Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1953, Blaðsíða 8

Iðnneminn - 01.04.1953, Blaðsíða 8
Nokkrar hagfræðikenningar Það er sameiginlegt með öllum iðnnem- um, sem og öllum verkalýð þessa Iands, að þeir verða að selja vinnuafl sitt til þess að geta lifað. Þeir eru því launþegar, en sá er kaupir vinnuafl þeirra er aftur á móti atvinnurekandi. Grundvallarmunur- inn er sá, að launþeginn á engin fram- leiðslutæki, heldur er atvinnurekandinn eigandi þeirra, verkstæðanna, togaranna o. s. frv. Þess vegna getur atvinnurekandinn og launþeginn aldrei talizt til sömu stéttar. Því með hugtakinu stétt, er átt við hóp manna, sem hejur sömu ajstöðu til fram- leiðsluttekjanna. Afstaða stéttanna til framleiðslutækj- anna ræður skiptingu þjóðarteknanna. Iðnneminn vinnur ekki einungis fyrir sín- um eigin launum, heldur skapar hann gróða, verðmætisaukann, sem rennur til atvinnurekandans. Þetta nefnist arðrán, sem minnkar ef Iaunþeginn fær hækkað kaup en eykst ef laun verkamannsins lækka. Þess vegna stangast barátta laun- þeganna fyrir bættum kjörum, ávallt á við baráttu atvinnurekandans til að auka gróðann. Þetta er hagsmunaandstceða stétt- anna og er hún orsök stéttabaráttunnar. Stéttir og stéttabarátta hljóta því að vera til, meðan framleiðslutækin eru ekki eign þjóðfélagsins, sameign allrar þjóðar- innar, og þá fj'rst getur myndast stétt- laust þjóðfélag verkalýðsins. Þegar atvinnurekendurnir eiga fram- leiðslutækin og launþegarnir neyðast til að selja þeim vinnuafl sitt, þá er það grundvöllur undir framleiðsluskipan þjóð- félagsins, því með henni er átt við afstöðu manna hvers til annars við framleiðsluna. Maðurinn og framleiðslutækin, tæknin og skipulagningin, mynda í sameiningu fram- leiðsluöfl þjóðfélagsins. ----------------------------------------\ I ðnnemar! Kaupið og seljið happdrœtt- ismiða julltrúaráðs iðnnemajé- félaganna. Þeir eru afgreiddir daglega á skrifstofu I.N.S.Í., Óðinsgötu 17, frá kl. 2—7 e. h. v__:_____________________________^ Framleiðsluöflin og framleiðsluskipanin standa í ákveðnu sambandi hvort við ann- að. Þau eru tvær hliðar framleiðslunnar. Þróun þjóðfélagsins skiptist í 5 þróun- arstig eftir því, hvaða framleiðsluhættir ríktu á hverjum tíma: 1. Frumþjóðfélagið. í frumþjóðfélaginu notuðu menn verkfæri úr steini, en boga og örvar til veiða og til þess að geta sigr- azt á náttúruöflunum og rándýrunum, urðu menn að vinna saman. Það olli sam- eign mannanna á framleiðslutækjunum og því, sem framleitt var. Þess vegna voru þá engar stéttir til og því ekkert arðrán. 2. Þrælaskipulagið. Þegar menn höfðu komizt upp á lag með notkun verkfæra úr málmi, gátu þeir farið að rækta jörðina og vinna verðmæti úr vissum hráefnum. Handiðnaður og akurjukja með kvikfjár- rækt myndast. Menn hefja skipti á fram- leiðsluvörum sínum, einstakir menn fá tækifæri til að safna auðæfum, þar á meðal framleiðslutækjunum á sínar hendur. Þannig fá þeir tækifæri til að gera menn að þræi- um. Nýtt þjóðfélag myndast, þrælaskipu- lagið, þar sem menn skiptast í fámenna stétt þrælaeigenda og fjölmenna stétt þræla. Stéttaskiptingin hefur haldið innreið sína í samfélag mannanna. 3. Lénsskipulagið. A dögum þrælaskipu- lagsins voru framleiðslutæki öll frumstæð og afkastalítil, og þess vegna þurfti óhemju mannafla við framleiðsluna. Bætt og af- kastameiri framleiðslutæki valda því að þrælaskipulagið verður úrelt, þrælaeigend- urnir sjá, að það skilar ekki nægum arði. Lénsskipulag miðaldanna tekur við. í stað þrælaeigendanna koma •— sem ríkjandi stétt — klerkar og lénsaðali, sem eiga allar jarðeignir, öll framleiðslutæki og flest önn- ur verðmæti landanna. Til hinna arðrændu þræla áður svarar nú hin svonefnda „þriðja stétt“, en til hennar töldust borgarar, verkalýður og bændur. Forréttindastétt- irnar voru undanskildar öllum sköttum. „Þriðja stéttin“, sem nær ekkert átti nema vinnuafl sitt — að undanskildum þó borg- urunum, sem margir höfðu hagnazt drjúgum á verzlun — bar alla skattabyrðina, vann fyrir forréttindastéttunum, en hafði engin stjórnmálaítök. 4. Auðvaldsskipulagið. í stjórnarbylting- unni miklu í Frakklandi 1789 hrynur léns- skipulagið til grunna þar í landi og síðar í öðrum löndum í fyllingu tímans. Auð- valdsskipulagið rís á rústum þess. Stétta- skiptingin er enn við lýði. Borgarastéttin er hin ríkjandi stétt. Atvinnurekendurnir eiga framleiðslutækin, en framleiðslan er framkvæmd af verkamönnum, sem verða að selja kapítalistunum vinnuafl sitt til að geta lifað. Þetta skipulag ríkir á íslandi núna. S. Sósíalisminn. Dæmi um breytingu framleiðsluskipulagsins á okkar dögum er að finna í Ráðstjórnarríkjunum, þar sem sósíalskt þjóðfélag er að myndast. Þar eru eklci lengur til atvinnurekendur, sem eiga framleiðslutæki, og arðrændir launþegar eins og fyrir byltinguna. Framleiðslutækin hafa verið þjóðnýtt, gerð að eign þjóðfé- lagsins, og arðrán manns á manni getur þess vegna ekki átt sér stað lengur. Fram- leiðsluskipulagið hefir breytzt. Hvað er það, sem veldur þessari breyt- ingu framleiðsluskipulagsins? Hvað knýr hana fram? Það eru alltaf framleiðsluöflin, sem þ'ró- ast og breytast fyrst. Mennirnir gera nýjar uppgötvanir, finna upp nýjar aðferðir til að nýta náttúruauðæfin og beizla náttúru- öflin. Þeir bæta við reynslu sína s! og æ og verkhæfni þeirra eykst. Síðan breytist framleiðsluskipulagið eftir á til samræmis við hin breyttu framleiðsluöfl. Breyting og þróun framleiðsluskipulags- ins er sem sagt háð þróun framleiðsluafl- anna (aukinni verkhæfni verkafólksins, full- komnun framleiðslutækjanna, tækninnar og skipulagningarinnar) og gerist í samrœmi við breytingu þeirra. En framleiðsluskipu- lagið getur líka haft áhrif á þróun fram- leiðsluaflanna, tafið hana eða örfað. Hin nýju framleiðsluöfl hljóta auðvitað alltaf að koma til sögunnar innan gamla skipulagsins, áður en það hefur breytzt. Þetta leiðir til mótsetningar milli nýju fram- leiðsluaflanna og gamla þjóðskipulagsins. Nýju framleiðsluöflin sprengja því alltaf utan af sér gamla framleiðsluskipulagið, og í stað þess kemur annað nýtt, sem svarar til hinna breyttu framleiðsluafla. Það er sem sagt þróun framleiðsluaflanna, sem ræður þróun framleiðsluháttanna og þar með þjóðskipulagsins. 8 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.