Iðnneminn - 20.12.1952, Blaðsíða 11
EiNAR H. GUÐMUNDSSON:
Hvernig eru kjör iönnema í dag?
Krafa iðnnema er sú, að allir
iðnnemar, í hvaða iðnstétt sem
er, geti lifað mannsœmandi lífi
ú meðan námstími þeirra stend-
ur yfir.
Samkvæmt þessu ættu því
lágmarkslaun iðnnema að vera
nú á fyrsta ári 40%, öðru ári
50%, þriðja ári 60% og fjórða
ári 70% af kaupi sveina.
En ef laun iðnnema eiga að
vera jafn smánarleg og verið
hefir nú undanfarin ár, þá ættu
allir meistarar að hætta að taka
iðnnema til náms. Það virðist
engum takmörkum sett, hvað
meisturum og öðrum atvinnu-
rekendum sé leyfilegt að troða á
og kúga lægst launuðu stétt
landsins.
Hafa þessir menn engar mann-
legar tilfinningar til að bera, eða
hvað?
Peningavaldið hefur gert þessa
menn að þrælum sínum, svo að
þeir hvorki sjá né eru dómbærir
á, hvort það er nótt eða bjartur
dagur, og því síður hvort það sé
rétt eða rangt, sem þeir fara
með.
En eins og laun iðnnema eru
nú, þá endast þau ekki fyrir
brýnustu nauðsynjum, eins og
t. d. fæði og húsnæði, enda eru
flestir iðnnemar með fleiri þús-
und króna skuldir á baki sér,
þegar þeir loksins eftir 4 löng og
erfið ár ljúka námi.
Ég tel það vera algeran óþarfa
að koma hér með dæmi máli
mínu til stuðnings, því að það
vita allir, sem eitthvert gripsvit
hafa, að laun iðnnema hér á
landi, í samanburði við aðrar
þjóðir, eru svo smánarlega lítil
og skammarleg, að það er ís-
lenzkum stjórnmálaflokkum og
atvinnurekendum til verulegrar
og ævarandi skammar, hvernig
þeir hafa farið með lægst laun-
uðu stétt landsins. Enda treysta
sér nú orðið engir til þess að
hefja iðnnám, nema ef hægt er
að komast til náms hjá viðkom-
andi meistara með sérsamning-
um, sem er helzt hægt í gegnum
einhverja klíku, eða hafa 30—40
þúsund krónur að bakhjarli,
þegar námið hefst, og svo mætti
lengi telja.
En efnalitlum piltum, sem enga
eiga að, með litla eða enga fjár-
getu,er algerlega meinað að hefja
eða geta stundað iðnnám, þó þeir
hafi mikla löngun og hæfileika
til þess, og munu áreiðanlega í
mörgum tilfellum vera miklu
betri hæfileikamenn en þeir pilt-
ar, sem komist hafa að námi
með þessa klíkusamninga, en
það eru undantekningarlítið
aðeins synir atvinnureJcenda,
meistara og annarra broddborg-
ara.
En því miður, þótt leitt sé frá
því að segja, þá hafa hinir efna-
litlu piltar orðið að gjalda þess
grimmilega, hvað þessir stéttar-
bræður þeirra hafa haft miklu
betri kjarasamninga, og ekki sízt
hvað kjör þeirra hafa verið mis-
jöfn. Mun ég nefna hér dæmi,
þessu til stuðnings, sem mun
vera mjög algengt. Þessir iðn-
nemar eru öllum iðnnemum í
heild hættulegir; þeir reyna að
eyðileggja allan sameiningar-
mátt iðnnema, félags- og kjara-
baráttuviðleitni okkar. Ég hef
heyrt því víða slegið fram af at-
vinnurekendum og fleirum, sem
taka afstöðu til þeirra, að iðn-
nemar láti allsstaðar sjá sig á
skemmtunum og öðrum manna-
mótum, talsvert undir áhrifum
áfengis og mjög oft ofurölva,
bæði sér og sínum stéttarfélög-
um til skammar. Og hafa bæði
meistarar og aðrir áhangendur
þeirra bent á þetta og vilja
halda því fram, að á meðan að
iðnnemar geta veitt sér slíkt, þá
þurfi þeir engar kauphækkan-
ir né aðrar kjarabætur.
En þá vil ég benda þessum
góðu mönnum á þá staðreynd,
sem vart verður hjá komist og
er óhrekjanleg, að ef svo er, þá
eru það yfirleitt aðeins þeir pilt-
ar, sem hafa þessa klíkusamn-
inga og synir ýmissa atvinnu-
rekenda eða broddborgara þjóð-
félagsins, um hina getur tæp-
ast verið að ræða, því þeir hafa
alls engin efni á að veita sér
slíkan ósóma.
En ef einhver vildi segja sem
í
IÐNNEM9NN
ii