Iðnneminn - 20.12.1952, Síða 22
Við skógarhögg
I vesturríkjum U.S.A. hefur ver-
ið tekin í notkun ný aðferð við
skógarhögg. Hún er þannig, að
tvær kraftmiklar diesel-dráttarvél-
ar leggja af stað frá ákveðnum stað
í skóginum með sterkan stálvír
strengdan á milli sín. A miðjum
vírnum er komið fyrir stórri stál-
kúlu, sem er 2,4 metrar í þvermál
og vegur 4þó tonn. Kúlan heldur
vírnum frá hindrunum, sem kunna
að vera á jörðinni, eins og t. d.
jarðföstum steinum og gömlum
trjárótum.
Dráttarvélarnar aka í sína vhora
áttina, þannig að leiðir þeirra
mynda 90 gráða horn. Þegar ca.
450 metrar af vírnum hafa verið
út er dráttarvélunum fest, og byrj-
að að draga vírinn inn afutr. Hin
risastóra stálkúla brýzt í gegnum
skóginn með svipuðum hraða og
gangandi maður. Tré, sem verða
fyrir vírnum rykkjast upp með
rótum og falla til jarðar, þó að þau
séu allt að j>ví 1,2 m. í þvermál.
Þeir sem fundu upp þessa að-
ferð. S. L. Winson og John Tris-
dale gera ráð fyrir að meðal af-
köst hennar verði ca. 40 ha. á 8
tímum.
tfkra+hjákhhtn
Framh. aj bls. 20.
þessi hátt á fimmtugs aldri. Hann
hafði mikið og þétt svart alskegg
og svart hrokkið hár, sem þó var
talsvert farið að grána. Hann var
dökkeygur og all ískyggilegur. Um
varir hans lék hæðnisglott og sjálfs-
þótti og hroki lýsti sér greinilega
í svip hans.
Hann var klæddur skrautlegum
og viðhafnarmiklum búningi og
girtur sverði, en digur gullfesti
hékk um hinn mikla og nautslega
svíra.
Hann hét Enno líodes og var
eigandi herragarðsins Herstad. •—
Eins og klæðnaður hans bar vott
um, var hann ekki af bændafólki
kominn, heldur afspringur gamall-
ar aðalsættar og hafði verið riðinn
við slark og óreglu á yngri árum.
Hann hafði Jítið samneyti við
bændurna, en ferðaðist iðulega nið-
ur til Danmerkur. Orð lék á því,
að hann hefði ekki verið sérlega
ástríkur eiginmaður konu sinni,
sem nú var fyrir skömmu látin.
Þótt Enno Rodes væri ekki vin-
sæll meðal bændanna, báru þeir þó
virðingu fyrir honum, ef til vill
vegna ættar hans og sjálfsagt ekki
hvað sízt vegna auðæfa hans, sem
mikið var af látið.
Enno líodes hafði séð af þjóð-
veginum þegar Anna gekk niður
skógargötuna. Hann hafði séð
hana fyrr og vissi hverra manna
hún var og utan við sig af fegurð
stúlkunnar, hafði hann bundið hest
sinn í skógarkjarrinu og flýtt sér
af stað til að hitta hana. Nú kom
hann einmitt mátulega til þess að
sjá Þorleif vefja hana örmum.
Enno Rodes var of langt í burtu
til að geta heyrt orðaskil, en hann
só þó að þau elskuðu hvort annað.
IMeð tindrandi augum og hend-
ina kreppta um handfangið á
sverði sínu, horfði hann á elskend-
urna, ólgaði þá blóðið í æðum hans
af illsku og öfund. Hann langaði
helzt til að stökkva niður til þeirra
og rífa Önnu úr fangi piltsins og
færa hana heim með sér, sem her-
fang.
„Heimski og skegglausi strákur,“
sagði hann og hló háðslega. „Þú
skalt ekki verða einn um hituna.
Hver þremillinn! Hvað stelpan er
falleg! Og faðir hennar ríkasti
bóndinn í sveitinni. Eg sver það
Jón frá Ljárskógum:
Mansöngur
Nóttin faðmar fjall og hlíð,
færist ró um dal og engi.
Blærinn leikur Iétt og þýð
lög á þúsund gullinstrengi.
Heyri'st villtra vængja blak
— vorblá hvelfing endurhljómar.
Titrar síðasta svanakvak,
seiða hugann ljúflingsómar.
Einn ég bíð þín, bjarta mær
bjarta drottning vona minna!
Hlý er sólin himinskær
— hlýrri seiður augna þinna.
Komdu, unga ástin mín
engill minna sólskinsdrauma!
Nóttin fellír friðarlín
yfir faðmlög mín og þín.-
Svör við Dœgradvöl.
1) 3X9 = 27 -j- 3 kr. sem menn-
irnir fengu til baka.
(Ef að 2 kr. er bætt við 27 kr.
hafa 2 kr., sem þjónninn tók. verið
reiknaðar tvisvar, því veitingarnar
kostuðu 25 kr. -þ 2 kr., sem þjónn-
inn stal).
2) 5 og 7.
3) 31 epli.
4) i/4.
við alla dýrlinga og djöfla, að hún
skal verða konan mín.“
Þégar þau Anna og Þorleifur
skildust, var hann kominn á flug-
stig að stökkva niður til hennar og
tala við hana, en hann hætti þó
við það og tautaði fyrir munni sér:
„Allt siðsamlega um fram allt, eins
og fólk er vant að segja, ég verð
að biðja hennar á annan hátt.
„Við skulum sjá hvernig það fer.“
Hann gekk niður af klettinum
og út í kjarrið, tók þar liest sinn,
steig á bak og þeysti, sem óður
væri heim að Herstad.
22
IÐNNEMINN