Iðnneminn - 20.12.1952, Blaðsíða 21
Verkfall íslenzkrar alþýðu
Verkalýðssamtökin, alþýða þessa
lands hefur nú um þriggja vikna
skeið háð hið víðtækasta verkfall,
sem um getur í sögu verkalýðs-
samtakanna. Milli 50 og 60 verka-
lýðsfélög gera þá kröfu að þau
fái upp bættar þær árásir, sem
gerðar hafa verið af ríkisvaldinu á
lífskjör alþýðunnar. Því dýrtíð
hefur stóraukist, en kaupmáttur
launanna minnkað. Er áætlað að
Dagsbrúnarverkamaður þurfi um
11000 krónu kauphækkun á ári til
þess að mæta vaxandi dýrtíð und-
anfarin ár.
Eitt af því sem sérstætt er við
þetta verkfall. er það, að það er
nú í fyrsta skipti, sem verkalýðs-
samtökin taka sameiginlega upp
kröfur iðnnemasamtakanna um
hækkað kaup. Hér í þessari grein
og á þessu stigi málsins, skal engu
um það spáð, hvort verkalýðssam-
tökunum tekst að semja uni hækk-
að kaup iðnnema.
Það er vitað mál, að þar er við
mikla erfiðleika að etja. Og' það er
auðséð af þeim samningaviðræð-
um, sem nú hafa farið fram að at-
vinnurekendur ljá ekki eyra við
neinni kauphækkunarkröfu iðn-
nema. Koma frá þeim alls konar
fáránlegar mótbárur, sem ekki er
hafandi eftir.
Þá er það og ljóst að atvinnu-
rekendum hefur tekist, hafi þess
þurft, að sannfæra sáttanefnd rík-
isstjórnarinnar um það að kaup-
kröfur iðnnemanna muni ekki
koma til með að ráða neinum úr-
slitum í verkfallinu. Þess ber
smánartilboð ríkisstjórnarinnar
glöggt vitni. Það er birt í blöðum
hennar og útvarpi í miðjum samn-
ingaviðræðum að samningsaðilum
forspurðum. Slíkt er algjört eins-
dæmi. Þó er augljóst hver tilgang-
urinn er. Hanm er sá að gera til-
löguna að pólitísku herbragði, með
blaðaáróðri, lýðskrumi og blekk-
ingum. Telja meðlimum verka-
lýðsfélaganna, sem ekki hafa tæki-
færi til að kynna sér málin til hlýt-
ar nema í gegnum blaðaáróður rík-
isstjórnarinnar, trú um það að
þetta sé það sem verkalýðurinn
eigi að sætta sig við og samþykkja.
A þennan hátt ætla þeir sér að
knýja samninganefndina til að fall-
ast á tillögurnar og hindra hana
þannig í því að geta borið kröfur
verkalýðssamtakanna fram til sig'-
urs. —
Það er fróðlegt fyrir alla iðn-
nema að kynna sér rækilega hvaða
afstöðu málgögn stjórnmálaflokk-
anna taka til þessarar tillögu rík-
isstjórnarinnar og rannsaka síðan
að hve miklu leyti þessar ráðstaf-
anir snerta lífskjör iðnnemanna
sjálfra. Við skulum því athuga til-
lögurnar lítilsháttar út frá sjónar-
miði iðnnemans.
Fæðiskostnaður iðnnema helst
óbreyttur þrátt fvrir lækkun á
nokkrum matvörum.
Húsaleiga og þjónusta er einnig
óbreytt. Fatnaður, vinnuföt. skó-
tau, skyrtur og sokkar allt á sama
verði, ef ckki hærra.
Stúlka með eitt eða fleiri börn
fær ekki aukinn styrk.
Allar vörur, sem ekki er lofuð
lækkun á geta hækkað ótakmark-
að. 1 tillögunni er ekki gert ráð
fvrir neinu verðlagseftirliti.
Mjólkin skal greidd niður með
auknum sköttum o. s. frv.
Hvernig sem á þessi mál verður
litið af hálfu iðnnemanna verður
niðurstaðan sú, að tillaga þessi
mun skerða ■ lífskjör iðnnema að
miklum mun.
Þess vegna mun það reyna á
skilning og stéttarþroska verka-
lýðsins, hvort kröfur iðnnemasam-
takanna ná fram að ganga í þess-
urn samninguni. Það er á valdi
hvers einstaks meðlims verkalýðs-
samtakanna. Það verður líka að
krefjast þess af iðnnemunum sjálf-
um að þeir geri sér líka grein fyrir
þessum málum, að þeir láti ekki
blekkjast af áróðri þeirra blaða
sem á allan hátt reyna að svívirða
og sverta þetta verkfall og þá sem
þátt í því taka. Aðeins heilbrigð
yfirvegun málanna skapar okkur
skilning á því, hverjir eru okkar
stéttaróvinir og hverjir það eru
sem málstað okkar taka.
Verkalýðshreyfingin er sterk, ef
innan hennar er eining, en stéttar-
óvinurinn beitir allra bragða til að
sundra einingu hennar. Þess vegna
er öllum iðnnemum nauðsynlegt að
skynja, hver berst gegn kröfum
þeirra.
Það er og frumskilyrði þess, að
einhver árangur náist í kjarabar-
áttu, að allur verkalýður, hver ein-
asti iðnnehi, sé meðlimur og virk-
ur meðlimur í sínu stéttarfélagi.
Myndin sýnir flutning steypusstyrktatjárna
IÐNNEMINN
21
Vj ■