Iðnneminn - 20.12.1952, Page 25
Sambandsfrettir
Félag iðnnema, ísafirði
hefur hafið vetrarstarfsemi sína með
spila- og skemmtikvöldum. Ætlar félagið
að koma á fót fræðslufundum fyrir iðn-
nema nú eftir áramótin. F'élagið varð 10
ára þann 20. september s. 1. Félagsmenn
eru nú 16 og formaður félagsins er Gunn-
ar Orn Gunnarsson.
Félag byggingariðnnema.
Seint í nóvember var, að tilhlutan stjórn-
ar I.N.S.I. haldinn stofnfundur Félags
byggingariðnnema. Var á fundi þessum
kjörin bráðabirgðastjórn félagsins og er
Tómas Jónsson, húsasmíðanemi, formaður.
Félagið samanstendur af iðnnemum í
húsasmíði, málaraiðn, pípulögn, múrun og
veggfóðraraiðn.
Athyglísverð starfsemi.
Prentnemafélagið og Félag húsgagna-
smíða- og bólstraranema hafa haldið uppi
sameiginlegri fræðslu- og skemmtistarf-
semi, það sem af er þessum vetri. Fundir
hafa verið haldnir hálfsmánaðarlega og
hafa þar verið haldin fræðsluerindi og
sýndar kvikmyndir um iðnað, lesnar smá-
sögur, framhaldssaga, spilað, teflt og
fluttar kappræður um ýmis efni. Hefur
starfsemi þessi borið það góðan árangur,
að athugandi væri fyrir önnur iðnnemafé-
lög að hefja slíka starfsemi.
Þess skal og getið, að þessi tvö félög
efna til árshátíðar. iðnnema seinast í des-
ember.
Almennur iðnnemafundur.
Stjórn I.N.S.Í. boðaði til almenns iðn-
nemafundar um laun og kjör iðnnema í
Edduhúsinu við Lindargötu. Fundurinn
var haldinn seinast í nóvember s. I. og
fluttu Hreinn Hauksson og Þórkell G.
Björgvinsson framsöguræður, en síðan voru
frjálsar umræður og urðu þær mjög al-
mennar. Mun sambandsstjórn væntanlega
efna til fleiri slíkra funda í vetur.
Fundurinn gerði eftirfarandi ályktun:
„Almennur fundur iðnnema
haldinn í Edduhúsinu við Lihd-
argötu, laugardaginn 29. nóvem-
ber 1952, beinir þeirri áskorun
til allra iðnnema, að standa fast
á rétti sínum gagnvart meistur-
um í verkfalli því, er nú stendur
fyrir dyrum og brjóta hvergi á-
kvæði þau er um getur í náms-
samningum um takmörkun á
vínnu iðnnema í verkfalli.
Einnig ályktar fundurinn, að
lífskjör iðnnema í dag séu það
bág, að nái þær kröfur, sem nú
eru bornar fram af verkalýðsfé-
lögunum, ekki fram að ganga,
megi búast við því, að margir
þeir, er nú stunda iðnnám, verði
að hverfa úr námi vegna fjár-
skorts“.
GREINARGERÐ:
Þeir iðnnemar, sem byrjað hafa nám eft-
ir áramót 1949—’SO mega ekki taka þátt í
framleiðslu á rneðan verkfall stendur
yfir á vinnustöð þeirri, er þeir stunda
nám á, en þeim er skylt að mæta til æf-
inga og meðferðar véla og verkfæra, þar
sem því verður við komið.
Aðrir iðnnemar mega því aðeins vinna,
að með þeim vinni jafnmargir fullgildir
fagmenn.
! í
Gleði leg jól og mýtt ár! i
! j Þakka viðskiptin á liðna árinu ! í
! i í Tjarnarcafé h.f. 1 i j
Gleðil eg jól og nýtt ár! i j
í j Þökkum viðskiptin j i
í i Bjarg h.f., Höfðatúni 8 i í J
| Gleðileg jól og nýtt ár!
Þökkum viðskiplin á liðna árinu
j Erna oq Eiríkur
Gleöiieg jól og nýtt ár!
Ullarverksmiðjan Framtíðin
Gleöileg jól og nýtt ár!
Helgi Magnússon & Co., Hafnarstræti 19
Gleðileg jól og nýtt ár!
Viðtækjavinnustofan, Hverfisgötu 17 j
Sími 2674 jj
Gleðileg jól og nýtt ár!
Slippfélagið Í
IÐNNEMINN
25