Iðnneminn


Iðnneminn - 20.12.1952, Side 19

Iðnneminn - 20.12.1952, Side 19
FRAMHALDSSAGAN fikffí' fajákhiHh Saga sú sem hér birtist er byggð á sannsögulegum heimild- um; norskum kirkjubókum frá því á sextándu öld. Þetta er afar- spennandi ástarsaga, þrungin lifandi fjöri allt til enda. Skal lesendum ráðlagt að fylgjast vel með sögunni frá byrjun. 1. kapítuli. Það var á skínandi fögrum vor- degi, árið 1542. Snjóa og ísa hafði þegar leyst af hinum fögru Hrings- akurslendum. Grængresið teygði sig upp úr jarðveginum og Mjörs- vatnið blánaði í sólgeisladýrðinni. Fyrstu blómin voru byrjuð að gægjast fram úr skógarþykkninu. Frísk og fögur, sem ímynd vors- ins, var líka unga bláeygða stúlk- an, sem gekk hratt niður skógar- stíginn, er lá niður að læknum; gullgula hárið hennar féll í bylgj- um niður um herðarnar og niður yfir rauða upphlutinn og huldi að mestu hið yndislega vaxtarlag hennar. Um síðir kom hún að hliði, þar sem stígurinn lá út á þjóðveginn. Hún stanzaði við hliðið og starði eftirvæntingarfull eftir veginum, eins og hún vonaðist eftir ein- hverjum. Allt í einu ljómaði andlit hennar af gleði; hún hafði komið auga á mann, sem kom eftir veg- inum. Hann var hár og herðabreið- ur og hraustlegur bóndaþiltur á að gizka 20 ára gamall. Hann kom brátt nær, og þegar hann kom að hliðinu sveiflaði hann sér yfir það og faðmaði stúlkuna ástúðlega að sér. „Ó, Þorleifur," hvíslaði hún og hallaði höfðinu upp að brjósti hans. „Þú komst Anna“. „Það var ekki þrautalaust að komast af stað. Ó, hvað pabbi yrði reiður, ef hann vissi, að það varst þú, sem ég fór að hitta“. „Það er sorglegt, að faðir þinn skuli vera okkur svona andvígur“. „Hann er rciður vkkur öllum, Kambafólki. Heyri hann Þorstein föður þinn nefndan, verður hann fokvondur“. „Ekki er ég sök á fjandskap þeim, sem um langan aldur hefur verið millum feðra okkar. En frá föður míns hálfu er nú öll gremja horfin, hann æskir nú einskis frem- ur, en að friður komist á og hann nái að sættast heilum sáttum við Álf Saastad. — Og við, Anna okk- ur hefur ætíð þótt vænt hvoru um annað, frá því er við fvrst lékum okkur saman, sem börn. Ást okkar hefur vaxið cins og við sjálf og þróast með árunum og nú veit ég ekki hvernig ég ætti að lifa án þess að sjá þig eða tala við þig“. Anna andvarpaði og leit til jarð- ar. Um síðir leit hún upp og festi bláu djúpu augun sín á Þorleifi og sagði í viðkvæmum róm: „Æ, nú breyti ég ekki rétt“. „Hvað meinar þú?“ „Það er stór synd af mér, að vera að stelast hingað út í skóg til þín, án vilja og vitundar föður míns“. „Kæra Anna, heldur þú ekki að Drottinn sjálfur hafi sameinað okkur í ást og kærleika,“ sagði Þorleifur. Iíún hristi höfuðið og sagði: „Drottinn hcfir boðið, að við skyld- um heiðra og hlýða foreldrum okk- ar, annars syndgum við mjög. Ég IÐNNEMINN 19

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.