Iðnneminn


Iðnneminn - 20.12.1952, Side 10

Iðnneminn - 20.12.1952, Side 10
Látin kona vinnur heimilisstörf Það eru rúmlega tuttugu ár síð- an sá atburður gerðist er nú mun greint frá: Það var bjartan sumarmorgun, að maður nokkur kemur á bæ einn á suðurlandi og kveður dyra. Hús- bóndi kemur til dyra og heilsar komumaður og spvr, hvort bóndi vilji ekki ráða til sín stúlku til vet- urvistar. Bóndi hafði einmitt hugsað sér að ráða til sín stúlku yfir vetrar- mánuðina og tekur því boði komu- manns vel. Komumaður spyr hvort hann vilji ekki grciða honum helm- ing af vetrarkaupi stúlkunnar, þar eð hún sé í fjárþröng. Féllst bóndi á þetta og greiðir komumanni kaupið og kveðjast þeir síðan. Líður nú frarn á haust og ber ekkert markvert til tíðinda. Svo •er það kvöld citt, að úti er kol- dimmt, rok og rigning. Bóndi er að lesa í bók en konan situr með prjóna sína. •— Er þá barið að dyr- um. Fer bóndi þá frarn og opnar. Sér hann þá að komin er stúlka sú, er hann hafði þá um sumarið ráðið til sín, til vetrarvistar. Fagnar bóndi stúlkunni og vísar henni til herbergis síns. Var stúlka þessi öll hin myndarlegasta, en þó þótti bónda hún undarleg í fram- kornu, þar eð hún mælti ekki orð. Furðaði bóndi sig á þessu en fékkst þó ekki um. Líður svo af nóttina. En um morguninn þegar stúlkunn- ar er vitjað finnst hún hvergi og engin merki þess, að hún hafi sofið í herberginu um nóttina. Undruðust menn þetta mjög. En upp frá þessu tóku að gerast marg- ir kynlegir hlutir á heimili þeirra hjóna. Bar svo við, að eitt sinn gleymdi húsfreyja að taka inn þvott er hún hafði úti til þerris og um nóttina rigndi, en um morgun- inn er þvotturinn allur kominn inn og hengdur á snúru. Á þessu fundust engar skýringar. Þá kom það iðulega fyrir, að er húsfreyja kom á fætur að rnorgni voru gólf þvegin og sópuð og ýms- ir hlutir er hrevfst höfðu úr stað voru komnir á réttan stað nokkrtl seinna. Virtist bónda sem öll heim- ilisstörfin ynnust mun betur en áður. Þótti öllum er fréttu af atburð- um þessum þeir all kynlegir. •— Fannst bónda hann hafa verið leikinn grátt, af komumanni er hann réði til sín stúlkuna um sum- arið. Heldur hann miklum spurn- um fyrir um stúlku þessa. Og fréttir hann um síðir að umrædd stúlka hefði látist þetfa sama sum- ar. — Hefur það verið skoðun manna síðan að stúlkan hafi komið á bæ- inn á þeim degi er hún hefði átt að hefja störf sín hjá bónda og viljað þannig standa við þann samning er komumaður hafði gert við bónda um sumarið og unnið á þennan hátt fyrir kaupi sínu. Af komumanni hefur aldrei spurst síðan. Saga þessi hefur aldrei birst áður, en er skráð eftir munnmælasögnum. Af opnun Berlínarmótsins 1957. 10 I Ð N N E M I N N

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.