Iðnneminn - 20.12.1952, Blaðsíða 13
4. námsár.
Kostnaður vegna nemanda kr. 21.132.56.
Söluverð seldrar vinnu .... 40.953.60
Gjöld ..................... 21.132.56
Tekjur meistara kr. 19.821.04
Gróði meistara af einum
nemanda í fjögur ár er því kr.
85.382.68.
Það er ekkert að furða þó að
meistari sækist eftir að taka
eins marga nema og þeir frek-
ast leyfa sér samkvæmt lögun-
um. Það er dýrkeypt að vera
námsmaður í fjögur ár hjá þess-
um fyrirtækjum og geta svo átt
von á því að vera sagt upp vinn-
unni strax þegar námi lýkur.
Það undrar áreiðanlega eng-
an, þó að hin stóru fyrirtæki séu
voldug og auðug, þar sem eru
40—60 nemar við nám, og orka
þeirra er notuð í gróða skyni
fyrir fyrirtækið, eins og t. d.
margar hverjar smiðjurnar hér í
bæ, þar sem hagnaður af nem-
endum myndi gera, miðað við 40
nemendur, á ári kr. 3.415.307.20.
Svo má geta þess hér, að end-
ingu, að meistarar láta ekkert
tækifæri ónotað að taka nema
til náms og hafa venjulega fleiri
nema en lög gera ráð fyrir, og
hámarki þesss er náð, þegar
nemi hefur lokið sveinsprófi, að
honum hefur verið sagt upp og
nýr nemi tekinn í staðinn, því
að meisturunum þykir of lítill
gróði vera af vinnu sveinsins,
sem renni í hans vasa. Þetta og
þessu líkt er mjög algengt, í
framkomu meistarans í garð
nemans.
Það er þó hægt að segja með
sanni um meistarana, að mikl-
ir öðlingar eru þeir. Þrátt fyrir
að hafa einn æskumann í vinnu
í fjögur ár og hið gífurlega fjár-
hagslega tjón, sem af því leiðir
að hafa hann, láta þeir þó ekk-
ert tækifæri ónotað til að hafa
þá svo marga sem framast er
leyfilegt, og stundum rúmlega
það.
Og þrátt fyrir dugmikla getu
sveinafélaganna, stuðning og
baráttu fyrir bættum kjörum
iðnnema, þverskallast meistar-
ar og aðrir atvinnurekendur við
að taka kröfur iðnnema til
greina.
Og ég vil leyfa mér, fyrir hönd
allra iðnnema í landinu, að
þakka innilega allan þann
stuðning og fórnfýsi, sem sveina-
félögin og allir velunnarar þess
hafa sýnt iðnnemum í heild.
JÓLAKVÖLD
iðnnemans
Eg ráfaði um miðbæinn. Það var ískald-
ur næðingur og mér kólnaði fljótt. Ég
reyndi að verjast kuldanum með því að
bretta upp jakkakragann. Allir virtust
flýta sér, því í dag var aðfangadagur jóla.
Allsstaðar voru uppljómaðir búðarglugg-
arnir og búðirnar fullar af fólki í við-
skiptaerindum.
Það fór sársauki um huga minn, þegar
mér varð hugsað til jólanna heima í
sveitinni minni, hjá pabba og mömmu.
Minningarnar rifjuðust upp, gleði mömmu,
þegar ég gaf henni stóru kristalskálina, og
litla systir mín, sem mér þykir svo vænt
um. Það er sorglegt að eiga engan eyri til
þess að gleðja þau heima um jólin.
Ég kreisti hendina utan um síðasta tí-
kallinn minn, opna dyrnar á Brytanum,
sezt við barinn og bið um hálfan
skammt af mat. Síðan borga ég matinn
og geng út. Þar fór minn síðasti eyrir.
Hitt fór í herbergisleikuna og skatta.
Vonandi að Siggi gæti lánað mér fyrir
mat yfir jólin.
Það var farið að snjóa og ég flýtti mér
heim í litla súðarherbergið mitt. Ég sópaði
gólfið og hengdi upp litla jólatrésgrein,
sem ég fann á götunni á leiðinni heim.
Þannig bjóst ég til að halda jólin mín.
£g settist á dívaninn, og hugur minn
fylltist einmanaleika. Gluggarnir á hús-
unum í kring voru allir uppljómaðir,
byrjað var að kveikja á jólakertunum. í
fjarska heyrðist ómur kirkjuklukkn-
anna .......
Og seint gleymast jólin mín.
Nýtízku rennibekkur, byggður sem snittvél og rennibekkur.
IÐNNEMINN
13