Iðnneminn - 20.12.1952, Qupperneq 20
STRANDAKIRKJA
hefi ekki hegðað mér eins og góðri
dóttur ber að gera. Ég hefi mikið
hugsað um þetta og það hefur
valdið mér andvöku og hryggð
undanfarandi nætur og Þorleifur,
nú hef ég ákveðið að finna þig
aldrei framar á þennan hátt.“
„Þér er ekki alvara, Anna!“ sagði
hann órólegur. „Verður þá allt að
vera úti milli okkar?“
„Það hefi ég ekki sagt. Guð, sem
stjórnar öllu til hins bezta, mun
hjálpa okkur til að finna einhvert
ráð, Þorleifur“.
„En að ég færi nú strax til föður
þíns og segði honum allt?“
„Ég held það hjálpi lítið, hann
er svo reiður við ykkur„“ svaraði
Anna hrygg.
„Nú datt mér nokkuð í hug,
Anna,“ hélt hann áfram. „Hvernig
væri, að ég færi til Mikaels Hrólfs-
sonar, gamla góða kennarans okk-
ar og segði lionum allt saman og
bæði hann að tala máli okkar við
föður þinn; hann myndi varla skor-
ast undan því. Heldur þú, að hans
bænastaður mundi ekki verða okk-
ur að liði?“
Anna hugsaði sig lítið eitt urn og
það birti yfir fagra andlitinu henn-
ar. „Djákninn,“ sagði hún, „er á-
gætis maður, faðir minn ber ótak-
markað traust til hans. Þú hefur
rétt fyrir þér, Þorleifur. Enginn
mundi geta talað okkar máli betur
við hann, en einmitt djákninn. Með
Guðs hjálp, vona ég að honum tak-
ist að mýkja skap föður míns“.
„Strax í kvöld fer ég niður til
Mikaels Hrólfssonai' og bið hann
hjálpar. Þá getur allt orðið gott“.
„Og nú hittumst við ekki oftar
hér í skóginum, fyrr en faðir minn
hefur gefið samþykki sitt,“ sagði
stúlkan og leit viðkvæmum ástar-
augum á elskhuga sinn. Þau töluðu
nú hljóðlega saman litla stund og
hughreystu hvort annað. Síðan
skildu þau og hvort fór sína leið.
Á klettasnös skammt frá, stóð
maður nokkur á bak við tré, hann
hafði verið sjónarvottur að ásta-
fundi þeirra Þorlcifs og Onnu.
Eftir útliti að dæma, var maður
Framh. á bls. 22.
Kirkjan á Strönd í Selvogi var
helguð Maríu meyju og heilögum
Tómasi crkibiskupi. — Það er mál
manna, að séra Eiríkur hafi kom-
ist yfir flís af krossinum helga í
Kaldaðarnesi, þegar hann var brot-
inn niður, og skeytt hana einhvers
staðar inn í viðinn í Strandakirkju.
En tvennum sögum fer um það,
hvernig hann hafi náð flísinni.
Sumir segja, að hann hafi tekið
hana sjálfur þegar krossinn var
felldur, en það var reyndar löngu
Hér fara á eftir nokkrar spurningar, sem 3.
málaranemum og öðrum lesendum er ætl-
að að spreyta sig á. Svörin skulu síðan
send Iðnnemanum fyrir 10. jan. n. k.
Dregið verður um rétt svör og verða veitt
ein verðlaun: 20. árgangur Iðnnemans
ókeypis.
1. Hver er höfuðtilgangurinn
með málaravinnunni?
2. Hvað á málarinn að gera til
þess að öðlast traust við-
skiptavinarins?
fyrir daga séra Eiríks. Aftur á
móti segja aðrir að hann hafi náð
henni á Hjalla í Olfusi hjá gamalli
kerlingu, og er það sennilegra.
Þau ummæli eru höfð eftir séra
Eiríki, er hann kom síðast í
Strandakirkju, að mönnum mundi
að öllum jafnaði verða að ósk sinni,
ef þeir hétu á kirkjuna. Hefur það
rætzt vel, því að enn í dag er lieit-
ið á kirkjuna og verður hún jafn-
an vel við.
(Úr Sjö þœttir isl. galdram.).
Hvernig ber málaranum að
haga sér á vinnustöðvunum
(hjá viðskiptavinunum)?
4. Mega málarar reykja á
vinnustöðvunum, þá hvar og
hvenær?
5. Hvernig skal halda uppi
hreinlæti og reglusemi á mál-
araverkstæði?
6. Hvernig á málarinn að með-
höndla pensla sína og hvers
vegna?
Hvað kanntu í faginu?
20
IÐNNEMINN