Iðnneminn - 20.12.1952, Blaðsíða 14
Gullklumpurmn
ha! ha!
I amerísku gullnámuhéraði gladdi frú
Brown mann sinn með tólf punda svein-
barni. Hr. Brown varð svo glaður, að
hann Iíkti barninu við gullklump og taldi
sig hafa fundið gullklump, sem vóg tólf
pund. Saga þessi barst til eyrna ritstjóra
blaðsins í bænum og var blaðamaður
gerður út af örkinni til að hafa nánari
fregnir af fundinum. Blaðamaðurinn fór
heim til hjónanna, en þá var hr. Brown
ekki heima. Frúín kom til dyra og varð
samtal hennar og blaðamannsins á þessa
leið:
Býr hr. Brown hér?
Já-
Er hann heima?
Nei.
Við höfum heyrt, að hann hafi fundið
gullklump, sem vegur tólf pund?
Frú Brown skildi strax spaugið og svar-
aði------já.
Getið þér sýnt mér nákvæmlega hvar
klumpurinn fannst?
Nei. Eg býst við að manninum mín-
um líki það ekki sem bezt, því náman er
hans einkaeign.
Er náman langt í burtu héðan?
Nei, mjög svo nálægt yður.
Hefir hr. Brown unnið lengi í námunni?
Ja—a, um það bil eitt ár.
Var hann sá fyrsti, sem starfrækti nám-
una?
Hann heldur sjálfur, að svo hafi verið.
Var þetta erfið vinna?
Ja-a, til að byrja með, en varð miklu
léttari, þegar fram í sótti.
Er náman auðug?
O, jæja, svona hæfilega, til þess að hægt
sé að starfrækja hana.
Búizt þér við, að fleiri klumpar muni
finnast þarna?
Já, en til þess þarf að vinna nám-
una vel.
Hefir hr. Brown unnið þar síðan hann
fann klumpinn?
Nei, en ég sagði honum í gærkvöldi, að
það væri kominn tími til fyrir hann að
hyrja aftur.
Gæti ég fengið að sjá klumpinn?
Jú, með ánægju.
Frú Brown sótti barnið, og — — —
ENDIR.
ALÞJÓÐASAMBAND LÝÐRÆÐIS-
SINNAÐRAR ÆSKU
Stofnskrá
b) Að vinna að virkri þátttöku æskunnar í efnahagsmálum, stjórnmál-
um og menningarmálum, að afnámi hverskyns takmarkana og flokk-
ana, í sambandi við kvn, kennsluaðferðir, heimkynni, efnahag eða
þjóðfélagsstöðu, trú, pólitíska skoðun, lit eða kynþátt. — Að tryggja
lýðræðissinnaðri æsku málfrelsi, prentfrelsi, trúfrelsi, funda- og fé-
lagafrelsi og frelsi til að aðstoða við stofnun lýðræðissinnaðra æsku-
lýðsfélaga, þar sem þau eru ekki fyrir.
c) Að vinna að góðum menningar- og vinnuskilyrðum, og skilyrðum til
að nota tómstundirnar, og að vinna að stofnun menntunar, menning-
ar og skemmtifélaga meðal æskulýðssins.
d) Með tilliti til núverandi vöntunar á sameinuðum, þjóðlegum æsku-
lýðsnefndum, að gera allt sem sambandinu er mögulegt, til að koma
á frjálsri og skipulagðri samvinnu og sameiningu æskulýðshreyfing-
anna á þjóðlegan mælikvarða.
e) Að gera allt sem sambandinu er mögulegt, til að kenna yngri kyn-
slóðinni alþjóðlegar hugmyndir og ábyrgðartilfinningu.
f) Að túlka áhugamál æskunnar á alþjóðlegum vettvangi, í alþjóðasam-
tökum, og hvar sem mögulegt er að vekja eftirtekt slíkra samtaka á
áhugamálum æskulýðsins. Að vekja almenningsálitið í heiminum til
meðvitundar um hinar brýnu þarfir æskunnar. Að halda sem nán-
ustu sambandi við öll önnur samtök, með svipaða stefnuskrá, og leita
stuðnings fólks, sem framarlega stendur í opinberu lífi.
4. kafli Starfsemi
Tilgangi sínum hyggst sambandið ná með eftirfarandi starfsemi:
a) Að rannsaka allar þarfir æskunnar, og að leita opinbers stuðnings til
að leysa vandamál hennar. Enn fremur, að hagnýta sér í þessum til-
gangi, blöð, útvarp, fjöldafundi, útgáfusstarfsemi o. s. frv.
b) Að annast fréttaþjónustu, til að halda eins nánu sambandi og mögu-
legt er milli æskulýðssamtakanna í hinum ýmsu löndum.
c) Að efna til alþjóðlegra æskulýðsráðstefna, til að ræða vandamál unga
fólksins, og að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að
reynast til að koma ákvörðunum slíkra ráðstefna í framkvæmd, í sam-
ræmi við stofnskrána.
d) Að halda uppi miðstöð fyrir bréfaskipti milli æskulýðssamtaka og
ungs fólks úr öllum löndum.
e) Að skipuleggja skipti æskufólks milli allra landa með skemmtiferða-
áætlunum, einkaheimboðum o. s. frv., og stuðla að stúdentaskiptum
og skiptum á vinnandi æskufólki o. s. frv.
f) Að halda eins nánu sambandi og mögulegt er við samtök Sameinuðu
þjóðanna — sérstaklega við Uppeldis-, Vísinda- og Menningarstofn-
anir Sameinuðu þjóðanna og við Þjóðfélags- og Efnahagsráðin.
g) Að halda eins nánu sambandi og mögulegt er við Alþjóðasamband
verkalýðsfélaganna, og að meta mikilvægi samvinnunnar við verkalýðs-
hreyfinguna. Sambandið mælir með því við allt ungt fólk, að það gangi
í sín stéttarsamtök og gerist þar virkir meðlimir,
IÐNNEMINN
14