Iðnneminn


Iðnneminn - 20.12.1952, Blaðsíða 23

Iðnneminn - 20.12.1952, Blaðsíða 23
ÞRÆLL ER OSS BORINN — SMÁSAGA — Hann fæddist þar, sem mönnun- um er skapað að vaka, stríða og vinna frá vöggu til grafar. Hinn víði hringur: neyð, áhyggjur og strit lukti um hann. áðnr en hann leit ljós þessa heims. Koma hans í heiminn olli hvorki verulegri gleði og eftirvæntingu né heldur sérlegum harmi. — Hann er nú einu sinni hingað kominn, og verður því hér að vera — hugsaði faðirinn hæversklega — og fyrst hann er fæddur, hlýtur það að hafa verið vilji föðursins á himnum. — Þannig hugsaði hann, cn jafnskjótt skaut hugsunin um aukin útgjöld upp kollinum á honum, og hún skapaði honum þungbærar á- hyggjur. Hann áræddi þó ekki að minn- ast á þessar hugsanir sínar. Við hlið 'barnsins lá föla konan hans, hin hamingjusama móðir, og leit dálít- ið dulráðum, hugfangnum augum á hann, sem hún hafði alið fyrir stundu. En faðirinn var kúgaður þræll í 'hinum víða og myrka hring. Og 'þar sem hann laut yfir rúmið og virti fvrir sér með forvitni karl- mannsins þessa rósrauðu, smáu veru. hina þvengmjóu handleggi og fætur, gat hann ekki stillt sig um að segja: En kona góð — nú verð- um við að herða að okkur sultar- ólina. Hann reyndi að bregða blíðusvip ■yfir gráföla, nærri ryklita ásjónu sína. Hann fann, að orð hans urðu að ná konu hans til hjartans og vekja hjá henni þjáningartilfinn- ingu. Hann ætlaði að sýna henni skilning, en hann ætlaðist einnig til 'þess af henni, að hún liti raunsæj- um augum á málin. En konan ’þagði og vék sér undan augnaráði mannsins. Þjáningardrættir færð- ust í hrjúft andlit hennar, en þeir hurfu brátt á ný. Hún bandaði ó- sjálfrátt með hendinni, eins og hún vildi verja barnið. H ann sá það. — Hún skilur þetta ekki — hríslaðist ónotalega um hann. Aldrei þessu vant hélt hann hin- um funheitu skapsmunum í skefj- um og stillti sig um að hreyta úr sér hinum vanalegu ónotum. Hann laut aðeins dýpra yfir litla, ný- fædda hvítvoðunginn, gramur yfir því, að konan skildi hann ekki. Hafði hann ekki mælt þessi orð af umhyggju fyrir henni sjálfri, um- hyggju fyrir þeim öllum? Hann átti ekki sjö dagana sæla. Það var þó hann, sem með vinnu sinni sá þeim öllurn fyrir frumstæð- ustu lífsþörfum. Húu mátti ekki auka honum erfiðleikana. Hin ó- sjálfráða armhreyfing hennar boð- aði honum, að nú myndi hún gera enn þá ríkari kröfur til hans, fyrir- vinnunnar, þegar annað barnið var fætt. Skyldi hún ætlast til, að grip- ið yrði barnsins vegna til skilding- anna, sem hann hafði með erfiðis- munum aurað saman til að nota í ítrustu neyð. Hann myndi skoða það sem óafsakanlega léttúð. Með blíðri rödd og mildum svip hafði hann rétt áðan reynt að gera henni skiljanlegt. að slíkt mætti hún alls ekki gera. — Við verðum að vera hyggin og horfa í hvern eyri •— áréttaði hann við hana í hvert skipti, sem hann fékk henni fé til heimilisþarfa, — spara, spara! Hann beið ]>ess, að hún svaraði, en hún sagði ekkert. Hann skvnj- aði einhvern mótþróa í þögn henn- ar. Hún var vön að beygja sig fyrir karlmannlegum mýndugleik hans og hyggni. En í þetta skipti fann hann til einhverrar mótspyrnu, sem gerði hann óöruggan. Fyrir hugar- sjónum hans lá lífsleið drengsins skýr og greinilegö Líf drengsins rnyndi verða með svipnðu rnóti og' föður hans og afa hafði verið. Hann myndi fúslega hafa komið honum til mennta, en hvar átti að fá fjár- ráð til þess? Sjálfur hafði hann ekki einu sinni fengið að ljúka barnaskóla- nárni fyrir föður sínum. Níu ára gamall varð hann að hefja nám hjá málarameistara nokkrum, og þegar hann var tólf ára, var hann farinn að stritast með þungar börur í enni af verksmiðjunum. A kvöldin nam hann af rnesta kappi, svo að hann gæti orðið snjall rennismiður. Sonurinn skyldi eiga betri daga. Hann skyldi áreiðanlega fá að Ijúka fullnaðarprófi barnafræðsl- unnar, en vildi hann halda lengra, yrði hann að brjótast það af eigin ramleik. En hann yrði að vinna, hann yrði að hjálpa föður sínurn við að sjá fjölskyldunni farborða. Þannig hafði hann sjálfur lifað, þannig hafði faðir hans lifað, og slíkum kjörum lutu allir innan hins stóra, dökka hrings.. .. Þessar hugsanir lágu að baki hin- um varfærnu orðum, sem hann þreifaði fyrir sér með. Föllita kon- an hafði vel skilið þau. En hún var móðir, og hin hljóða armhreyfing þýddi, að hún vísaði þeim á bug. Maðurinn skyldi hreyfingar hennar, en hann gat ekki viður- kennt þessar tilfinningar hennar. Undrandi og þrunginn óljósri á- birgðartilfinningu leit hann á hana sljóum augum. Auk ábyrgðartil- finningarinnar fólst einnig í svip hans undrun einfeldningsins yfir hinni rniklu gátu, konunni. Hann áræddi ekki að Ieggja til IDNNEIVIINN 23

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.