eru þessar aðstæður æsku- manna ennþá alvarlegri. Við höfum þá skoðun, að stríðs- undirbúningurinn, endurhervæð- ingin, lækkun framlaga til frið- samlegra gerða, stöðvun alþjóð- legra verzlunarviðsik])ta skapi þessar erfiðu aðstæður ungu kyn- slóðarinnar. Þetta eru ástæðurnar fyrir hin- ar víðtæku undirtektir um heim allan, sem framtak hinnar hol- lenzku æsku hefur notið, en hún átti fyrstu hugmyndina að ráð- stefnu til varnar réttindum æsk- unnar og um leið ástæðumar fyrir því, hversu þetta mál hefur verið vel undirbúið í mörgum löndum. Við Iítum svo á, að Alþjóðaráð- stefnan til varnar réttindum æsk- unnar, eigi að rökræða og finna lausn á hinum brennandi vanda- málum, sem snerta hvern æsku- mann; hvern ungan mann og stúlku, verkamann, bónda, skrif- stofufólk, skólaiiemendur, stúd- enta og menntamenn. Kœru vinir, œskulýður allra landa. Sameinumst án tafar, í ná- inni samvinnu við verkalýðsfélög og önnur samtök, er standa vörð um réttindi æskunnar og undirbú- um af óbilandi dugnaði þessa ráð- stefnu. Stofnið nefndir til varaar réttindum æskunnar, með tilliti til aðstæðnanna á hverjum stað. Berið fram kröfur ykkar og leitist við að fá þeim framgengt. Kjósið fulltrúa ykkar hina Alþjóðlegu ráðstefnu til varnar réttindum æskunnar, veitið þeim umboð og safnið í ferðasjóði handa þeim. Hvert sem starf þitt er, og hvort sem þú ert í sérstöku æskulýðsfé- lagi, verkalýðsfélagi eða öðrum samtökum og án tillits til kyn- þátta, pólitískra skoðana eða trú- arsannfæringar. Sameinist og rtsið upp til vamar rétti ykkar, til varnar friði. Sameining er bezta leiðin til að varðveita réttinn til lífsins, brauðs- ins, menntunar og tryggja undir- stöðurnar fyrir varanlegum friði. Æskufólk, sameinist í baráttunni fyrir efnahags- og lýðrœðislegum réttindum ykkar, fyrir friði og vin- áttu fólksins! Sameinist um hina Alþjóðlegu ráðstefnu til vamar réttindum æskunnar! 8 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.